Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 -viðtal pósturu hilmar@vf.is vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 FISKELDI Stofnfiskur hf óskar eftir starfsmanni við almenn eldisstörf í fiskeldisstöð í Höfnum. Í boði er spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki sem er í örum vexti og hefur á að skipa metnaðarfullt og samhent starfsfólk. Skrifleg umsókn ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið solvi@stofnfiskur.is fyrir 18. september 2014. Þeir Magnús og Jóhann hafa verið að í tónlistinni síðan árið 1972. „Við köstuðum frá okkur rekunum og sögðum upp vinnunni. Við ætluðum að gera plötu.“ Þeir eru enn í fullu fjöri og hafa báðir lifað á tónlistinni í rúmlega 40 ár. Þeir gerðu síðast saman plötu árið 2012 en troða ennþá upp við hin ýmsu tilefni. Þeir slógu strax í gegn árið 72´ en þá var mikið að gera í að spila um allar trissur. Síðar fluttu þeir til Englands þar sem reyndu fyrir sér í tónlistinni. Allt fram til 1985 hafði Keflvíkingurinn Jóhann nóg á sinni könnu í tón- list. „Milli 1990-2000 þá var þetta orðið talsvert hark. Sem betur fer hafði ég vit á því að kaupa mér íbúð og koma undir mig fótunum þegar maður hafði sem mestar tekjur. Ég verð þó að segja það að ég myndi ekki vilja að við Maggi værum að byrja í dag. Plötusalan er alveg skelfileg. Það getur vel verið að þetta eigi eftir að jafna sig, maður veit ekkert um það, en mér finnst leiðinlegt hvern- ig þetta er orðið,“ segir Jóhann. Hann segist stundum hafa hugsað um það að hætta en þá hafi jafn- an einhver verkefni komið inn á borð til hans. „Maður hefur ekki mikið upp úr þessu en í gegnum tíðina hefur maður lært að lifa á þessu.“ Stolinn Söknuður? Magnús hefur samið ýmis þekkt lög sem hafa lifað með landanum. Eitt að þeim er lagið Söknuður sem Hafnarmaðurinn Vilhjálmur Vil- hjálmsson gerði ódauðlegt á sínum tíma. Jóhann og fleiri telja að því lagi hafi verið stolið, en lagið You raise me up, með Josh Groban, er 97% líkt laginu hans Jóhanns. „Það er ennþá í ferli og enn vonarneisti,“ segir Jóhann en hann hefur lög- sótt norska höfundinn sem samdi lagið. Sá norski dvaldi víst hér á Ís- landi nokkrum sinnum og telur Jó- hann allar líkur á því að hann heyrt Söknuð í einni af heimsóknum sín- um hérlendis. „Þetta er erfitt mál þar sem stórir aðilar eru þarna á bakvið sem hafa réttinn. Jóhann hefur m.a. fengist við það að semja lög fyrir Umhyggju, fé- lag langveikra barna. Hann segist vera með tilbúna plötu þar sem hann semur lög við kvæði eftir séra Friðrik Friðriksson, en hann hefur fengist við að semja lög fyrir ljóð og kvæði í gegnum tíðina. Magnús og Jóhann halda nokkuð í ræturnar þrátt fyrir að vera búsettir utan Suðurnesjanna. Þeir spila mikið á svæðinu og troða m.a. upp í Garðinum á Tveimum vitum um helgina „Það eru sterkar þessar rætur í Keflavík. Það var gaman að alast þarna upp sem barn, mikið fjör,“ segir Jóhann sem þar fékk sitt tónlistarlega uppeldi. „Ég held að maður hefði aldrei orðið fyrir eins miklum áhrifum í tónlistinni, ef ekki hefði verið fyrir Kanaútvarpið. Maður hafði ekki efni á að kaupa sér mikið af plötum en þarna hefði hann heyrt alla flóruna. Maður var með þetta í eyrunum allan sólar- hringinn. Það var svakaleg gróska hérna sem kannski var ekki til staðar annars staðar. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því hvað margir tónlistarmenn komu frá svæðinu á ákveðnu tímabili,“ segir Jóhann. Væri ekki til í vera að byrja í poppinu - Magnús og Jóhann með tónleika í Garðinum um helgina. www.vf.is 83% LESTUR + Undirritaður var víða á vappi á Ljósanótt. Smellti myndum af hundruðum, jafnvel þúsundum andlita og heilsaði upp á gamla félaga og kunningja á förnum vegi. Það eru nokkrir viðburðir sem standa upp úr á Ljósanótt. Flugeldasýning, blöðrusleppingar, árgangaganga og fjöldi stórtónleika. Sjálfum finnst mér þessir viðburðir ekki þeir sem gera Ljósanótt að þeirri hátíð sem hún er orðin. Það eru litlu hlutirnir. Júlli sonur Rúnna Júll með tónleika í stofunni hjá mömmu sinni á Skólaveginum. Bröns Keflvíkinga á Sunnubraut til þess að koma manni af stað á laugardagmorgni. Þessi sérstaka stemning sem skapast á fimmtudagskvöldum þegar nær eingöngu heimafólk er á ferð um miðbæinn okkar sem sannarlega má muna sinn fífil fegurri. Það kvöld er menning og verslun á svæðinu í algjöru hámarki. Ég get alveg viðurkennt það að mér leið eins og í „gamla daga“ þegar ég leit yfir Hafnargötuna síðasta fimmtudagskvöld. Það var eins og klukkan væri 3:00 á nóttu um helgi og nýbúið að henda öllum út af Strikinu og Kaffi Keflavík. Maður beið bara eftir því að slagsmálin hæfust. Án gríns þá var þetta virkilega skemmtileg upplifun og þörf áminn- ing til okkar um hvað gæti orðið í miðbænum. Það er engin töfralausn á því hvernig við eigum að glæða miðbæ Reykjanesbæjar lífi. Ég tel mig þó vera með ágætis uppástungu. Það þarf einfaldlega að gera hugarfarsbreytingu hjá fólkinu. Bara það að skella sér niður í bæ og versla nokkrar flíkur og fá sér 2-3 drykki, sé í góðu lagi utan Ljósanætur. Það má alveg sko! Jafnvel þó þú sért kominn yfir þrítugt. Við þurfum líka að vera dugleg að brydda upp á nýjungum á hverri hátíð. Þá er ég ekki að tala um að afhjúpa listaverk og stæra okkur af flottum framkvæmdum í bænum. Heldur þurfum við að halda götusölu, opna heimili okkar, bjóða í bröns. Gerum þetta persónulegt. Ég er ekki með góða hugmynd alveg núna, en þær eru þarna úti. Þið eruð með þær. Ljósanótt er orðin rótgróin og mun vafalaust lifa áratugi í við- bót, hver veit? Fjölbreytnin er gífurlega mikil á Ljósanótt, þar er eitthvað fyrir alla. Hátíðin er orðin ein af stærstu bæjarhátíðum landins og stendur nú yfir í fimm daga. Hún hefur sína sérstöðu og skapar bænum miklar tekjur og gott orðspor. Yfir hverju er ég þá að kvarta? Það eru litlu hlutirnir sem gera Ljósanótt einstaka -ritstjórnarbréf Eyþór Sæmundsson skrifar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.