Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 11.09.2014, Blaðsíða 22
fimmtudagurinn 11. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR22 -íþróttir pósturu eythor@vf.is Örn Ævar Hjartarson lék flott golf á Ljósanæturgolfmóti Golfklúbbs Suðurnesja sl. sunnu- dag. Örn lék 18 holurnar á 6 undir pari, 66 höggum og sigraði bæði án forgjafar og í punktakeppni. Örninn hefur verið í „lágflugi“ í sumar ef svo má segja og ekki leikið vel en náði sér vel á strik á Ljósanótt. Hann fékk hvorki fleiri né færri en 8 fugla og tvo skolla á þessum verðlaunahring. Hótel Keflavík gaf glæsileg verð- laun. Fyrir efsta sætið í hvorum flokki var gisting á nýrri glæsilegri svítu á efstu hæð hótelsins, kvöld- verður á KEF veitingastaðnum og risa gjafakörfu frá Nóa og Sírí- usi. Örn fékk því tvo skammta af þessum glæsilegu vinningum. Ari Gylfason úr Sandgerði og Magnús K. Jónsson úr GKG urðu í 2. og 3. sæti í punktakeppninni. Helgi Dan Steinsson úr Golfklúbbi Grindavíkur varð annar í höggleik á parinu, 72 höggm og þriðji varð Magnús Kári Jónsson GKG. Þeir fjórmenningar hlutu einnig glæsi- leg verðlaun. Korpak systurnar eru bestu golfstelpur á Íslandi. Golfsysturnar Kinga og Zuzanna Korpak voru sigursælar á Íslandsbanka- mótaröð unglinga í golfi. Þær unnu saman fimm af sex mótum sumarsins. Zuzanna sigraði á síðasta mótinu sem fram fór á Korpu sl. helgi og vann tvö mót en yngri systir hennar vann þrjú mót. Kinga varð stigameistari með 8670 stig en Zuzanna varð önnur með 8047 stig. Sannar- lega frábær árangur hjá þeim í sumar. Þær systur hafa æft golf í nokkur ár en Zuzanna hætti þó um tíma en byrjaði aftur fyrir ári síðan. Hún verður 14 ára í nóvember en Kinga er 10 ára og verður 11 ára í desember. Fleiri unglingar í GS hafa staðið sig vel í sumar. Birkir Orri Viðars- son varð í 5. sæti í heildarstiga- keppninni í flokki 14 ára og yngri drengja. Hann vann eitt mót og varð annar í Íslandsmótinu í holukeppni. Þá varað Róbert Smári Jónsson í 9. sæti í stiga- keppninni hjá 15-16 ára piltum og Laufey Jóna Jónsdóttir varð í 10. sæti í stigakeppninni í sama aldursflokki hjá stúlkum. Ungir kylfingar í GS hafa því verið áberandi í verðlaunum í sumar að ógleymdri Karen Guðnadóttur í meistaraflokki kvenna en hún varð stigameistari á Eimskips- mótaröðinni sem er frábær ár- angur hjá henni. Örninn á flugi í Ljósanæt- urmóti Hótels Keflavíkur Okkar verð á 5m RGB ljósaborðum: 5.418.- SPARAÐU 80% MEÐ LEDLJÓSUM Götulýsing - Íþróttahús - Mannvirki - Verslanir - Heimili - Skólar - Gróðurhús Okkar verð: 5w Led pera 647.-kr Gerið verðsamanburð.Okkar verð á 10w Led kösturum: 2.160.- Ludviksson ehf - Ledljós Njarðarbraut 3i Innri Njarðvík Reykjanesbæ S; 8678911 - 5658911 www.ledljos.com Verðdæmi: 3w Led pera kr. 495.- Nesarar á Evrópuleikum Special Olympics XuÁ þriðjudaginn var hélt 40 manna hópur af stað áleiðis til Ant- werpen í Belgíu þar sem Evrópuleikar Special Olympics munu fara fram. Ísland sendir 29 íþróttamenn á mótið sem keppa munu í sex íþróttagreinum. Íþróttafélagið NES á sjö einstaklinga í þessum hópi. Sigurður Guðmundsson, Halldór Finnsson og Ragnar Ólafsson keppa í fótbolta. Ari Ægisson og Thelma Rut Gunnlaugsdóttir keppa í frjálsum. Eðvarð Sigurjónsson í boccia og Ingibjörg Margeirsdóttir í sundi. Eins er einn þjálfari frá Nes, en það er Elísabet Rósa Elíasdóttir. Sigursælar golf- stelpur úr GS Kristófer Haukur og Aníta Lóa, systkini úr Njarðvík, ásamt dansfélögum sínum Söru Dögg og Pétri Fannari hafa verið valin til að fara á Evrópumót ungmenna í standard dönsum sem haldið er í Rúmeníu þann 21. september. Einnig fara þau á heimsmeistaramót ungmenna í standard dönsum sem haldið er í Moldavíu þann 11.október. Einungis tvö pör frá hverju landi fá að fara á svona mót og er það því afar skemmtilegt að það séu systkini sem fari á þessi mót fyrir Íslands hönd. Aníta Lóa og dansfélagi hennar Pétur Fannar eru einnig að fara á heimsmeistaramót fullorðinna í latin dönsum sem haldið er í Tékk- landi þann 5. október og svo á heimsmeistaramót ungmenna í 10 dönsum sem haldið er í Lettlandi þann 31. október. Kristófer og Aníta fara á hvert stórmótið á fætur öðru Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Kristófer Haukur og Sara Dögg Aníta Lóa og Pétur Fannar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.