Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2014, Side 8

Víkurfréttir - 09.10.2014, Side 8
fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 Atvinna N1 óskar eftir að ráða vanan starfsmann á hjólbarða verkstæði sitt í Reykjanesbæ. Um tímabundið starf er að ræða. Hæfniskröfur: • Reynsla og þekking af smur– og hjólbarðaþjónustu • Rík þjónustulund • Öguð vinnubrögð Nánari upplýsingar um starfið veitir Pétur A. Pétursson í síma 440 1372 eða 892 6012. ATVINNA Óskum eftir vönu fiskvinnslufólki í snyrtingu í nýtt frystihús Vísis hf, Miðgarði 3 , Grindavík. Laun samkvæmt kjarasamningum SA og SGS. Frekari upplýsingar gefur Ingólfur Hjaltalín í síma 856 5754, einnig er hægt að send póst á netfangið ingi@visirhf.is Hafa áhyggjur af lögbrotum í tóbakssölu – Yfir fjórðungur sölustaða fer ekki að lögum XXBæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs lýsir áhyggjum sínum yfir niðurstöðum tóbakskönnunar Samsuð 2014 og skorar á versl- anir að fylgja lögum um sölu tóbaks betur eftir, enda lögbrot að selja börnum undir 18 ára aldri tóbak. Könnun á því hvort sölustaðir á Suðurnesjum færu að lögum um sölu á tóbaki til ungmenna var framkvæmd föstudaginn 19. september. Könnunin var á vegum Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, (SamSuð) og fór fram í öllum sveitarfélögunum á svæðinu. Sjö af þeim tuttugu og fimm sölu- stöðum sem voru kannaðir var tóbak selt of ungum unglingum. Það þýðir að um 72% sölustaða á Suðurnesjum seldu ekki tóbak til ungmenna undir 18 ára aldri. Knattspyrnumenn í tónlistarskóla? XXKnattspyrnudeild UMFG hefur óskað eftir viðræðum við Grindavíkurbæ um kaup á hús- næði gamla tónlistarskólans að Víkurbraut 34. Í gögnum bæjar- ráðs Grindavíkur kemur fram að nú þegar hefur verið samþykkt að auglýsa húsið til sölu og að knattspyrnudeild UMFG geti gert tilboð í húsið hjá fasteigna- sala. Vinna deiliskipu- lag við Valahnjúk XXReykjanesjarðvangur óskar eftir heimild og fengið samþykkt að vinna deiliskipulag á Reykja- nesi á því svæði sem Ferðamála- samtök Suðurnesja hafa á leigu, en það er í nágrenni Valahnjúks og Reykjanesvita. Deiliskipu- lagið verður unnið í samræmi við gildandi aðalskipulag og í samráði við umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar. Rís 32 herbergja hótel á Garðskaga? XXSótt hefur verið um lóð undir hótel á Garðskaga til skipulags- og byggingarnefndar Sveitar- félagsins Garðs. Óskað er eftir 6400 fermetra lóð á svæði ofan Skagabrautar. Í tillögu til aðal- skipulags er svæðið skilgreint undir hótel. Skipulags- og bygginganefnd tók málið til afgreiðslu á síðasta fundi sínum en segist ekki geta úthlutað lóð á þessu svæði að svo stöddu. Nefndin leggur til við sveitar- félagið að svæðið verði deiliskipu- lagt. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru hugmyndir uppi um að byggja 32 herbergja hótel á lóðinni. Hótelið yrði byggt í tveimur áföngum, 16 herbergi í hvorum áfanga. -fréttir pósturX vf@vf.is Garðmenn horfa til ferða-mála í nýrri stefnumótun í markaðs- og atvinnumálum sem markaðs- og atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Garðs vinnur að. Leitað var til utanaðkomandi að- ila og þeir Sigurður Þorsteinsson og Jóhann Ísberg voru fengnir til að taka verkefnið að sér og koma með tillögur til bæjarstjórnar. Hvað geta Garðmenn gert til að ná árangri? Hvað getur Garðurinn gert fyrir okkur á næstu árum? Hvað viljum við sjá í bænum okkar? Efla sérstöðu Garðsins. Í til- lögum Sigurðar og Jóhanns er horft til ferðamála. Þeir vilja nýta sérstöðu Garðsins í matarmenningu og nýta nýja vit- ann sem útsýnisstaður. Þeir segja Garðskaga vera paradís sem þurfi að nýta betur. Umræða var um sjó- sund, göngur, stangveiði, köfun, hestaleigu, norðurljósin og fleira. Ein þeirra hugmynda sem komið hafa fram er að opna kaffihús í gamla vitanum eða inni í bænum. „Við viljum koma Garðinum á kortið hjá ferðamönnum, við erum byrjuð en það þarf að halda áfram á þessari braut og taka næsta skref, t.d betri aðstöðu fyrir ferðamenn,“ segir í fundargerð Markaðs- og at- vinnumálanefndar Sveitarfélagsins Garðs en haldinn verður fundur með hagsmunaaðilum fljótlega. Opnar kaffihús í gamla vitanum á Garðskaga? Gamli vitinn á Garðskaga. Verður opnað kaffihús þar yfir sumarmánuðina? XXÞau heita Elín Bjarnadóttir og Magnús Orri Lárusson sem söfnuðu fé styrktar Rauða Krossins og létu gott af sér leiða til með að selja dót fyrir utan Bónus í Reykjanesbæ á dögunum. Styrktu Rauðakrossinn Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að hefja viðræður við önnur sveitarfélög á Suður- nesjum um byggðasamlag um brunavarnir. Bæjarstjóri og for- seti bæjarstjórnar gerðu á fundi bæjarráðs grein fyrir umræðum á fundi með starfsmönnum Slökkviliðs Grindavíkur sem fram fór 22. september sl. „Hvað svo sem viðræðurnar leiða í ljós er skýr krafa Grindavíkurbæjar að áfram verði starfandi slökkvi- lið í Grindavík og að slökkvistöð og búnaður verði áfram af sam- bærilegum gæðum og nú er,“ segir í fundargerð bæjarráðs Grindavíkur. Að greiningarvinnu lokinni skal leggja þær niðurstöður fyrir bæjar- ráð, áður en viðræðum verði haldið áfram. X■ Sveitarfélög á Suðurnesjum ræða saman: Hefja viðræður um byggða- samlag um brunavarnir Slökkvilið að störfum á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að byggingarleyfisum- sókn vegna byggingar kirkju að Minna-Knarrarnesi verði grenndarkynnt. Afgreiðslu umsóknarinnar um byggingarleyfi fyrir kirkju var frestað í sumar en umsækjandi hefur nú lagt fram afstöðuuppdrátt. Þá hefur verið samþykkt að um- sóknin skuli grenndarkynnt fyrir eigendum og íbúum Stóra-Knarrar- ness I og II, Stóra - Knarrarness I sumarhús og Hellum. Nefndin áréttar jafnframt að gætt verði að 15 m friðhelgun fornminja skv. umsögn Minjastofnunar dags. 14. mars 2014. Einnig þarf að athuga gólfkóta m.t.t. hækkandi sjávar- stöðu sbr. bréf Skipulagsstofnunar 9. maí 2014. Grenndarkynna nýja kirkju á Vatnsleysuströnd Frá Minna-Knarrarnesi. ATVINNA Aðstoð óskast á Tannlæknastofuna í Grindavík. Vinnutími er frá kl. 13:00 - 17:00 alla virka daga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 16. október. Umsóknum skal skilað á netfangið glpalsson@simnet.is eða á Tannlæknastofuna Víkurbraut 62, 240 Grindavík. GUÐMUNDUR PÁLSSON, TANNLÆKNIR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.