Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 Sunnudaginn 12. október kl. 15 leiðir Kristín Rúnarsdóttir gesti um sýningu sína Leikfléttur, í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum. Heitt á könnunni og allir velkomnir. Sérkennari óskast á yngsta- og miðstigi. Umsóknarfrestur er til 31. október Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar þar sem einnig er að finna hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. www.reykjanesbaer.is/stjórn- kerfi/laus-storf Upplýsingar gefur Anna Sigríður Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 4203050 / 6945689 eða Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 4203050 / 6957616 LISTASAFN REYKJANESBÆJAR LEIÐSÖGN HÁALEITISSKÓLI ATVINNA Djass-snillingarnir Maarten Ornstein, klarínettu- og saxófónleikari og Sunna Gunnlaugsdóttir, píanóleikari, halda stutta tónleika í Bergi, Hljómahöll í dag fimmtudaginn 9. október kl. 19.30. Tónleikarnir eru í framhaldi af námskeiði sem Maarten hélt fyrir nemendur skólans. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Skólastjóri TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR DJASS-TÓNLEIKAR Í BERGI Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í Heilsu- og forvarnarvikunni 2014. Á næsta ári fer vikan fram á tímabilinu 28. september til 4. október. Allar ábendingar eru vel þegnar. Vinsamlega sendið þær á netfangið heilsuvika@reykjanesbaer.is HEILSU- OG FORVARNARVIKAN Baldur, Grétar og Guðrún mæta liði Reykjavíkur í Útsvari á morgun. Áfram Reykjanesbær! ÚTSVAR -fréttir pósturu vf@vf.is Örþörungaverksmiðja líf-tæknifyrirtækisns Algalífs hefur tekið til starfa á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðeins átta mán- uðum eftir undirritun fjárfest- ingasamnings við iðnaðar- og v i ðsk iptar áðune y ti ð. Þessi tveggja milljarða króna græna fjárfesting skapar þrjátíu ný störf á Suðurnesjum í fullkomnustu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, opnaði í gær formlega fyrsta áfanga ör- þörungaverksmiðju Algalífs. Fyrsti áfangi hefur gengið vonum framar en áætlaður kostnaður við upp- byggingu örþörungaverksmiðj- unnar er um tveir milljarða króna eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala. Verksmiðjan verur fullkláruð um mitt ár 2015. Nú starfa tæplega tuttugu manns hjá fyrirtækinu, en verða um 30 þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang. Alga- líf Iceland ehf. var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Í versksmiðjunni verða ræktaðir örþörungar sem nefnast Haemato- coccus Pluvialis, en úr þeim er unnið virka efnið Astaxanthin. Það er sterkt andoxunarefni sem notað er í fæðubótarefni og víta- mínblöndur, auk þess að vera neytt í hylkjaformi. Mikill og vaxandi markaður er fyrir efnið og heims- framleiðslan núna annar hvergi nærri eftirspurn. Í samtali við Víkurfréttir sagði Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalíf, að nú sé framleiðslugeta verksmiðjunnar 300 kíló af Astaxanthin á ári. Þegar verksmiðjan verður fullbyggð verður framleiðslugetan eitt tonn af efninu á ári. Fullum afköstum verður náð árið 2016. Skilyrði eru sérstaklega hagstæð hér á landi til grænnar hátækni- framleiðslu af þessu tagi. Nálægð við alþjóðaflugvöll, hreint vatn, örugg afhending orku og hæft starfsfólk eru meðal þeirra þátta sem réðu staðarvalinu. Framleiðslan er einstaklega um- hverfisvæn og er verksmiðjan sú fullkomnasta sinnar gerðar í heim- inum. Þörungarnir eru ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni er stýrt nákvæm- lega. Algalíf nýtir nú 1.500 fermetra húsnæði sem þegar er til á Ásbrú. Gengið hefur verið frá samningum um að byggja við það um 6.000 fermetra. Gengið hefur verið frá öllum samningum við KADECO, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. Samtals verða verksmiðja og rannsóknarstofur í 7.500 fermetra húsnæði þegar uppbyggingunni verður lokið. Fullbyggð verksmiðja Algalífs mun nota 5 megavött af raforku til fram- leiðslunnar samkvæmt samningi við HS orku um raforkukaup til 25 ára. ■■ Örþörungaverksmiðja líftæknifyrirtækisns Algalífs tekin til starfa: Framleiða fæðubót sem skortur er á í heiminum - Samið við KADECO um að stækka verksmiðjuna um 6000 fermetra Skarphéðinn Orri Björnsson framkvæmdastjóri Algalíf með fæðubótarefni sem framleidd eru á Ásbrú. Kjartan Már virðir fyrir sér fæðubótarefnin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.