Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 Ljósmyndasýningin „Ljós-myndarinn Jón Tómasson, - aldarminning“ var sú sýning sem vakti hvað mesta athygli á Ljósa- nótt en hún var opnuð á fimmtu- dag í bíósal Duus-húsa. Þar gefur að líta úrval mannlífsmynda úr Keflavík á árunum 1940-1960 sem Jón tók en á þessum árum var hann nokkurs konar hirðljós- myndari bæjarins þó svo hann væri áhugaljósmyndari og sem símstöðvarstjóri á sama tíma. Myndir Jóns eru mjög skemmti- legar og ljóst var á viðbrögðum gesta að sýningin vakti gríðarlega lukku. Jón var ritstjóri FAXA, blaðs samnefnds málfundafélags í mörg ár. Hann ritaði margar áhugaverðar greinar í blaðið og var úrval nokk- ura þeirra settar í sérútgáfu af Faxa sem dreift var á sýningunni. Margrét Jónsdóttir, ein af börnum Jóns segir að fjölskyldan hafi fengið lánaða tugi kassa með filmum sem Jón hafði gefið Byggðasafninu. Um var að ræða um átta þúsund myndir á nokkur hundruð filmum en myndirnar tók Jón á árunum 1940-1960 af mannlífi og atvinnu- lífi Keflavíkur og nágrennis á þeim tíma. Afkomendur Jóns fóru í gegnum allt safnið og voru skann- aðar um 700 myndir sem nú eru aðgengilegar almenningi. Hluti þeirra er á sýningunni, bæði uppi á vegg og eins í stafrænu formi sem hægt er að skoða í tölvu. Þar er meira að segja hægt að bæta við upplýsingum við myndirnar. -mannlíf pósturu vf@vf.is Guðlaugur Tómassson, eitt tveggja systkina Jóns á lífi er hér með dætrum sínum og frændfólki, f.v. Kristínu og Álfhildi og hjónunum Jórunni Tómas- dóttur og Skúli Thoroddsen. Hæg er að skoða fleiri myndir í stafrænu formi á skjá og í tölvum á sýningunni. Afkomendur Jóns Tómassonar sem komu að vinnslu ljósmyndasýningar- innar voru við formlega opnun hennar. Bjarni Jónsson er hér í ræðupúlti. Ljósmyndirnar vöktu mikla athygli. Nokkrar stórmerkilegar blaðagreinar voru brotnar upp í afmælisútgáfu af Faxa og dreift á sýningunni. Til hliðar við dömurnar má sjá eina af merki- legustu ljósmyndum Jóns af olíuskipinu Clam, sem strandaði við Reykjanes. Skráning er hafin á ný námskeið hjá Gargandi snilld Byrjum miðvikudaginn 17. september Byrjendur-framhald-unglingar Leikur, söngur glens og gleði Kennt verður á miðvikudögum, klukkutíma í senn í 8 vikur Takmarkaður fjöldi í hvern hóp Allar nánari upplýsingar í síma 869 1006 - Guðný Kristjánsdóttir Skráning á www.gargandisnilld.is Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 ■■ Ljósmyndasýning Jóns Tómassonar opnuð á Ljósanótt 2014 í bíósal Duus-húsa: Stórmerkilegt mynda- safn úr sögu Keflavíkur 1940-1960 JÓN TÓMASSON var l engs t a f s t ö ð v a r s t j ó r i Pósts og Síma í Keflavík en hann gegndi því starfi frá 1940 til 1977 en þá stofnaði hann umboðs- skrifstofu Jóns Tómassonar í Keflavík og rak hana í áratug. Þá flutti hann til Reykjavíkur. Jón stóð að stofnun nokkurra fyrirtækja á hans tíma í Keflavík og var m.a. í hreppsnefnd og síðan í fyrstu bæjarstjórn Keflavíkur 1946-1954. Hann sat í nokkrum nefndum á þeim tíma. Hann stóð eða tók þátt í stofnun nokkurra félaga í bænum, m.a. Karlakórs Keflavíkur, Tónlistarfélags Kefla- víkur og Björgunarsveitarinnar Stakks. Hann var endurskoðandi Kaupfélags Suðurnesja í fjóra ára- tugi og ritari Krabbameinsfélags Suðurnesja í aldarfjórðung og tveimur árum skemur í Skátafé- laginu Heiðarbúum. Jóni voru veittar ýmsar viður- kenningar fyrir fjölbreytt störf sín. Hann fékk m.a.a Riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1990.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.