Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2014, Page 6

Víkurfréttir - 09.10.2014, Page 6
fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is -viðtal pósturu olgabjort@vf.is „Við höfum fylgt ferlinu í forval- inu af erlendri fyrirmynd frá a-ö. Höfum m.a. fengið viðkvæmar trúnaðarupplýsingar frá umsækj- endum og í einhverjum tilfellum gleymdist kannski að svara eða var ekki svarað einhverju sem við óskuðum eftir og þá gátum við ekki gefið viðkomandi hátt fyrir einhverja þætti á skorblaðinu. Það var allur gangur á því en samt skýrt hvers óskað var eftir. Það er ekki nóg að skrifa: Það þekkja allir þetta vörumerki. Þetta er stór hluti af því hvers vegna sumir eru ósáttir við sína niður- stöðu,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eíríkssonar. Töluverð um- ræða hefur verið um forval vegna útleigu á verslunar- og veitingar- rými í flugstöðinni á Keflavíkur- flugvelli. Hlynur ræddi málin við blaðamann Víkurfrétta. Forval en ekki útboð Einhverjar vangaveltur hafi verið um hvort um hafi verið að ræða útboð eða forval. „Ákvörðun um að veita rými undir verslunar- rekstur eða veitingarekstur með útboði getur leitt af sér of há og óraunhæfa tilboð. Þá hefðum við kannski fjárfest í rekstraraðila sem hefði kannski ekki getað sína veltu- tengdu leigu af sölunni. Þannig er forvalsleiðin betri. Í íslenskum lögum segir að útboð gildi ekki um útleigu rýma. Í forvali erum við að ákveða hverjir fá leigu á rými. Þetta hefur því aldrei verið útboð og því hafa ekki gilt útboðsreglur. Við erum bundin þeim trúnaði að veita ekki upplýsingar sem lagðar voru inn til grundvallar né hvað við gáfum í skor. Gagnsæið gekk út á það að allir sátu við sama borð og áttu að skila inn sömu gögnum, sem ítarlega var gert grein fyrr í forvalsgögnum“ segir Hlynur. Fríhöfnin eina fyrirtækið utan forvals Tvö fyrirtæki af Suðurnesjum hafa verið í veitingarekstri í flugstöðinni og Hlynur er spurður hvort ekki hefði átt að kappkosta að hafa þau inni áfram. „Við töldum ekki færan- lega leið að velja einhverja aðila sér- staklega af þeim sem hér hafa verið með rekstur vegna þess að þeir eru af svæðinu. Meginmarkmiðið var að hámarka heildartekjurnar og að verslanir gætu líka hámarkað sínar tekjur í endurhönnuðu um- hverfi. Eina fyrirtækið sem fór ekki í forval var dótturfélagið Fríhöfnin, sem selur áfengi, sælgæti, tóbak og snyrtivörur,“ segir Hlynur og bætir við að hlutverk flugstöðvarinnar sé að leggja áherslu á íslenskt. „Við viljum þó leggja mesta áherslu á að vöruúrvalið verði þannig að það henti gestum okkar sem best. Í dag er hlutfall erlendra gesta 70% og það eykst að öllum líkindum á næstu árum. Þeir vilja bæði sjá erlent og íslenskt vöruúrval. Við erum að vonast til að blanda að vörum, veitingum ásamt áherslum í þemahönnun skili sér í jákvæðri upplifun.“ Reynsla og þekking starfs- fólks mikilvægar Eins og fram kom í forsíðufrétt Víkurfrétta fyrir viku mun fólk af Suðurnesjum hafa forskot á störf í flugstöðinni. Hlynur segir að nýir rekstraraðilar hafi látið vita af því að þeir vilji hafa það sem fyrsta val. „Starfsfólkið á svæðinu hefur for- skot því það er með passa á svæðið, þekkingu um hvernig er að vinna hérna, hvernig vaktavinnan gengur fyrir sig og mikilvæga reynslu af svæðinu. Við erum alveg fullviss um það að með meiri sölu, veltu, þjónustu, stærri veitingastöðum og verslunum mun á endanum þurfa enn fleira starfsfólk héðan af Suðurnesjum til að vinna þessi störf.“ Auknar gjaldeyristekjur og íslensk hönnun En hvað með hagsmuni almenn- ings, borga erlendu fyrirtækin skatt til íslenska þjóðarbúsins? „Já, þau eru stofnuð sem íslensk fyrirtæki og greiða í sjálfu sér beina og óbeina skatta og gjöld til íslenska ríkisins. Meginhluti af öllum rekstri verður hér á landi. Þeim mun meiri og hraðari uppbygging sem verður á flugstöðinni og rekstri hennar, því fleiri útlendingar koma til landsins og skila þar af leiðandi auknum gjaldeyristekjum inn í landið,“ segir Hlynur. Rekstrareiningarnar á svæðinu í flugstöðinni verða 13 og af þeim eru sex verslanir sem halda áfram og einn veitingastaður. „Íslenskum hönnuðum verða gefin aukin tækifæri í sama mæli og var. Íslensk merki eru orðin allt að 20% af veltunni og þessir aðilar átta sig á að hér er markaður sem er öðruvísi en annars staðar, sérstaklega vegna mikils uppgangs á síðustu árum í hönnun. Veitingar verða einnig að mestu íslenskar og hráefnið líka.“ Ráðgjafinn einnig í valnefndinni Erlendi ráðgjafinn í forvalinu var einnig í valnefndinni, er það eðli- legt? „Já, erlendi aðilinn er algjör- lega óháður. Við lögðum mikið upp úr því að viðkomandi ráðgjafi gerði áætlun um hvað hægt væri að fá út úr svæðinu og að hann myndi vinna með okkur áfram með að stilla upp rekstrarmódelinu þannig að samningar yrðu rétt samsettir, þ.e. að veltugjaldið sem rynni til Isavia yrði eðlilegt. Þess vegna var mikilvægt að við tækjum ekki til- boðum sem voru óraunhæf. Ráð- gjafinn þekkir það,“ segir Hlynur og tekur sérstaklega fram að t.d. sé megintilgangur af rekstri Frí- hafnarinnar að skapa tekjur til móðurfélagsins og þannig stuðla að frekar uppbyggingu Keflavíkur- flugvallar. ■■ Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri FLE, svarar gagnrýni vegna umdeilds forvals: Þekkt vörumerki ekki nóg Líklega þekkjum við öll einhvern sem hefur fengið krabba- mein. Margir hafa sigrast á þessum algenga sjúkdómi og lifað góðu lífi síðan. Í mörgum tilfellum hefur meinið þó því miður haft betur og kærir ástvinir kvatt of fljótt eftir erfiða baráttu. Hvort sem um er að ræða veikindaferli sem endar vel eða illa snertir það ekki einungis sjúklinginn heldur einnig að- standendur hans. „Fjölskyldur verða oft dofnar þegar ein- hver innan þeirra greinist með krabbamein. Einnig er tíma- bilið oft erfiðara fyrir aðstandendur en sjúklinginn,“ segir Helga Steinþórsdóttir hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja, í viðtali í nýjasta tölublaði Víkurfrétta. Krabbameinsfélagið vill vera til staðar fyrir báða hópana því dagarnir eru langir hjá þeim sem greinast og mikil bið. „Við viljum auðvelda þeim biðina,“ segir Helga og nefnir til viðmiðunar starfsemi Ljóssins í Reykjavík. Þangað eru allir velkomnir og geta fengið svör við þeim fjölmörgu spurn- ingum sem eðlilegt er að komi upp í krabbameinsferlinu. Sem aðstandandi krabbameinssjúklings viðurkennir undir- rituð fúslega að vera oft ringluð, áttavillt í öðrum hlut- verkum og eiga suma daga erfitt með að vita hvernig líðanin á að vera. Ég hef fundið að ég þarf á því að halda að geta tjáð mig og er meyrari og grætnari en venjulega. Ég veit samt líka að það er eðlilegt að taka út svona ferli á jafn ólíkan hátt og við erum mörg. Og við megum það. Hjá Ljósinu og Krabbameinsfélaginu er hægt að sækja sér stuðning og fræðslu sem eru svo mikilvæg til að fara sem best með sig og sína. Í viðtalinu mælir Helga einnig með því að fólk leiti sér upp- lýsinga um sjúkdóminn hjá Krabbameinsfélaginu í stað þess að „gúgla“. „Flestir tengja krabbamein við dauða, sem er miklu sjaldnar niðurstaðan, eða að lenda í miklum erfið- leikum.“ Október er bleikur mánuður þar sem lögð er áhersla á ár- vekni og forvarnir í tengslum við krabbamein. Mánuðurinn er í raun einnig tilvalinn til að sækja sér fræðslu um aðferðir til að láta sér líða eins vel og hægt er - hvort sem maður er sjúklingur eða ástvinur hans. Krabbamein sjaldnast dauðadómur -ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.