Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 25.09.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 25. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 BÓ KM EN NT AK VÖ LD Í B ÓK AS AF NI NU Í V OG UM Viðburðirnir eru samstarfsverkefni almenningsbókasafnanna á Suðurnesjum „Kynning á bókmenntaarfinum“ og styrktir af Menningarráði Suðurnesja. PANTONE 3135 PANTONE 4505 C 100 M 0 Y 16 K 11 C 0 M 15 Y 70 K 50 Leturgerð: Letter Gothic STD Bold BÓKMENNTAKVÖLD Í BÓKASAFNINU Í VOGUM 29. september kl. 20:00 Kristín Steinsdóttir kynnir og les upp úr bók sinni „Vonarlandið“ sem kemur út í október. Bókasafnið í Vogum er til húsa í Stóru-Vogaskóla. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. vinalegur bær Tómas J. Knútsson hlaut í fyrradag verðlaun um- hverfis- og auðlindaráðu- neytisins fyrir starf sitt í þágu umhverfisverndar. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, afhenti verð- launin í tilefni af Degi ís- lenskrar náttúru. Tómas hlaut Náttúruverndarviðurkenn- ingu Sigríðar í Brattholti, en Tómas stofnaði Bláa herinn, frjáls félagasamtök sem hafa starfað síðan árið 1995, að um- hverfisvernd í hafinu. Umhverfisverndarsinninn Tómas Knútsson: Verðlaun- aður á Degi íslenskrar náttúru Garðvangur í Garði er einn þeirra kosta sem eru skoð- aðir fyrir starfsemi Hæfingar- stöðvarinnar, sem til þessa hefur verið með starfsemi við Hafn- argötu í Keflavík. Flytja þarf starfsemi stöðvarinnar þar sem grunur er um að myglusveppur herji á húsnæði starfseminnar. Ráðist var í yfirgripsmiklar framkvæmdir á síðasta ári til að útrýma sveppnum en svo virðist sem sú aðgerð hafi ekki tekist. Húsnæðismál Hæfingastöðvar- innar voru m.a. til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í síðustu viku. Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, sagði það grafalvarlegt mál þegar upp kemur mygla vegna raka- skemmda og fólk sé veikt dögum saman á sínum vinnustað. Kristinn sagði á fundinum að fleiri en einn kostur væri til skoð- unar í húsnæðismálum Hæfingar- stöðvarinnar. Ragnarssel í Reykja- nesbæ væri einn þeirra kosta en starfsmönnum Hæfingarstöðvar- innar lítist ekki á þann kost. „Garðvangur er einn þessara kosta og hann er klár,“ sagði Kristinn á fundinum. Að flytja starfsem- ina í Garðinn hefur í för með sér kostnað við að flytja skjólstæðinga og starfsfólk í Garðinn. „Það má hugsa Garðvang sem tímabundna lausn,“ sagði Kristinn á fundinum. Starfshópur um húsnæðismál stöðvarinnar er að störfum og hefur skipt með sér verkum. Hæfingarstöðin á Garðvang? Garðvangur í Garði. ÆFINGAR Á MIÐVIKUDÖGUM Í ÍÞRÓTTAHÚSI HEIÐARSKÓLA 4. - 6. bekkur kl. 14:50 - 16:00 7.-10. bekkur kl. 16:00 - 17:10 Frítt að æfa til 1. nóvember. Árgjald (nóv-júní) 10.000. KRAKKABLAK KRAKKABLAK -fréttir pósturu vf@vf.is „Ég var að skoða Hrafn Svein- bjarnarson sem var við bryggju við Suðurgarð. Var á leið niður í lest með útgerðarstjóranum. Ég gekk á eftir honum og þá pomp- aði lúgan á puttana á mér,“ segir Rafn Franklín Arnarson, skip- stjóri hjá útgerðarfyrirtækinu Stakkavík í Grindavík. Rafn hlaut opið beinbrot á tveimur fingrum og slitnaði sin á einum fingri vinstri handar, auk þess sem sin slitnaði á löngu töng hægri handar. Rafn var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans og sendur í fjögurra tíma aðgerð þar sem reynt var að bjarga fingrunum. Rafn var svo kominn heim seinni part mánudags og Víkurfréttir litu við heima hjá honum í dag. „Þetta lítur ekkert of vel út en það verður skoðað almennilega á mánudag hvernig málin standa,“ segir Rafn og ber sig vel miðað við aðstæður. Rúmar tvær vikur eru síðan Hrafn Sveinbjarnarson kom nýr og endurbættur til hafnar í Grindavík. Rafn, sem þekkir öryggismál skipa vel starfs síns vegna, segir að lúgan hefði undir eðlilegum kringum- stæðum ekki átt að skella svona niður. „Það hefði verið verra ef þetta hefði gerst úti á sjó. Ég var bú- inn að heyra af því að það þyrfti að laga þetta en svo var bara ekki búið að því. Sem betur fer var gengið strax í að laga þetta. Þetta er 50-70 kg lúga,“ segir Rafn, sem ætlar að gera sitt besta til að halda kyrru fyrir og fara vel með sig næstu vikurnar. ■■ Slasaðist í skoðunarferð um Hrafn Sveinbjarnarson GK Skipstjóri slasaðist í lest VILTU STARFA Í FRÉTTUM Á SUÐURNESJUM? Starf fréttamanns/konu á Víkurfréttum er laust til umsóknar. Í boði er fullt starf. Um er að ræða fjölbreytt starf við miðla VF, blað, vef og sjónvarpsþátt. Áhugasamir sendi ferilskrá með nauðsynlegum upplýsingum til Páls Ketilssonar, ritstjóra á netfangið pket@vf.is. Tómas ásamt eiginkonu sinni, Margréti Hrönn Kjartansdóttur, og ráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.