Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 25.09.2014, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 25. september 2014 15 Framkvæmdir við Sund-mi ðstö ðina í Kef l av í k eru í fullum gangi. Þær taka því miður mun lengri tíma en áætlað var, segir Ragnar Örn Pétursson, íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar, í samtali við Víkurfréttir. „Ákveðið var að skipta út öllum tækjum við útilaugina og heitu pottana. Það var tími kominn á þær framkvæmdir en 24 ár eru síðan laugin opnaði. Verið er að vinna við að skipta um allar lagnir, klór- og hitastýringakerfi, sandsíur, jöfnunartanka og fleira“. Ragnar Örn vonast til að heitu pottarnir gætu opnað fyrr en sundlaugin en ýmislegt, m.a. leki, hefur tafið það verk. „Þá kom í ljós þegar sundlaugin var tæmd að flísar á botni laugar- innar voru að mestu leyti ónýtar. Ákveðið hefur verið að setja dúk á botn hennar í staðinn fyrir flísar bæði vegna minni kostnaðar og styttri framkvæmdatíma,“ segir Ragnar Örn. Innilaugin og vatnsleikjagarður- inn er opin fyrir almenning og þá hafa þessar framkvæmdir ekki haft áhrif á sundkennslu og sun- dæfingar. „Við vonumst til að geta opnað fyrir pottana og gufubaðið upp úr næstu helgi og síðan gerum við ráð fyrir að laugin verði tilbúin eftir 3 vikur,“ segir Ragnar Örn Pétursson, íþróttafulltrúi Reykja- nesbæjar í samtali við Víkur- fréttir. 105 þúsund manns koma árlega í Íþróttamiðstöðina í Njarðvík. Vinsælt er að fermingarafmælis- hópar komi og skoði sig þar um eftir langa fjarveru. Sundlaugin er orðin 45 ára og hefur haldið upprunalegu útliti. Aftur á móti var kominn tími á að skipta um lagnakerfi og með byltingu í tæknimálum er öllu sem tengist sundlauginni stýrt með tölvum. Olga Björt hitti Hafstein Ingi- bergsson, forstöðumann Íþrótta- miðstöðvar Njarðvíkur og Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundasviðs, sem sýndu henni breytingarnar. „Farið var í endurnýjungar á laug- inni og umhverfi hennar 15. júní og þeim er að ljúka núna. Hita- stiginu í pottunum og lauginni og klórmagninu er stýrt með tölvum. Hér er eftirlitsmyndavél allan sólar- hringinn, sem ekki var áður. Einn og einn stekkur enn yfir girðing- una til að stelast í pottinn utan opnunartíma,“ segir Hafsteinn og glottir. Einnig er nýtt og endur- nýjað hreinsikerfi í kjallaranum undir lauginni. „Það er mikið ör- yggi fyrir starfsmenn að þurfa ekki að komast í snertingu við klórinn,“ segir Hafsteinn. Mikill sparnaður Nýtt gólfefni í kjallaranum þar sem var upprunalegt steypt gólf og ný niðurföll. Allar pípulagnir og raf- magnslagnir eru nýjar. „Í kjallar- anum eru dælurnar með sjálfvirkri stýringu þannig að þær eru bara í hægagangi á nóttunni og um helgar og fara svo á fulla ferð á daginn þegar þarf að hreinsa meira. Í því felst mikill rafmagnssparnaður og hitaveitusparnaður. Miklu meira er farið að hugsa út í slíka hluti núna. Áður var dælan á 100% hraða allan sólarhringinn,“ segir Hafsteinn og bætir við að framúrstefnumenn hafi byggt laugina vegna þess að hún var gerð þannig að hægt er að ganga hringinn í kringum hana í kjallaranum og sjá allar lagnir. „Þetta er fátítt með laugar á landinu. Þessi laug átti að vera 25 metrar en erfið klöpp í jarðveg- inum kom í veg fyrir það.“ Loksins kominn kaldur pottur Hafsteinn segir að loksins sé kaldi potturinn orðinn að veruleika. „Körfuboltahreyfingin er búin að biðja um þetta í sem til átta ár. Það er orðið vinsælt meðal afreks- manna að fara í kaldan pott eftir strangar æfingar og þá hafa þeir bara gert það í heimahúsum. Þegar breytingarnar urðu núna var til- valið að setja hitalagnir undir pott- inn, því vatnið á það til að frjósa á veturna.“ Í pottinum er fjögurra gráða kalt vatn og sístreymi úr honum og í hann. Sett er lok yfir hann á skólatíma svo að börn fari sér ekki að fara sér að voða. Við hliðina á kalda pottinum er svo klórskúr. „Hann er algjör bylting. Hér kemur klórbíll og fyllir reglu- lega á klórbirgðirnar í skúrnum. Gott að hafa þetta ekki niðri þar sem fólk gæti mögulega andað að sér klórnum.“ segir Hafsteinn. ■■ Sundlaugin í Njarðvík 45 ára: Kaldur pottur og miklar endurbætur -viðtal pósturu olgabjort@vf.is ■■ Sundmiðstöðin í Keflavík: Dúkur í stað flísa í sundlaugina – heitir pottar og gufubað opna eftir helgina Frá framkvæmdum við Sundmiðstöðina í Keflavík. Einn og einn stekkur enn yfir girð- inguna til að stelast í pott- inn utan opn- unartíma Stefán og Hafsteinn við Ljónið Hafsteinn undir sund- lauginni við eitt kýraugað Í klórskúrnum Pottasvæðið þar sem kaldi potturinn er kominn Sundlaug Njarðvíkur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.