Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 02.10.2014, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. október 2014 19 Aron Freyr Róbertsson er einn þeirra fimm Suðurnesja- manna sem eru á leið til Króatíu. Aron er uppalinn Víðismaður sem gekk til liðs við Keflavík í 4. flokki. Hann lék svo sem lánsmaður með Njarðvíkingum í sumar þar sem hann lék 19 leiki og skoraði 3 mörk, ásamt því að leika með 2. flokki Keflavíkur/Njarðvíkur. Í fyrra lék hann sem lánsmaður hjá Víði í 3. deild og stóð sig vel. Aron er framherji að upplagi en kann einnig vel við sig á kantinum. Þar lék hann bróðurpart sumars með meistaraflokki Njarðvíkur. Hann segir reynsluna í sumar hafa mikið að gera með það að hann hafi náð að vinna sér sæti í U19 liði Íslands. Ferðin til Króatíu verður fyrsta ferð hans með yngri landsliðum Ís- lands en áður hafði Aron einungis komist í æfingahóp. „Nú er bara að nýta tækifærið. Þetta verður frábær reynsla og ferðin verður örugglega mjög eftirminnileg,“ segir Aron um fyrirhugaða ferð. Faðir Arons, Róbert Sigurðsson, var öflugur í fótboltanum fyrir nokkrum árum en hann lék með Reynismönnum, Keflvíkingum og Grindvíkingum á sínum ferli. Ró- bert er uppalinn Sandgerðingur en Aron segist ekki bera miklar taugar til Sandgerðinga enda alinn upp hjá Víði en rígur hefur jafnan verið á milli liðanna. „Það eru ekki einu sinni smá tilfinningar þarna,“ segir Aron léttur í bragði. „Ég held að pabbi sé jafnvel orðinn smá Víði- smaður í hjarta enda fylgt mér þar og búið í Garðinum lengi,“ bætir hann við. Saman hafa þeir feðgar þá leikið með öllum Suðurnesja- liðunum utan Þróttar í Vogum. „Við feðgarnir erum með Suður- nesin í vasanum,“ segir Aron og hlær. Hann er hárprúður með ein- dæmum en hann segir í léttu gríni að hárið gefi sér aukinn kraft. Þó svo hann líti út fyrir að vera rokk- ari þá segir hann það vera langt í frá. Nanna Bryndís, söngkona úr OMAM, er systir Arons en hann segir að hún hafi ekki ennþá náð að smita sig af rokkinu. „Mér líkar vel við tónlistina hennar og finnst hún mjög grípandi,“ segir Aron sem hlustar þó aðallega á hip-hop tónlist. Guðmundur Steinarsson þjálfari Njarðvíkinga hringdi í Aron á mánudagsmorgun og tilkynnti honum um valið í landsliðið. Aron segir að hann hafi verið svakalega ánægður við tíðindin. Hann hafði staðið sig vel á æfingum með lands- liðinu og alveg eins átt von á því að komast í hópinn. Aron er samn- ingsbundinn Keflvíkingum og stefnir á að vinna sér sæti í liðinu á næstunni og leika í Pepsi-deildinni. Hann segist þó geta hugsað sér að spila áfram með Njarðvík en setur markið hátt og dreymir um að komast alla leið í hinn stóra heim atvinnumennskunar. Er kláralega betri en pabbi gamli Garðbúinn sem leikur með Keflavík og Njarðvík er spenntur fyrir Króatíu Ráðgjafi frá Clinique verður í Lyfju Reykjanesbæ föstudaginn 3. október. dagar í Lyfju Reykjanesbæ 2. - 8. október Ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 6.900 kr. eða meira er þetta kaupaukinn þinn* Kaupaukinn inniheldur: • Liquid Facial Soap Mild 30 ml • High Impact Mascara 3,5 ml • Moisture Surge Intense 7 ml • High Impact Lip Colour 3,6 • All About Eyes Serum 5 ml *meðan birgðir endast NÝTT Smart serum Skilur ástand húðarinnar. Getur sjáanlega breytt ójöfnum húðlit, línum og hrukkum eða stinnleika húðarinnar. 20% afsláttur 2. - 6. október Lið í enska? Er með hreint liverpool hjarta. Eftirlætis leikmaður? Zlatan alltaf í uppáhaldi. Hver er efnilegasti leik- maður Suðurnesja í fót- bolta karla og kvenna? Elías már og Una í Keflavík og Helga Guðrún í Grindavík deila þessu á milli sín. Hvað borðar þú fyrir leik? Ristabrauð með sultu og osti er þetta vanalega. Hvor er betri, þú eða pabbi gamli? Ég klárlega! Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Atvinnumenskan er draumur- inn. Erfiðasti andstæðingurinn? Gauti Gautason í KA tók mig og rúllaði mér upp í bikarnum fyrr í sumar, þannig hann er klárlega erfiðasti andstæðingurinn. Furðulegasti samherji sem þú hefur haft? Einar Kjartansson í Keflavík, hann er alltaf pirraður.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.