Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 2. OKTÓBER 2014 • 38. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Hringbraut 99 - 577 1150 ILMANDI OKTÓBER 15% afsláttur af völdum dömu og herra ilmum. Gildir frá 4. - 19. október. Er kláralega betri en pabbi gamli bls 19 Elín Rós segir jóga eiga vel við í stjórnmálum bls 6 Akurskóli í Reykjanesbæ sprunginn –„Eigum við að sætta okkur við að skólalóðin fyllist af færanlegum skólastofum?,“ spyr foreldrafélagið. Málefni flugstöðvarinnar hafa verið í brennidepli sem hér er í skugga haustsólar. Ein af mörgum flugvélum að koma inn til lendingar. Mynd: Einar Guðberg Húsnæði Akurskóla í Innri Njarðvíker sprungið. Þar eru nú 460 nem- endur en húsnæði skólans er hannað til að rúma með góðu móti 320 nemendur. Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykja- nesbæjar, segir að nú sé leitað leiða til að nýta betur húsnæði skólans og koma betur til móts við þarfir nemenda. Tveimur lausum kennslustofum hefur verið komið fyrir á lóð skólans og þriðju stofunni þarf sennilega að bæta við fyrir næsta skólaár. Þá er verið að skoða það að koma upp skilrúmum í tveimur rýmum í skólanum til að fjölga kennslurýmum þannig að betur fari um nemendur og minnka bekkjarstærðir. Foreldri barna við skólann segir í samtali við Víkurfréttir að nú sé verið að kenna 65 börnum í rými sem sé hannað til að vera með 40 börn. Það sé ekki ásættanlegt. For- eldrar barna í Akurskóla hafa verið boðaðir til fundar nk. miðvikudag, 8. október. For- eldrafélagið segir í fundarboði að „glæsilegt skólahúsnæðið rúmar ekki fyrirhugaðan fjölda nemenda sem mun hefja skólagöngu á næstu árum. Þetta þýðir að það frábæra starf sem búið er að byggja upp og fram fer í Akurskóla kemur til með að eiga undir högg að sækja. […] Eigum við að sætta okkur við að ákveðnum árgöngum verði keyrt yfir í aðra skóla? Eigum við að sætta okkur við að skólalóðin fyllist af færan- legum skólastofum? Eigum við að krefjast þess að byrjað verði á framkvæmdum við Dalsskóla?“. Gylfi Jón segir að ástandið í Akurskóla nú sé tímabundinn toppur en hliðstæða hafi orðið í Heiðarskóla sem á sínum tíma hafi verið leyst með lausum kennslustofum. Í samtali við Víkurfréttir segir Gylfi Jón að nokkrar lausnir séu til skoðunar þessa dagana og verið sé að kostnaðarmeta þær þannig að hægt sé að kynna þær vel fyrir íbúum og pólitískum fulltrúum þannig að hægt sé að taka ákvörðun. Meðal möguleika sem hafa verið nefndir er að fjölga lausum kennslu- stofum við skólann, nýta laust kennslurými í Háaleitisskóla á Ásbrú, taka á leigu hús- næði í námunda við skólann og að setja niður lausar kennslustofur í Dalshverfi, þar sem íbúum er að fjölga eða flýta byggingu nýs skóla. Gylfi Jón segir alla möguleika skoðaða fordómalaust. Gylfi Jón segir að sér hugnist best lausnir fyrir börn í sínu skóla- hverfi, frekar en að setja upp skólaakstur með börn á milli hverfa. Næsti skóli sem mun rísa í Reykjanesbæ verður í Dalshverfi. Samkvæmt áætlunum bæjaryfirvalda er gert ráð fyrir að hann rísi innan fimm ára. Lausar kennslustofur við Akurskóla verða því væntanlega í notkunn til þess tíma. Ítarlegri frétt er á vf.is. „Niðurstöður valferlisins verða til hagsbóta fyrir samfélagið á Suðurnesjum sem hefur átt undir högg að sækja. Lögð verður áhersla á að leitast við að nýta þá starfskrafta áfram sem unnið hafa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Engin loforð hafa verið gefin en þeir starfsmenn hafa forskot á störfin. Eftir á að hyggja, í ljósi umræðunnar, hefði líklegra verið ákjósanlegra að hafa tvo val- nefndarfulltrúa af fimm óháða í stað eins,“ sagði Ingimundur Sigurpálsson, stjórnarformaður Isavia, á blaðamannafundi í gær þar sem niður- stöður valferlis um viðskiptatækifæri á þjón- ustusvæði í flugstöðinni voru kynntar. Hlynur Sigurðsson, verkefnastjóri útboðsins sagði vopnaleitina hingað til hafa verið of hæga og haft neikvæð áhrif á upplifun farþega í flug- stöðinni. „Afköst þar verða aukin og sýnileiki verslana verður eins og best verður á kosið án þess þó að það trufli farþegana. Salurinn verður ekki endurbyggður í heild, en innréttaður með íslenskum áherslum.“ Suðurnesjamenn hafa forskot á störfin í Flugstöðinni Sjónvarp Víkurfrétta Nýr þáttur á ÍNN í kvöld kl. 21:30 og 23:30 Körfubolti // Fiskur // Fjölsmiðjan og fl.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.