Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 STÖRF HJÁ ÍAV Í REYKJANESBÆ ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is Vegna aukinna verkefna óskar ÍAV eftir að ráða í eftirtalin störf á verkstæði félagsins í Reykjanesbæ. Bifvélavirki / vélvirki Mikilvægt er að viðkomandi hafi réttindi og reynslu af viðgerðum á stórum vinnuvélum. Nánari upplýsingar veitir Þórmar Viggósson í s. 660-6225. Járniðnaðarmaður Mikilvægt er að viðkomandi hafi réttindi og reynslu af járnsmíðavinnu. Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Hauksson í s. 660-8134. Iðnnemar Einnig er óskað eftir umsóknum frá iðnnemum sem vilja komast á samning. Umsóknir má finna á heimasíðu ÍAV, www.iav.is. OHSAS 18001 Occupational Health and Safety Management OHS 606809 ISO 9001 Quality Management FM 512106 Við breytum vilja í verk ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakaf- yrirtæki landsins sem byggir á áratuga reynslu í mannvirkjagerð. Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar eða aðra mann-virkjagerð sem og jarðgangagerð og jarðvinnu- framkvæmdir bæði hérlendis og erlendis. Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar kraftmikla og framsækna einstaklinga, með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og erum stolt af starfsandanum og þeim metnaði sem hjá okkur ríkir. ÍAV er eina verktakafyrirtækið á Íslandi sem hefur bæði ISO 9001 gæðavottun og OSHAS 18001 öryggisvottun. Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson, einn af „sonum“ Keflavíkur, kveikti á Stefnumó- tastaurnum á horni Hafnar- götu og Tjarnargötu í Keflavík síðdegis á föstudag á Ljósanótt. Hugmyndin að staurnum á rætur að rekja til lags Magnúsar Kjart- anssonar, Skólaball, sem hljóm- sveitin Brimkló flutti svo eftir- minnilega á sínum tíma. Björgvin Halldórsson söng lagið og segir það eitt af vinsælustu lögum sem hann hafi sungið í gegnum tíðina. Við þetta skemmtilega tilefni tók Sönghópur Suðurnesja, sem Magnús stýrir, lagið og að lokum var það Björgvin Halldórsson sjálfur sem söng Skólaball með Magnúsi og Finnboga Kjartans- syni. Fjölmenni var við athöfnina og stemmningin frábær. Tréstaur frá þessum tíma stendur nú á þessu þekkta götuhorni við Tjarnargötu og Hafnargötu og á ör- ugglega eftir að draga að sér margt fólk. Á honum er platti þar sem lesa má um tilurð lagsins og einnig texti þess. Svo er hnappur sem kveikir á bút úr laginu sem hljómar úr há- talara á straurnum. Sagan segir að Magnús og vinur hans hafi verið skotnir í sömu stelpunni á skólaárum sínum eins og gengur og gerist. Á skólaballi sá Magnús á eftir vininum og stúlk- unni læðast í burtu en sjálfur gekk hann særður út í nóttina. Hann kom sér síðan fyrir í skoti nálægt heimili hennar og beið átekta. Stúlkan birtist loks en var snökt- andi og hallaði sér upp að ljósa- staurnum umrædda. Magnús tók þá á sig rögg, fór til stúlkunnar og huggaði og til að gera langa sögu stutta þá eru þau Magnús hjón enn þann dag í dag. Aðspurður segist Magnús hafa gaman af uppátækinu og hann vonist jafnvel til að þetta verði staður þar sem fólk fari á skeljarnar og beri upp bónorðið. Ljósanótt hefur gjarnan verið hvati fyrir íbúa og sveitarfélagið til að hrinda í framkvæmd skemmti- legum hugmyndum eða verkefnum sem eru til hagsbóta fyrir bæinn eða jafnvel krydda bara upp á til- veruna. MAGNÚS OG BÓ TÓKU LAGIÐ VIÐ STEFNUMÓTASTAURINN -mannlíf pósturu vf@vf.is Magnús ýtir á hnappinn og lagbútur úr Skólaballi fór í gang við fögnuð viðstaddra. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra úr Keflavík var fyrsta konan til að hitta Magga við nýja staurinn. Fjölmenni var við vígslu staursins. Eldur í bíl á Miðnesheiði XuEldur kom upp í bíl á veg- inum milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Sandgerðis á ellefta tímanum. Fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja voru á staðnum ásamt lögreglu sem lokaði veginum tímabundið. Bíl- stjórinn var einn í bílnum þegar hann drap skyndilega á sér og vart var við reyk. Bílstjórinn fór þá út úr bílnum og opnaði vélar- hlífina. Þá var eldur kominn upp undir mælaborðinu sem breidd- ist ekki mikið út vegna þess að bílhurðir og gluggar voru lokuð. Bíllinn er talsvert skemmdur eins og meðfylgjandi myndir sýnir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.