Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 Peningastefnunefnd Seðla-banka Íslands fundaði á Suðurnesjum sl. föstudag. Þetta er fyrsti fundur nefndarinnar utan Seðlabankans, en nefndin hóf fyrst störf árið 2009. Nefndin hélt fund á Northern Light Inn fyrir hádegi sl. föstudag en eftir hádegið var rætt við fulltrúa Reykjanesbæjar og Grindavíkur, farið í skoðunarferðir um bæina og fyrirtæki og stofnanir heimsóttar. Tilgangur þess að peningastefnu- nefnd er að funda með þessu móti er meðal annars að kynna sér sjónarmið heimafólks bæði í at- vinnulífi og opinberri starfsemi, en upplýsingar af þessu tagi nýt- ast peningastefnunefndinni við ákvörðunartöku. Peningastefnunefnd Seðlabankans til Suðurnesja Meðfylgjandi mynd var tekin þegar nefndin heimsótti höfuðstöðvar Reykjanesbæjar. Á myndinni er Seðalabankafólkið ásamt Hirti Zakarías- syni, staðgengli bæjarstjóra Reykjanesbæjar. VF-mynd: Hilmar Bragi Allt hreint hlaut nýlega Svan-inn sem er opinbert um- hverfismerki Norðurlandanna. Allt hreint er annað fyrirtækið á Suðurnesjum sem er Svansvottað en Umhverfisstofnun hefur um- sjón með útgáfu Svansmerkisins. Fram kom þegar Allt hreint tók við vottuninni að miklar kröfur eru gerðar til þeirra fyrirtækja sem hljóta Svansmerkið. Hins vegar sé einnig til mikils að vinna fyrir þau fyrirtæki sem hljóta vottunina. Svanurinn er opinbert umhverfis- merki Norðurlandanna sem bygg- ist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun sam- félagsins svo að komandi kynslóðir hafi jafna möguleika og við til að mæta þörfum sínum. Allt hreint þjónustar fjölda fyrir- tækja og stofnana í Reykjanesbæ sem og á höfuðborgarsvæðinu og hjá því starfa um þrjátíu manns. Fyrirtækið býður bæði einstakling- um og fyrirtækjum upp á ræstingar, hreingerningar, gluggahreinsun, rimlagardínuhreinsun, teppa- hreinsun, steinteppahreinsun, bónhreinsun, bónun gólfa og dúka ásamt því að sjá um þrif á flísum og þrif á loftræstikerfum. Allt hreint hefur á bak við sig ræstingarfólk sem hefur áratuga reynslu af ræstingum en lögð er sérstök áhersla á persónuleg sam- skipti við verkkaupa. Einnig er veitt öll sú aðstoð sem þörf er á hvað varðar ráðgjöf og fleira. -fréttir pósturu vf@vf.is Allt hreint fær Svansvottun Fengu risaþorsk á Austfjarðamiðum Áhöfnin á Ágústi GK 95 fékk heldur betur vænan þorsk á lín- una á Austfjarðamiðum þann 3. október. Þorskurinn á myndinni var 165 sm langur en þyngdin á honum er eitt- hvað óljós en þorskurinn var talinn vera 45-50 kílóa þungur. „Aflinn þennan dag var mjög góður og kaldas- kítur á miðunum,“ segir í fréttaskeyti frá áhöfninni til Víkurfrétta. Ágúst GK landar á Djúpavogi um þessar mundir. Eigendur Allt hreint, þau Halldór Guðmundsson, Hilmar R. Sölvason og Inga Rut Ingvarsdóttir ásamt hluta starfsfólksins. VF-mynd: Hilmar Bragi Smart Watch Nú erum við að tala saman ! Heildsalan - Ludviksson ehf - Ledljós Njarðarbraut 3i - Innri Njarðvík - S: 8678911 Þetta er jólagjöfin í ár. Margmiðlunarúr með öllu. Verðin okkar eru frá 16.560 .- Breytingar hjá lögfræðisviði lögreglustjórans á Suðunesjum XuAlda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglustjór- anum á Suðurnesjum, hefur verið sett sem varalögreglustjóri hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu í eitt ár frá 1. október s.l. Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, yfirmaður lögfræðisviðs, tekur við af Öldu. Einnig er Óli Ásgeir Hermannsson fulltrúi í ársleyfi en hann fór til starfa sem lögfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands. Tveir nýir starfsmenn hjá sviðinu eru Súsanna Fróðadóttir, sem hóf störf um síðastliðin mánaðamót og Guðmundur Þórir Steinþórsson, sem hefur störf um þau næstu. Grindvíkingar vilja taka yfir hjúkrun í Grindavík: Ekki tímabært að taka þátt í stofnun Öldungaráðs XuÓskað var eftir því að félagsmálanefnd Grindavíkur að hún til- nefndi tvo fulltrúa í undirbúningshóp um stofnun Öldungaráðs á Suðurnesjum. Félagsmálanefnd Grindavíkur hefur bókað að í ljósi þess að stefna Grindavíkurbæjar er að taka yfir rekstur hjúkrunarheimilisins í Víðihlíð og heimahjúkrun, telur félagsmálanefnd rétt að Grindavíkurbær einbeiti sér að því að koma á fót Öldungaráði í Grindavík sem geti verið bæjar- stjórn til samráðs um það verkefni. Félagsmálanefnd telur eftir sem áður mikilvægt að halda góðu samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um uppbyggingu þjónustu við eldri borgara á Suðurnesjum, en telur ekki tímabært að taka þátt í stofnun Öldungaráðs á Suðurnesjum að svo stöddu. Bæjarráð Grindavíkur tekur undir tillögu félagsmálanefndar um að ekki sé tímabært að taka þátt í stofnun Öldungaráðs á Suðurnesjum. Eysteinn Örn Garðarsson, 1. vélstjóri, með þorskinn væna. Eigendurnir með Svansvottunina

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.