Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 2. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Samningar fæla nemendur frá iðnnámi - ansi hart ef að vinnumarkaður er orðinn hræddur við að of margir séu í fag- inu, segir Kristján Ásmundsson, skólamesitari Fjölbrautaskóla Suðurnesja Fjöldi fólks lagði leið sína á Opel sýningu hjá Bílabúð Benna. Kristján Ás-mundsson, skól ameistar i Fjölbrautaskóla S u ð u r n e s j a telur að breyta verði kerfinu í iðnnámi en að- sókn í það hefur minnkað verulega á landinu öllu. Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um nemendur sem stunda iðnnám og erfiðleika þeirra við að komast á samning. Í FS sé að- sóknin þó svipuð og í fyrra í verk- og starfsnámi. „Nemendur sem vilja læra hárgreiðslu komast að öllum líkindum ekki á samning. Það fælir nemendur frá náminu þegar þeir standa frammi fyrir því að geta ekki lokið sínu námi.“ Kristján hefur áhyggjur af við- h o r f i v i n n u - m a r k a ð a r i n s . „Eitthvað verður að gera. Það er orðið ansi hart e f a ð v i n n u - m a r k a ð u r e r orðinn hræddur við að of margir séu í faginu og að markaðurinn beri ekki al la starfsnemana.“ Hafa misst samning vegna verkefnaskorts Kristján segist vita til þess að iðn- nemar í trésmíði hafi jafnvel misst samning sinn einfaldlega vegna þess að ekki voru nægileg verkefni til staðar. Þá hafi fyrirtæki veigrað sér við því að taka inn nema vegna þess að þau sáu ekki fram á að hafa nægileg verkefni fyrir nem- ana allan námstímann. Kristján sér fyrir sér að nemar þurfi ekki að taka allan samningstímann hjá sama aðilanum heldur gætu þeir farið á milli fyrirtækja og starfað í skemmri tíma. „Svo þegar hjólin fara að snúast þá eru einfaldlega ekki til nægilega margir smiðir. Það hafði ekki verið hægt að mennta þá vegna þess að þeir komust ekki á samning. Þá var enginn að sækjast í það að læra smíðar. Um leið og framkvæmdir í byggingariðnaði minnkuðu þá hrapaði aðsóknin í smíðar, þær eru hvað viðkvæm- astar fyrir þessum sveiflum,“ segir Kristján. „Þetta er bara það sem við fáum úr að spila og verðum að lifa með því“ Fjölbrautaskóli Suðurnesja er ódýr- asti blandaði framhaldsskólinn á landinu, sem er þá með bæði verk- legt nám, bóklegt og starfsbrautir. Ef rýnt er í þá fjármuni sem skól- inn er að fá kemur í ljós að sam- kvæmt fjárlögum fyrir árið 2015 dragast ígildi nemenda saman um 42 og því verða 882 ígildi á næsta skólaári. Þegar talað er um ígildi er miðað við nemendur í fullu námi sem skila 17,5 einingum á önn. „Þetta er bara það sem við fáum úr að spila og verðum að lifa með því,“ segir skólameistarinn. Kristján seg- ist reglulega kvarta til yfirvalda um aukið fé en sjaldan verði hann var við viðbrögð. „Það er eitt að kvarta en annað að fá skýringu á þessu, ég hef ekki fengið nein svör sem ég er að kaupa. Við hefðum vissulega viljað fá meiri framlög á hvert ígildi nemanda.“ Kristján segir árganga einnig vera að minnka og svo verði áfram næstu ár. Flestallir sem sóttu um fengu skóla- vist komust að núna, nema þeir sem ekki hafa verið að skila síð- ustu annir og hafa jafnvel sagt sig úr námi. Eins fá margir sem eru yfir 25 ára aldur ekki inn í skólann, yngri nemendur ganga fyrir. Þeir sem eldri eru er bent á önnur úr- ræði til þess að ljúka framhalds- skólanámi. Kvöldskóli sem sóttur var af eldri nemendum var lagður niður fyrir nokkrum árum í FS en það kom til vegna niðurskurðar og sparnaðar. Nú sækja þeir nem- endur t.d. til Keilis á háskólabrú, MSS eða álíka aðila. Kristján segir að víða sé verið að skera niður og m.a. í fjarnámi í framhaldsskólum, en þá þjónustu nýta eldri nem- endur einnig í miklum mæli. Færri komast að en vilja á hraðbraut Það er breiður hópur nemenda sem sækir FS. Segja mætti að talsvert sé í boði fyrir alla þá flóru. Meðal þess sem boðið er upp á er afreks- braut, eins konar hraðbraut þar sem nemendur geta lokið stúdents- prófi á styttri tíma en ella. Boðið hefur verið upp á þennan kost í stuttan tíma en Kristján segir hrað- brautina vera að festa sig í sessi, nú komist færri að en vilja. Núna stunda um 25 nemendur nám í skólanum á þessari braut og klára þá nám á þremur eða þremur og hálfu ári. Eins eru nemendur í grunnskólum á Suðurnesjum duglegir að sækja tíma í Fjölbrauta- skólanum. Krist- ján segir rúmlega 100 manna hóp grunnskólanema sækja tíma í skól- anum á þessari önn og sækja sér einingar. „Að okkar mati þá skiptir þetta miklu máli. Þarna er mikil hvatning fyrir nemendur að takast á við meira krefjandi efni.“ Gott samstarf við grunnskóla Ágætis samstarf er milli FS og grunnskóla á svæðinu. Reglulega er fundað og farið yfir stöðuna til að minnka megi þrepið á milli grunn- og framhaldsskólanáms. Kristján segir að FS taki saman og greini einkunnir nemenda á fyrsta ári eftir grunnskólum á svæðinu. Síðan hafa niðurstöðurnar verið afhentar stjórnendum grunn- skólanna, til þess að þeir geti séð hvernig þeirra nemendur eru að koma undirbúnir í framhaldsskóla. Þetta hefur verið við lýði undan- farin tvö ár og reynst mjög vel enda sé það sameiginlegt markmið að efla skólastarf á svæðinu. -viðtal pósturu vf@vf.is Störf hjá IGS 2014 Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS ehf. vill ráða fólk til vinnu. Um er að ræða störf við ræstingu í flugeldhúsi félagsins á kvöldin. Áhersla er lögð á reglusemi, stundvísi og árvekni. Lágmarksaldur 20 ára, almenn ökuréttindi skilyrði, íslensku- og/eða enskukunnátta. Umsóknarfrestur til 9. október 2014 Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS www.igs.is Íslandspóstur Keflavík óskar eftir gjaldkera. Starfið felst m.a. í afgreiðslu o.fl. Vinnutími er frá kl. 8:45-17:00 alla virka daga. Umsækjandi þarf að búa yfir ríkri þjónustulund, samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 15. október 2014. Hægt er að sækja um á heimasíðu Póstsins www.postur.is ATVINNA NÁMSKEIÐ Í HLJÓMASLÆTTI Á KASSAGÍTAR Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Kennt í litlum hópum, 1 klst. í senn á fimmtudögum í 8 vikur. Takmarkað pláss, því fáir hópar verða í boði. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 9. október n.k. Kennari er Þorvaldur Már Guðmundsson NÁMSKEIÐ Í RAFGÍTARLEIK Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Kennt í litlum hópum, 1 klst. í senn á miðvikudögum í 8 vikur. Takmarkað pláss, því fáir hópar verða í boði. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 15. október nk. Kennari er Ásgeir Aðalsteinsson NÁMSKEIÐ Í HLJÓMBORÐS- OG PÍANÓLEIK Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Kennt í einkatímum, 1 klst. á viku í 6 vikur. Takmarkaður nemendafjöldi. Námskeiðið hefst í kennsluvikunni 13. – 16. október Kennari er Steinar Guðmundsson INNRITUN Innritun á námskeiðin stendur yfir til og með miðvikudeginum 8. október n.k. frá kl.13-17 á skrifstofu skólans Hjallavegi 2 eða í síma 420-1400 Kennsla á öllum námskeiðunum fer fram í Tónlistarskólanum Hjallavegi 2 Reykjanesbæ Skólastjóri -fréttir pósturu vf@vf.is Vel mætt á Opel sýningu Fjöldi fólks lagði leið sína í útibú Bílabúðar Benna, við Njarðarbraut 9 í Reykjanesbæ um sl. helgi. Tilefnið var vegleg sýning á Opel bílum sem Bílabúð Benna hefur nú umboð fyrir á Íslandi. „Viðtökurnar voru frábærar og mikil ánægja er hér á bæ með hvernig til tókst. Til okkar mættu nokkur hundruð manns, bæði til að forvitnast um nýjustu bílana frá Opel og samfagna okkur með þessi tímamót. Við væntum mikils af þessu nýja vörumerki og miðað við móttökurnar um helgina er ljóst að Opel á spennandi framtíð fyrir höndum hér á Suðurnesjum,“ segir Svavar Grétarsson, sölumaður Opel í Reykjanesbæ. 1.799kr. PIPA R \ TBW A • SÍA • 143027 svooogott™ FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI WWW.KFC.IS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.