Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2014, Síða 4

Víkurfréttir - 02.10.2014, Síða 4
fimmtudagurinn 2. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma Kahúsa-spjall og pönnukökur! Tenglar FAAS á Suðurnesjum halda 1. fræðslufund vetrarins, þriðjudaginn 7. október 2014, kl. 16:30 í Selinu, Vallarbraut 4 (Njarðvík), Reykjanesbæ. Helga Hansdóttir öldrunarlæknir verður með fræðslu um byltur/dettni. • Ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir minnisskerta og þeirra aðstandendur. • Fyrirspurnir og umræður. Allir velunnarar FAAS ásamt öllu áhugafólki um málefni félagsins velkomnir Við hvetjum fólk til að láta sig málið varða, styðja þannig við félagið og fá fræðslu um minnisskerðingu/heilbilun á heimaslóðum. Kaveitingar á staðnum, enginn aðgangseyrir en frjáls framlög upp í kostnað eru vel þegin. Kveðja FAAS tenglar á Suðurnesjum Syngdu mig heim Söngskemmtun í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum Grindavíkurkirkju föstudaginn 3. okt. kl. 20:00 Einvala lið tónlistarmanna flytur mörg þekktustu söngljóð skáldsins, þar á meðal nokkur sem M.A.-kvartettinn gerði fræg á sínum tíma ! Einsöngslög, dúettar, kvartett og kór við dunandi undirspil ásamt stiklum úr lífi þessa merka listamanns ! Fjölbreytt dagskrá þar sem sönggleðin ræður ríkjum Aðgangseyrir kr. 2.000 Enginn posi – Allir velkomnir Tillaga að Aðalskipulagi Garðs 2013-2030 Bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Garðs 2013-2030 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfis- skýrslu skv. 7. gr laga nr. 105/2006 um umhverfis- mat áætlana. Aðalskipulag sveitarfélagsins Garðs mótar stefnu um landnotkun í sveitarfélaginu og reglur fyrir margvís- lega málaflokka s.s. þróun íbúðarbyggðar, afmörkun nýrra atvinnusvæða, samgöngur, legu raflína, menningar- og náttúruvernd og óbyggð svæði. Tillaga að aðalskipulagi, ásamt umhverfisskýrslu og svörum við ábendingum sem komu fram á vinnslu- stigi verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, www.svgardur.is, frá og með 2. október. Skipulags- tillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjar- rskrifstofum, Sunnubraut 4, 250 Garður og hjá Skipulagsstofnun á Laugarvegi 166 í Reykjavík. Ábendingar og athugasemdir við aðalskipulags- tillögu skal senda til bæjarstjóra á netfangið magnusstefansson@svgardur.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar Aðalskipulag Garðs á póstfangið, Sveitarfélagið Garður, Sunnubraut 4, 250 Garður. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til mánudagsins 17. nóvember 2014. Bæjarstjórn vonast til þess að sem flestir kynni sér þá stefnumörkun um landnotkun sem unnin hefur verið og þær áherslur og aðgerðir sem talið er nauðsynlegt að ráðast í á næstu árum til að ná settum markmiðum. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri -fréttir pósturu vf@vf.is „Með því merkilegasta í þess- ari bók er lögreglumannatalið,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, eftir að hafa blaðað í gegnum Sögu lögreglunnar í Keflavík sem Jón Eysteinsson, fyrrverandi sýslumaður, afhenti honum á mánudag. Við afhendinguna voru einnig staddir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og Ás- geir Eiríksson, fulltrúi sýslumanns. Auk um 100 blaðsíðna lögreglu- mannatals eru í bókinni reynslu- sögur fjölda lögreglumanna úr starfi, umfjöllun um sögu lög- reglunnar og fjöldi mynda. Einar Ingimundarson tók saman efni og ritaði en fyrrum og núverandi fé- lagar Lögreglufélags Suðurnesja hafa verið í ritnefnd og hefur fé- lagið stutt við útgáfu bókarinnar. Í henni er rakin saga lögreglunnar í Keflavík í máli og myndum. Hún er góð heimild um líf og störf lög- reglumanna og er þar að finna mik- inn fróðleik um lögregluna áður fyrr og fram til ársins 2007. Bókin er í prentun en hægt er að panta hana í forsölu á sérkjörum fram til 7. nóvember í gegnum netfangið logreglufelag@dc.is en eftir það verður hún aðeins dýrari. Kynning á útgáfunni fer fram í Bókasafni Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ, föstudaginn 7. nóv- ember kl. 16-18 og eru lögreglu- menn hvattir til að mæta. ■■ Afhentu Sögu lögreglunnar í Keflavík: Lögreglumannatalið mikilvægt F.v. Jón Eysteinsson, Ólafur Helgi Kjartansson, Jón Eysteinsson og Ásgeir Eiríksson. Vilja Landhelgisgæsluna til Reykjanesbæjar – Þingmenn Suðurkjördæmis meðflutningsmenn tillögunar Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknar- flokks í Suðurkjördæmi leggur í annað sinn fram þingsálykt- unartillögu á Alþingi þess eðlis að hefja undirbúning á flutningi Landhelgisgæslunnar til Reykja- nesbæjar. Meðflutningsmenn með frumvarpinu eru einnig Suðurnesjaþingmennirnir; Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálsson, Oddný G. Harðardóttir og Ásmundur Friðriksson. Að mati flutningsmanna fylgja fjölmargir kostir því að flytja alla starfsemi Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin, nánar tiltekið á ör- yggissvæðið á Ásbrú, en nú þegar er Landhelgisgæslan með um- fangsmikla starfsemi á svæðinu og þúsundir fermetra af vannýttu húsnæði. Það fylgir því mikil hag- ræðing að hafa alla starfsemina á einum stað og þjónusta og öryggi munu einnig aukast þar sem viðbragðstími Landhelgis- gæslunnar styttist með því að færa alla starfsemi hennar. Einnig mun flugfloti gæslunnar komast í gott framtíðarhúsnæði sem uppfyllir öryggisstaðla. Á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli er til staðar afar heppileg aðstaða fyrir alla starfsemi Landhelgisgæslunnar til framtíðar. Þar er húsnæði, flug- brautir, góð hafnaraðstaða og stoðkerfi sem fullnægir þörfum Landhelgisgæslunnar að öllu leyti. Enn fremur segir í tillögunni að mannvirkin sem um ræðir á öryggissvæðinu séu nú þegar í rekstri Landhelgisgæslunnar og með því að nýta þau betur undir starfsemi gæslunnar næðist mikil fjárhagsleg hagræðing fyrir ríkið til lengri tíma. Óverulegar breytingar þarf að gera á þessum byggingum svo þær henti starf- semi gæslunnar og í þessu sam- hengi er rétt að benda á ábyrgð ríkisins gagnvart Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins varðandi viðhald og rekstur mannvirkj- anna. Í tilögunni er það nefnt að með flutningi til Suðurnesja fengi Landhelgisgæslan gott framtíðar- húsnæði og stórbætta aðstöðu. „Á svæðinu er einkar góð hafn- araðstaða: Njarðvíkurhöfn, Kefla- víkurhöfn og Helguvíkurhöfn. Nú þegar ber Landhelgisgæslan ábyrgð á rekstri hluta Helgu- víkurhafnar, þ.e. þess hluta sem er á eignaskrá Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins. Úttekt á nauðsynlegum breytingum á hafnaraðstöðu liggur fyrir (2009). Njarðvíkurhöfn getur strax tekið við skipaflota Landhelgisgæsl- unnar og Helguvíkurhöfn kemur einnig til greina. Landhelgis- gæslan rekur nú þegar öryggis- svæðið á Keflavíkurflugvelli og fer með framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna, auk þess sem sprengjueyðingarsveitin hefur aðstöðu á svæðinu. Þess má einnig geta að sérsveit ríkislög- reglustjóra er með aðstöðu á ör- yggissvæðinu og hópar á vegum lögreglu og Lögregluskólans æfa þar. Með flutningi Landhelgis- gæslunnar á Suðurnes mundi rík- isvaldið gera Landhelgisgæsluna að enn öflugri stofnun til hagsbóta fyrir landsmenn alla, aðstaðan fyrir starfsemina yrði mun betri og tryggð til framtíðar og síðast en ekki síst mundi flutningurinn styðja við atvinnuuppbyggingu á svæðinu öllu,“ segir í ályktunni. Gatnagerðargjöld lækki tímabundið um 30% ■uUmhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar leggur til að á árinu 2015 verði gjaldskrá gatnagerðargjalda í Reykja- nesbæ lækkuð tímabundið um 30%. Þetta kem fram á síðasta fundi nefndarinnar. Lækkun gjaldanna gæti orðið til þess að örva byggingaframkvæmdir í Reykjanesbæ á nýjan leik. Í tillögunni segir að lækkunin gildi tímabundið á árinu 2015 en þá taki fyrri gjaldskrá gildi að nýju nema annað verði ákveðið. Umhverfis- og skipulagsráð sam- þykkir tillöguna samhljóða og vísar henni til umfjöllunar bæjar- ráðs samhliða vinnu við fjár- hagsáætlun 2015. Grindvíkingar hafna 62 metra hárri vindmyllu ■uSkipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur hefur hafnað erindi um uppbyggingu vindmyllu á Stað við Grindavík. Í erindi frá Biokraft er lýst áætl- unum um uppbyggingu vind- myllu á Stað. Mastur vindmyll- unnar er 40 m, þvermál blaða- hrings er 44 m og mun mann- virkið því ná 62 m hæð. Skipu- lags- og umhverfisnefnd telur mannvirkið ekki falla vel að þeirri náttúru sem er í nágrenni Grinda- víkur og hafnar erindinu.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.