Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 2. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 Menningarráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanes- bæjar. Tilnefna skal einstakling, hóp og/eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bænum. Tilnefningum skal skilað á skrifstofu menningarsviðs, Tjarnargötu 12 eða á netfangið: sulan@reykjanesbaer.is fyrir 8. október næstkomandi. Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna á vef Reykjanesbæjar. Menningarráð Reykjanesbæjar SÚLAN MENNINGARVERÐLAUN REYKJANESBÆJAR 2014 NESVELLIR LÉTTUR FÖSTUDAGUR HEILSU- OG FORVARNARVIKA Í REYKJANESBÆ Heilsu- og forvarnarvikan er í fullum gangi til sunnudags. Fullt af fróðlegum og skemmtilegum viðburðum. Kynnið ykkur dagskrána á reykjanesbaer.is og á facebooksíðu Reykjanesbæjar. DAGSKRÁ FRAMUNDAN Í HLJÓMAHÖLL SNJÓMOKSTUR OG HÁLKUEYÐING MIÐ-ÍSLAND - 9. október í Stapa - Örfáir miðar lausir KK - 10. október í Bergi - Örfáir miðar lausir ÁRSTÍÐIR - 23. október í Bergi - Miðasala hafin MIÐASALA Á HLJOMAHOLL.IS Reykjanesbær óskar eftir verktökum til að taka þátt í snjómokstri og hálkueyðingu á götum og gangstígum í Reykjanesbæ. Verktími 1. nóvember 2014 til 1. maí 2018. Áhugasamir sendi inn upplýsingar um þann tækjakost sem þeir ætla að nota við verkið á netfangið bjarni. karlsson(hja)reykjanesber.is fyrir 20. október 2014. 3. október kl. 14. Slagkraftar Nemendur úr tónlistarskóla Reykjanesbæjar Spilabingó Allir velkomnir -fréttir pósturu vf@vf.is Reykjanesbær hefur frestað framkvæmdum upp á 70 milljónir króna í sem áttu að fara fram í Helguvík á þessu ári. Fram- kvæmdunum er frestað til næsta árs. Siglingastofnun vinnur nú að hönnun á 150 metra löngum viðlegukanti í Helguvíkurhöfn. Gert er ráð fyrir að ráðast verði í þá framkvæmd á næsta ári. Ekki eru til peningar til að fara í þá framkvæmd sem er nauðsynleg vegna uppbyggingar kísilvera í Helguvík. „Þegar hafa verið teknar ákvarð- anir um að fresta framkvæmdum sem voru fyrirhugaðar á þessu ári yfir til næsta árs. Viðlegukanturinn sem um ræðir er nauðsynlegur vegna uppbyggingar á kísilver- unum tveim en það er ljóst að við munum fresta þessari vinnu eins lengi og við getum og þar til pen- ingar koma inn. Við höfum ekki fjármagn sem stendur til að fara í framkvæmdir,“ sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, á fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku. „Við vitum það að við höfum skyldum að gegna við þessi kísilver sem eru að koma. Við munum ekki fara út í neinar framkvæmdir nema þær séu virkilega bráðnauðsyn- legar. Það er alveg ljóst“. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurf-rétta, hlaut Lundann 2014 en það er viðurkenning sem Kiw- anisklúbburinn Keilir í Reykja- nesbæ veitir á hverju ári og hefur gert frá árinu 2002. Verðlauna- gripurinn er uppstoppaður lundi sem er afhentur þeim einstaklingi sem þykir hafa látið gott að sér leiða eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa eða bæjarfélagsins. Kiwanisfélagar efna á hverju hausti til Lunda- fagnaðar í KK-salnum í Reykja- nesbæ þegar viðurkenningin er veitt og var nú sl. föstudagskvöld. Ragnar Örn Pétursson, formaður fræðslunefndar Keilis sagði að nefndinni hefðu borist fjölmargar tillögur um einstaklinga sem voru vel að því komnir að fá þessi verð- laun. Páll er eigandi Víkurfrétta en fyrir- tækið fagnaði þrjátíu ára afmæli í fyrra. Hjá VF starfa um tíu manns og það gefur út samnefnt vikublað á Suðurnesjum, heldur úti frétta- vefnum vf.is og golfvefnum kylf- ingur.is sem og vikulegum sjón- varpsþætti. Þá hefur Páll ritstýrt tímariti Golfsambands Íslands, Golf á Íslandi, í rúman áratug. Páll sagði í stuttri ræðu eftir af- hendinguna að lykill að velgengi fyrirtækisins lægi í mannauði þess en sagði líka að góð tenging við íbúa og samstarf við lesendur og áhorfendur hefði mikið að segja. Hann þakkaði Kiwanismönnum fyrir viðurkenninguna og sagði þá vinna ómetanlegt starf í félags- og líknarmálum en klúbburinn hefur m.a. í langan tíma selt jólatré og nýtt afraksturinn til líknarmála á hverju ári. Páll Ketilsson hlaut Lundann 2014 Saga Lundans XuLundinn var fyrst afhentur árið 2002 og þá hlutu hann þeir Vilhjálmur Þorleifsson og Óskar Ívarsson, starfsmenn áhaldahúss Reykjanesbæjar, en þeir höfðu unnið í áratugi við að fegra bæinn. Árið 2003 hlaut Lundann Ólafur Oddur Jónsson heitinn, sóknar- prestur í Keflavíkursókn sem í mörg ár hélt uppi umræðum og fræðslu gegn sjálfsvígum. Tómas Knútsson hlaut Lundann árið 2004 en Tómas setti á fót Bláa herinn sem hefur unnið ötullega við að hreinsa strandlengjuna og þá hefur hann stjórnað Sportköf- unarskóla Íslands. Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík og bæjarfulltrúi hlaut Lundann fyrir árið 2005. Steinþór var upphafsmaður að lýsingu Bergsins og síðan hátíð- inni Ljósanótt sem fylgdi í kjöl- farið. Árið 2006 hlaut Sigfús B. Ingva- son prestur í Keflavík Lundann. Árið 2007 hlaut Erlingur Jónsson Lundann. Erlingur hefur látið til sín taka í forvarnarstarfi í Reykja- nesbæ og hefur ritað ófáar greinar um skaðsemi eiturlyfja. Árið 2008 hlaut Lundann Ragn- heiður Sif Gunnarsdóttir for- stöðumaður í Björginni – Geð- ræktarmiðstöð Suðurnesja. Árið 2009 hlaut Karen J. Stur- laugsson aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Lundann. Lundann 2010 hlutu Halldór Halldórsson og Haraldur Har- aldsson úr rústabjörgunarsveit Landsbjargar og félagar í Björg- unarsveit Suðurnesja. Hjálmar Árnason, framkvæmda- stjóri Keilis hlaut Lundann árið 2011. Keilir miðstöð vís- inda,fræða og atvinnulífs er eitt af óskabörnum Suðurnesjamanna sem varð til við brotthvarf varnar- liðsins árið 2006. Árið 2012 hlaut Þórarinn Ingi Ingason f lugstjóri hjá L a n d h e l g i s g æ s lu n n i Lundann. Árið 2013 hlaut Arnór Vilbergsson, organisti og kórstjóri við Kefla- víkurkirkju Lund- a n n . A r n ó r hefur verið d r i f - f jöðrin í m j ö g öflugu kóra-og tónlistarstarfi. Reykjanesbær frestar framkvæmdum í Helguvík Verður „Slökkvilið Suðurnesja“ að veruleika? Grindavíkurbæ hefur verið boðið til viðræðna um stofnun byggðasamlags um Brunavarnir Suðurnesja. Aðildarsveitar- félög Brunavarna Suðurnesja eru Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar. Sandgerðisbæ hefur einnig verið boðið til viðræðna um aðild að stofnun byggðasamlags um brunavarnir á Suðurnesjum. Bæjarráð Grindavíkur afgreiddi málið með því að fresta því til næsta fundar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.