Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 „Njarðvíkurskóli er uppeldis- stöð því ef þau hafa ekki kennt við skólann þá hafa þau gengið í hann,“ segir Ásgerður Þor- geirsdóttir, skólastjóri Njarð- víkurskóla um þá skemmtilegu staðreynd að allir núverandi skólastjórar grunnskólanna í Reykjanesbæ hafa einhver tengsl við Njarðvíkurskóla. Í skólanum starfa að sögn Ásgerðar einnig mjög margir sem áður voru nem- endur þar. „Þá hlýtur þeim að hafa liðið vel í skólanum,“ segir hún og hlær. Olga Björt hitti skólastjórnendur úr Reykjanesbæ og fræðslustjóra bæjarins og gróf upp ýmsar skemmtilegar stað- reyndir. Elsti grunnskólinn Ásgerður segir Njarðvíkurskóla einnig njóta dálítillar sérstöðu vegna þess að grenndarsamfélagið er svo nátengt skólunum. „Njarð- víkurskóli er elsti grunnskólinn í Reykjanesbæ, 72 ára gamall, og fólk hefur svo miklar taugar til skólans. Það er viss eining í skólanum sem tengist út í samfélagið.“ Í Keflavík skiptust skólarnir niður eftir deildum og tengdust nem- endur því ekki þeim í eins langan tíma í einu. „Það er enginn Kefla- víkurskóli og það getur vel verið að Keflvíkingum finnist erfitt að fara í Njarðvíkurskóla. Einhvern tímann var stungið upp á því að breyta nafni skólans en ég sagði það ekki koma til greina,“ segir Ásgerður með áherslu. Lengsti starfsaldur fjögur ár Sjálf er Ásgerður með lengsta starfsaldur grunnskólastjórnenda í Reykjanesbæ, en hún stýrir skól- anum fjórða skólaárið. Einnig er hún fimmti skólastjórinn í langri sögu skólans. Mikil nýliðun og endurnýjun hefur átt sér stað í grunnskólum í Reykjanesbæ. Eð- varð Þór er á sínu fyrsta skólaári í Holtaskóla, einnig Bryndís í Myllu- bakkaskóla, Sigurbjörg hefur setið í þrjú ár í Akurskóla, Sóley í eitt ár í Heiðarskóla og Anna Sigríður einnig í Háaleitisskóla. „Stundum er verið að gantast í mér og kalla mig reynsluboltann,“ segir Ás- gerður kímin. Konur í meirihluta Konur eru í meirihluta skólastjórn- enda og aðstoðarskólastjórnenda á Suðurnesjum. „Á sínum tíma þegar Sigríður Ingibjörnsdóttir var yfirkennari í Njarðvíkurskóla, var hún eini kvenstjórnandinn á Suðurnesjum, á seinni hluta síð- ustu aldar. Þá voru bara Holtaskóli, Njarðvíkurskóli og Myllubakka- skóli á svæðinu sem nú er Reykja- nesbær. Keflavíkurskólarnir skiptu á milli sín yngri deild og unglinga- deild. Skólunum hefur fjölgað um þrjá síðan þá. Ásgerður segir að ástæða þess að fleiri konur eru skólastjórar núna sé kannski að fleiri konur eru í kennarastéttinni. „Einnig gæti það verið vegna álags í starfinu því það hefur breyst. Í gamla daga sátu skólastjórar í marga áratugi en ég held að fólk sjái sig ekki svo lengi í svona starfi í dag.“ Voru einfaldlega hæfastar Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, er sonur fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla, Gylfa Guðmundssonar. Gylfi Jón tók hluta af starfsnámi í skólanum og kenndi þar í forföllum. „Sem sonur fyrrum skólastjóra verð ég að segja að það er áratuga hefð fyrir því að stjórnendur í Njarðvík sáu kröftugir. Það væri skemmtilegra ef þetta væri öðruvísi en þessar kon- ur sem eru stjórnendur núna voru einfaldlega hæfastar umsækjenda þegar störfin voru auglýst. Það er reyndar skemmtileg tilviljum hversu vel þær þekkjast allar, eru í sömu saumaklúbbum, vinahópum og slíku.“ „Þær þola ekki bið“ Gylfi Jón segir að samkvæmt Skólavoginni séu kennarar í Reykjanesbæ mjög ánægðir með sína stjórnendur og ánægðari með sína stjórnendur en gengur og ger- ist annars staðar. „Þeir upplifa sig einnig fá meiri stuðning frá sínum stjórnendum. Ég hef það bara eftir ráðningaskrifstofunni, sem kom að ráðningu skólastjórnendanna, að skólastjórnendahópurinn í Reykja- nesbæ sé með þeim sterkari á land- inu.“ Það að konur eru í meirihuta segir Gylfi að endurspegli á ein- hvern hátt kynjahlutfallið í stétt- inni en svo séu konur bara reiðu- búnari að axla þessa ábyrgð. „Þetta eru flottar konur sem þora að stíga fram og koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Það eiga þær allar sameiginlegt að vera kappsamar og þær þola ekki bið. Það er ýtt við mér að svara erindum ef það eru liðnir klukkutímar eftir að bréfið var sent. Ég er bara umkringdur konum sem segja mér til. Það er ekki bara heima hjá mér,“ segir Gylfi Jón og hlær. Heimaræktaðir skólastjórnendur Af hópnum sem blaðamaður Vík- urfrétta hitti á Kaffitári nýverið hefur enginn utanaðkomandi verið ráðinn sem skólastjóri. Öll eru þau heimaræktaðir skólastjórnendur sem búa flest í hverfum skólanna sem þau stjórna og eiga öll eða hafa átt börn í grunnskólunum. Þá hafa þau öll tekið skref upp metorða- stigann, verið t.d. deildarstjórar og/eða aðstoðarskólastjórar áður. „Ástríðan kemur vegna þess að við erum skólafólk í heimabyggð og höfum séð og upplifað ýmsar breytingar,“ segir Ásgerður. Gylfi Jón bætir inn í umræðuna að fyrsta embættisverk sitt sem fræðslustjóri hafi verið að skrifa undir þegar Ás- gerður varð skólastjóri. Eins og aðgangsharður bekkur Skólastjórarnir eru sammála um að þau stefni öll að sameiginlegu markmiði, sem er fyrst og fremst velferð og fræðsla til barnanna. Sem hópur standa þau þétt saman og þekkjast vel. „Ég er hringjandi í ykkur öll og fæ mikinn stuðning í mínum fyrstu skrefum sem skóla- stjóri,“ segir Bryndís. Sóley Halla segir að sambandið sé mjög gott á milli allra í hópnum og Bryn- dís bætir við að mjög erfitt sé fyrir Gylfa Jón að halda skólastjórnar- fundi. „Hann þarf að sýna ákveðni. ■■ Hafa öll gengið í eða kennt við skólann: NJARÐVÍKURSKÓLI UPPELDISSTÖÐ SKÓLASTJÓRNENDA -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Ég heyrði aftur og aftur nöfn sömu kennara. Fólk sem bjargaði mannslífum og framtíð fólks Bryndís, Anna Sigríður, Gylfi Jón, Ásgerður, Sóley Halla, Sigurbjörg og Eðvarð Þór.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.