Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. október 2014 15 Kvenfélagasamband Íslands hefur verið til síðan 1930 . Það var stofnað til að halda utan um kvenfélög í landinu, sem í dag eru 170 talsins og hafa innan- borðs nokkur þúsundir kvenna. Vetrarstarf Kvenfélags Keflavíkur hefst mánudaginn 6. október 2014, kl. 20 í Rauðakrosshúsinu við Smiðjuveg í Keflavík. Þá er ætlað af hafa kynningu á starfsemi fé- lagsins ásamt því að Marta María í Smartlandi kemur og skemmtir okkur og fræðir. Einnig er borið fram kaffi og með því gegn vægu verði. Vonumst við til að allar kon- ur sem áhuga hafa á Kvenfélaginu sjái sér fært að koma og taka þátt í kvöldinu með okkur félagskon- unum. Við hittumst venjulega fyrsta mánudag hvers mánaðar frá októ- ber til maí. Það er oft mjög glatt á hjalla og gaman að vinna saman að gleði annara. Í ár er Kvenfélag Keflavíkur 70 ára og hefur unnið mikið og áhrifaríkt starf á þessum tíma fyrir samborgara sveita- félagsins. Vonumst við eftir að geta haldið því starfi áfram að sama ákafa og viljum því trekkja fleiri konur til verka. Stöndum þéttar saman að en betri uppbyggingu á komandi árum. Sjáumst mánu- daginn 6 október 2014. F.h. Kvenfélags Keflavíkur Sumarrós Hildur Ragnars- dóttir stjórnarkona. María Ísabel Grace Fisher, Unnar Sveinn Stefánsson, Róbert Jens Fisher, Bryndís Lúðvíksdóttir, Magnea Lynn Fisher, Ellert Hannesson, Halldóra Jensdóttir, Ari Sigurðsson, Eygló Jensdóttir,                       Jóhanna Jensdóttir Sehner, Erich Sehner, og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma,  Magnea Eyrún Jensdóttir, Háteigi 20, Keflavík,   sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 17. september var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhanna Sigríður Pálsdóttir, G. Ágústa Björgvinsdóttir, Sigmundur Guðmundsson, Hilmar Theodór Björgvinsson, Guðný Sigríður Magnúsdóttir, Sigvaldi Björgvinsson, Edda Ýr Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björgvin Theodór Hilmarsson, vélstjóri, Smáratúni 42 Keflavík, lést á heimili sínu 16. september sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fær heimahjúkrun á HSS. Stefán Stefánsson, Birgir Kristjánsson, Sigríður Kristjana Kristjánsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Einar Guðberg Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs bróður míns, stjúpföðurs okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þorgils Stefánssonar, til heimilis að Hlévangi Keflavík, Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlévangi og á bæklunardeild Landspítalans í Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Sigríður Victoría Árnadóttir, Guðmundur Svavarsson, Garðar Árnason, Kristrún Stefánsdóttir, Þorvaldur Árnason, Helga Birna Ingimundardóttir, Kristrún Lísa Garðarsdóttir, Nils Johan Torp, Vilborg Anna Garðarsdóttir, Þorgrímur Hallsteinsson, Hulda Karen Guðmundsdóttir, Hjálmar Vatnar Hjartarson, Árni Þórmar Þorvaldsson, Drífa Guðrún Þorvaldsdóttir, og langömmubörnin hennar. Vilborg Strange, (áður til heimillis að Vallarbraut 6, Njarðvík), lést laugadaginn 27. september á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnafirði Jarðaförin verður auglýst síðar. Ástkær bróðir okkar og vinur,   Bjarni Þór Friðþjófsson, Hringbraut 57 Keflavík,  lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 27. september sl. Hann verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 8. október nk. kl. 13:00. Systkini og vinir. RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Föstudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fatnaður, skór og gjafavara Rauði krossinn á Suðurnesjum Hreyfum okkur í átt að betri heilsu! Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar fór af stað með stæl og margir viðburðir í boði fyrir okkur bæjarbúa til að hvetja okkur áfram á braut bættrar heilsu og framundan í meistaramánuður- inn svokallaði sem enn frekar hvetur okkur til að tileinka okkur heilsusamlegri lífsvenjur, þannig vel við hæfi að gefa ykkur nokkrar punkta um hversu hreyfingin er okkur lífsnauðsynleg. Þetta þarf oft vera flókið og eru t.d. röskir göngutúrar besta lyfið sem til er til að vinna bug á og fyrirbyggja sjúkdóma og til að draga úr sjúkdómseinkennum. Það að ganga er eitthvað sem flestir hafa getu til og er mjög aðgengileg hreyfing þannig oft er gott að byrja á ein- hverju sem er einfalt. Svo er hægt að færa sig upp á skaftið og prófa sig áfram með aðrar tegundir af hreyfingu sem hentar hverjum og einum. Lykilatriðið er að hreyfa sig a.m.k. 30-60 mín 3-5x í viku, jafnvel meira ef maður hefur tök á. Drífum okkur af stað í hreyfingu og setjum í forgang að tileinka okkar heilbrigðari venjur þennan mánuðinn og uppskerum í staðinn bættari heilsu og vellíðan. Regluleg hreyfing... • Eykur úthald og orku • Lækkar blóðþrýsting • Lækkar blóðfitu/kólesteról/blóðsykur • Eykur starfssemi hjarta-og æðakerfis • Eykur súrefnis-og næringarupptöku • Dregur úr bólgum og styrkir stoðkerfið • Eykur efnaskipti og stuðlar að þyngdarlosun • Eykur mótstöðu okkar gegn streitu og álagi • Bætir skap og eykur sjálfsöryggi Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is - www.instagram.com/asdisgrasa - www.pinterest.om/grasalaeknir HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR -mannlíf pósturu vf@vf.is Kvenfélag Keflavíkur lýkur upp dyrunum Sendiherra Frakklands á Íslandi, Marc Bo-uteiller, færði sýningunni "Heimskautin heilla" í Þekkingarsetri Suðurnesja kompás að gjöf í gær. Kompásinn er úr skipinu Pourquoi-Pas? sem fórst undan ströndum Íslands þann 16. september 1936. Skipið Pourquoi-Pas? var á leið í leiðangur til Græn- lands er það lenti í fárviðri og fórust 40 skipsverjar en aðeins einn komst lífs af. Leiðangursstjórinn, hinn frægi landkönnuður Jean-Baptiste Charcot var einn þeirra sem fórust með skipinu. Með sýningunni "Heimskautin heilla" er leitast við að endurskapa það magnaða andrúmsloft sem ríkti um borð í rannsóknarskipunum á sínum tíma, en auk þess hefur verið safnað saman margvíslegum fróðleik í máli og myndum um ævi Charcots og störf. Franska sendiráðið og afkomendur Jean-Baptiste Charcot hafa fært sýningunni margar og merkar gjafir. Kompásinn sem afhentur var í gær er merkileg viðbót við sýninguna. Kompásinn kemur úr einka- safni Anna-Marie Vallin-Charcot, barnabarns land- könnuðarins fræga Charcot. Sýningunni „Heimskautin heilla“ færð gjöf Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar, Marc Bo- uteiller sendiherra og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri. Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.