Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 2. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 -aðsent pósturu vf@vf.is Öll stöndum við einhvern tímann á tíma- mótum. Ég stend þessa dagana á e i n u m s t æ r s tu tímamótum ævi minnar hingað t i l . A f h e i l s u - farsástæðum þarf ég að láta af störfum fyrr en ég hefði viljað. Ég vel að taka því með æðruleysi og sætta mig við aðstæður. Ég geri mér grein fyrir að starf fé- lagsmálastjóra krefst 100% fram- lags ef ekki 200% og ég vil ekki sitja í því, á kostnað sjálfrar mín, samstarfsmanna og þjónustu við ykkur kæru íbúar. Það hafa verið forréttindi að vinna fyrir ykkur fólkið í samfélaginu okkar, sem hafið á einum eða öðrum tíma þurft að leita eftir fé- lagslegri þjónustu. Starfsaldur minn hjá Reykjanesbæ er jafn- langur og sveitarfélagið er gamalt. Það er því óhætt að fullyrða að starfið hafi mótað mig og ég það. Ég hef hitt marga á þessum árum og ávallt verið annt um að sýna hverjum manni virðingu og mæta fólki þar sem það er statt hverju sinni. Mest hef ég haft gaman af því að kynnast „furðufuglunum“ sem þora að vera þeir sjálfir og gefa lífinu lit. Ég vona að ég geti flokkast undir þann hóp, ég vil vera „furðu- fugl“. Ég hef verið afar lánsöm með sam- starfsfólk og fullyrði að til Fjöl- skyldu- og félagsþjónustu Reykja- nesbæjar hefur ávallt valist úrvals starfsfólk, meðvitað um að við erum hér fyrir fólkið. Reykja- nesbær er góður vinnustaður þar sem allir vilja samfélaginu sínu það besta undir stjórn þess bæjar- stjóra sem stýrir skútunni hverju sinni. Félagsleg þjónusta er oft litin öðrum augum en önnur þjónusta við íbúa. Hún er engu að síður einn mikilvægasti þjónustuþáttur í hverju samfélagi og hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Engin veit hvenær eða hvort hann þarfn- ist einhverrar þeirrar þjónustu sem þar er að finna, en þegar og ef, á það að vera fólki jafn eðlilegt og sjálfsagt og að skrá barnið sitt í skóla, fá teikningar af húsinu sínu, sækja sér bók í bókasafnið og svo framvegis. Með trega kveð ég góðan vinnustað sem hefur verið stærsti partur lífs míns undanfarna áratugi, en ég hef valið að sætta mig við hlutskipti mitt. Ég vil þakka ykkur öllum, sem ég hef haft samskipti við á liðnum árum, fyrir ykkar þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er. Ég er bara nokkuð sátt við þá mann- eskju og hyggst rækta hana enn frekar nú þegar nýjir tímar taka við. Hver veit nema þið rekist á mig við ólíklegustu aðstæður. Ég hef nefni- lega áttað mig á því að köllun mín í lífinu er „þjónusta“ og ég mun halda áfram á þeirri braut, þegar ég hef komið jafnvægi á heilsuna mína, þó það verði ekki sem laun- þegi. Til „þjónustu“ reiðubúin Hjördís Árnadóttir Teng l a hópur FAAS mun hefja haust og vetrarstarfið á Suðurnesjum með fyrsta fund- inum í Selinu Vallarbraut 4 (Njarðvík) Reykjanesbæ, nk. þriðjudaginn 7. október kl. 16.30 Tenglahópur FAAS hér á Suður- nesjum er að hefja sitt þriðja starfsár með fræðslufundi ásamt gagnlegum upplýsingum fyrir alla áhugasama um heilabilun og nefnum við fundina „Kaffihúsa- spjall og pönnukökur“. Fræðsla þessi hefur að okkar mati tekist með miklum ágætum og er hópur- inn fullur bjartsýni um að halda áfram með slíkt fyrirkomulag á komandi vetri. Hópurinn áætlar 2- 3 fræðslufundi yfir veturinn sem hver um sig verða auglýstir hverju sinni en allir verða þeir haldnir á sama stað og sama tíma dagsins og fyrsti fundurinn. Tenglahópur FAAS á Suðurnesjum telur að mikla þörf fyrir almenna fræðslu um málefni Alzheimers- sjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma og það hafi sannast með mætingu á fyrri fundi. Hópurinn telur ljóst að allir/flestir vilji búa heima svo lengi sem unnt er, en til þess þarf oftast aðstoð fjölskyldu og/eða heilbrigðiskerfisins. Tenglahópurinn biður alla áhuga- sama að fylgjast með auglýsingum frá okkur og hvetur til góðrar mætingar þannig að möguleikar til fræðslu skapist áfram á heima- slóðum. Hópurinn er einnig með í gangi net-póstlista þar sem minnt er á fundina og erum nú þegar með talsverðan hóp sem fær sendan net- póst um þessa fundi. Ef fólk óskar eftir að bætast á listann og/eða vill koma ábendingum á framfæri, með það sem tilheyrir fræðslu um heilabilun, þá vinsamlega látið vita, sjá netföng hér neðar. Kaffihúsafundirnir hafa hingað til verið án aðgangseyris en kostnaður fylgir öllu og eru frjáls framlög vel þegin á fundunum svo hafa megi upp í kostnað s.s. auglýsingar, kaffimeðlæti og fl. Við þökkum þeim sem veitt hafa FAAS félaginu stuðning fram að þessu en betur má ef duga skal. Kær kveðja, FAAS tengiliðir á Suðurnesjum Aðalheiður Valgeirsdóttir, net- póstur avalgeirsdttir@gmail.com Ingibjörg Magnúsdóttir, netpóstur ingamagnusdottir@hotmail.com Helen Antonsdóttir, net- póstur ranarvellir@simnet.is Eygló Antonsdóttir, net- póstur eyglo@sandgerdi.is Margrét Söring Jónsdóttir, net- póstur maggaj@me.com Sigríður Þórólfsdóttir, net- póstur sigga2424@talnet.is ■■ Hjördís Árnadóttir skrifar: Takk fyrir mig ■■ FAAS, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzhei- merssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma Kaffihúsaspjall og pönnukökur Fj ö l b r a u t a -skóli Suður- nesja er þátttak- andi í verkefninu H e i l s u e f l a n d i f r am ha l dsskól i á s a m t f l e s t u m framhaldsskólum landsins. Heilsu- eflandi framhaldsskóli byggir á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónar- horni með það að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu, nemenda og starfsfólks. Verk- efnið veitir aukin tækifæri til að efla tengslin við nærsamfélagið og auka þannig stuðning og tæki- færi nemenda og starfsfólks til að tileinka sér jákvæðan og heil- brigðan lífsstíl. Fjölmargar rannsóknir styðja við þessa nálgun enda sýna þær að heilsueflandi umhverfi bætir líðan nemenda, stuðlar að bættum námsárangri og dregur úr brott- falli. Nánari upplýsingar um verk- efnið er að finna á heimasíðu Landlæknisembættisins. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er með heilsu- og manneldisstefnu og er meginmarkmiðið að nemendur og starfsmenn hafi aðgang að fjöl- breyttu og hollu fæði í mötuneyti skólans. Samkvæmt manneldis- markmiðum, og til að stuðla að heilbrigði, er yfirlýst stefna skólans að gosdrykkir og sælgæti eru ekki og verða ekki til sölu í skólanum. Nú þegar nýtt skólaár er hafið og nýir nemendur að hefja sína fram- haldsskólagöngu í FS langar mig fyrir hönd foreldrafélagsins að minna foreldra á hafragrautinn og lýsið sem hefur verið í boði mötu- neyti skólans frá árinu 2006. Hafragrautur og lýsi er nemendum að kostnaðarlausu frá kl. 7:45 til kl. 9:00 en svo geta þau keypt sér heitan mat í hádeginu ásamt fjöl- breyttu úrvali af hollum réttum. Hafragrautur er frábær leið til að koma hollustu ofan unglingana á morgnana. Nemendur geta komið og fengið sér graut sem er holl og góð næring en jafnframt notið fé- lagsskapar vinanna til að koma sér í gang fyrir daginn. Góð aðsókn hefur verið í grautinn holla og fer hún vaxandi. Ég vil benda á síðu Fjölbrautaskól- ans HYPERLINK "http://www.fss. is/". Undir „þjónusta“ eða „skólinn“ er hægt að finna allt um heilsu- og manneldisstefnu skólans, matseðil og annað fræðandi og skemmti- legt efni. Fjölbrautaskóli Suðurnesja og For- eldrafélag Fjölbrautaskóla Suður- nesja eru með facebooksíður þar sem við reynum að vera með upp- lýsingar fyrir nemendur og foreldra um væntanlega viðburði og annað fróðlegt efni. Stefnum að hollari og frískari fram- tíð í FS. María Líndal formaður Foreldrafélags FS Leggðu teina Sumir líkja barninu við járnbrautar- lest, sem allir vita að fer betur að renna á teinum en án teina. Ef lestin fer af teinunum endar sú ferð ekki vel. Mikilvægt er að ræða heimanámið við barnið fyrirfram í skólabyrjun eða á fyrstu vikum skólastarfs og hvaða vænt- ingar þú og skólinn hafið um það. Ræddu nákvæmlega fyrirkomulag heimanámsins við barnið. Hve- nær það byrjar, hvar og hvenær því lýkur, hve löngum tíma skal varið, væntingar um hegðun og hvaða umbun barnið geti átt von á gangi heimavinnan vel, veljir þú að nota umbun. Kennari og foreldrar eru hér saman í liði og mikilvægt er að kennarinn styðji við heimilið með því að hafa væntingar til nemand- ans skýrar og koma þeim á fram- færi við nemandann. Alltaf á sama tíma Best fer á því að hefja heimanám eins fljótt og hægt er eftir að barnið kemur heim. Eiginlega öll börn fyllast notalegri öryggiskennd við að finna að gott skipulag er á heim- ilinu. Ef heimanámið er yfirleitt á sama tíma minnkar það einnig lík- urnar á því að barnið geri ágreining um heimanámið. Þegar líður fram á daginn er barnið orðið þreytt og það eykur líkurnar á að heima- námið gangi ekki vel. Að hafa heimanámið á sama eða svipuðum tíma minnkar einnig líkurnar á því að þú stelist til að fresta því að að- stoða barnið fram á kvöld, þegar það er orðið örþreytt og þú líka. Njóttu samverunnar við barnið Skelltu þér í foreldragírinn og ein- beittu þér að því að reyna að gera heimavinnu samveruna notalega með barninu. Jákvæðni er gott veganesti. Flestum börnum finnst gott að spjalla við foreldra og fá sér eitthvað í gogginn áður en byrjað er. Það er erfitt að vinna á fastandi maga. Það þekkjum við fullorðna fólkið líka. Áður en byrjað er er gott að taka vel á móti barninu, spyrja frétta. „Hvernig var í skól- anum?“ og fleiri spurningar í þeim dúr eiga hér vel við áður en hafist er handa. Það leggur grunn að því að gera heimavinnuna að ánægju- legu verki. Taktu heimanámið eins og góða æfingu Gott er að hita sig upp á því sem létt er, taka stutt hlé og byrja svo að glíma við það sem þyngra er. Gott er að geta lokið heimanáminu á verkefni sem barnið eða ungl- ingurinn ræður vel við. Líkt og með góða góða æfingu má alls ekki ofgera barninu, þá gerir æfingin bara illt verra. Ef barnið er að jafn- aði að nota meiri tíma en ráðlagt er til heimanáms samkvæmt tíu mínútna reglunni þarft þú að ræða það sem fyrst við umsjónarkennara barnsins og aðlaga heimanámið að getu þess. Alltaf á sama stað Misjafnt er eftir heimilum hvar lært er, eldhúsborðið er algengur staður. Mundu að barninu þínu líður vel í hæfilega skipulögðu umhverfi. Þú sem foreldri þarft að ákveða hvað hentar þínu heimili. Hér gildir reglan um skipulagið. Gott skipu- lag minnkar líkurnar á því að upp komi erfiðleikar og barnið mót- mæli. Það sagt, þá er það hluti af eðlilegum þroska að athuga hversu langt maður kemst. Þess vegna skaltu ekki kippa þér upp við það þótt barnið reyni aðeins á mörkin. Ekki spara hrós og hvatningu! Börnum þykir gott að finna að við tökum eftir því þegar þau leggja sig fram, vertu þess vegna óspar á hrósið. Eitt öflugasta hjálpar- tæki þitt í heimanáminu er Ömm- ureglan. Ömmureglan virkar sérstaklega vel í heimanámi. Ömmureglan er afar einföld: Það skemmtilega kemur á eftir verkinu. "Þú mátt fara í tölvuna þegar þú ert búin að læra heima.“ „Þú getur heimsótt vinkonu þína þegar þú ert búin að lesa" og svo framvegis. Mundu bara að ömmureglunni má alls ekki snúa við til dæmis með því að barnið fái að vera í tölvunni allan daginn gegn loforði um að læra seinna, það virkar sjaldan vel. Til eru öflugar leiðir til að auðvelda þér heimavinnuna og í næstu grein ætla ég að ræða aðeins um umbun og notkun umbunarkerfa. Gangi þér vel Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar. ■■ María Líndal formaður Foreldrafélags FS skrifar: Heilsan og hafragrauturinn í FS ■■ Gylfi Jón Gylfason skrifar: Ertu með grundvallaratriðin í ár- angursríku heimanámi á hreinu?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.