Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2014, Page 1

Víkurfréttir - 09.10.2014, Page 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 9. OKTÓBER 2014 • 39. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Hringbraut 99 - 577 1150 ILMANDI OKTÓBER 15% afsláttur af völdum dömu og herra ilmum. Gildir frá 4. - 19. október. Stórir draumar hjá Krabba- meinsfélagi Suðurnesja bls. 12 „Ef ég er að styrkja íþróttalífið í Grinda- vík og bæjarapparatið ætlar að setja fyrir okkur fótinn, þá er ekki hægt að styrkja íþróttastarfið. Það er bara verið að benda á að ef fyrirtækið lokar þá getur það ekki styrkt íþróttastarfið,“ segir Hermann T. Ólafsson, eigandi Stakkavíkur, eins stærsta fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækis í Grindavík en hann sendi í vor hótun í tölvupósti til bæjarfulltrúa Grinda- víkur og forráðamanna Ungmennafélags Grindavíkur þess efnis að fái hann ekki starfsleyfi til fjögurra ára fyrir fyrir- tækið Þurrkaðar fiskafurðir, sem hann á helmingshlut í, þá myndi fyrirtæki hans (Stakkavík) hætta stuðningi við íþrótta- starf í bæjarfélaginu. Hermann og fyrir- tæki hans hafa verið einn stærsti stuðn- ingsaðili íþrótta í Grindavík um árabil. Vandræðgangur var með afgreiðslu máls- ins í Bæjarstjórn Grindavíkur fyrir kosn- ingarnar í vor og ekki samstaða um málið á þeim bæ. Svo fór að lokum að fulltrúi Grindavíkurlistans (G-listans) keyrði í gegn samþykkt á fundi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja um að Þurrkaðar fiskafurðir fengju starfsleyfið til fjögurra ára, þrátt fyrir hávær mótmæli og þvert á vilja Heilbrigðis- eftirlits Suðurnesja. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjar- stjórnar og fulltrúi G-lista, segir að ekki hafi verið samstaða um málið í bæjarstjórn- inni. „Við fórum hins vegar og kynntum okkur málið mjög vel áður en tekin var ákvörðun um þetta í heilbrigðisnefndinni. Við kynntum okkur hvernig búnaðurinn virkaði, heimsóttum fyrirtækið og ræddum við sérfræðinga hjá Matís. Við vissum líka að það að vera með ársleyfi setur fyrirtæki í erfiða stöðu þegar þau eru að fjárfesta og byggja upp.“ „Bærinn hefur hagsmuni af því að fyrirtæki styðji við íþróttastarf í bænum, þá á bærinn að styðja vel við bakið á okkur líka, en ekki brjóta okkur niður,“ segir Hermann og líkir málinu við hryðjuverk. „Svona starfsemi á ekki heima inni í þétt- býli. Það eru tvær fiskþurrkanir í Garðinum og þar eru eilífar kvartanir og vandamál í kringum þetta. Fólk einfaldlega kærir sig ekki um þessa lykt inni hjá sér. Við viljum að þessi fyrirtæki færi sig fjarri manna- byggð. Úti á Reykjanesi er kjörinn staður fyrir svona fyrirtæki,“ sagði Magnús Guð- jónsson hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Ítarleg umfjöllun um þetta hitamál á bls 10 og 11. Hitamál út af fiskifýlu í Grindavík -Eigandi eins stærsta fiskvinnslufyrirtækisins hótaði að hætta að styrkja íþróttahreyfinguna ef hann fengi ekki framlengt starfsleyfi. Fékk leyfið framlengt til fjögurra ára þrátt fyrir mótmæli Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Vandræðagangur í bæjarstjórn Grindavíkur út af málinu. Yfir 200 ný störf á hverju ári Keflavíkurflugvöllur mun stækka ört ánæsta áratug. Árið 2023, eftir níu ár, verður fjöldi farþega sem fer um Flugstöð Leifs Eiríkssonar kominn yfir sjö milljónir. Störfum í tengslum við flugvöllinn mun fjölga hratt á næstu árum en þumalputtareglan er að til verði 900 ný störf fyrir hverja milljón farþega sem fjölgar um. Sam- kvæmt áætlunum Isavia mun störfum fjölga jafnt og þétt eða um yfir 200 ár ári. Þannig mætti segja að ígildi álvers verði til í tengslum við flugið á Keflavíkurflugvelli á tveggja ára fresti næsta áratuginn. Nánar um vöxtinn á Keflavíkurflugvelli í viðtali VF við Þröst V. Söring, framkvæmda- stjóra flugvallarsviðs Keflavíkurflugvallar í þessu tölublaði. bls. 6 Þekkt vörumerki ekki nóg Milljarða framkvæmd sem skapar 30 störf Örþörungaverksmiðja líftæknifyrirtæk-isns Algalífs hefur tekið til starfa á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðeins átta mánuðum eftir undirritun fjárfestingasamnings. Þessi tveggja milljarða króna græna fjárfesting skapar þrjá- tíu ný störf á Suðurnesjum í fullkomnustu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Á myndinni hér til hliðar opnar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verksmiðjuna formlega með því að klippa á grænan borða. Nánar má lesa um verkefnið á síðu 2 í Víkurfréttum í dag. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.