Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 11
Samþykkt þrátt fyrir hávær mótmæli og þvert á vilja heilbrigðiseftirlitsins XX Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri HES, sagði í samtali við Víkurfréttir að málið hafi ekki snúist um það hvort menn hefðu trú á þessum mengunarbúnaði eða ekki. „Við starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins vildum að fyrir- tækið fengi leyfi í eitt ár til þess að prófa þennan búnað sem hreinsa á lykt úr útblæstrinum,“ Það hafi verið samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Þar sitja fimm full- trúar frá sveitafélögunum á Suðurnesjum. „Það kemur svo umsókn um áframhaldandi leyfi til fjögurra ára frá fyrirtækinu áður en þetta eina ár er hálfnað. Það var tekið fyrir á heil- brigðisnefndarfundi og samþykkt þrátt fyrir hávær mótmæli og þvert á vilja heilbrigðiseftirlitsins. Við töldum að það væri óábyrgt að gefa út fjögurra ára leyfi áður en væri búið að reyna á búnaðinn í þetta ár. Þetta var fyrst og fremst gert vegna óska fulltrúa Grindavíkur í heilbrigðisnefnd Suðurnesja. Fulltrúi Grindavíkur (Lovísa Hilmarsdóttir) sótti það mjög stíft að fyrirtækið fengi leyfi fjögur ár til viðbótar. Ég reifst og skammaðist á þessum fundi enda fannst mér þetta óeðlileg afgreiðsla af þeim ástæðum sem ég nefndi hér áður. Reynsla Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja er sú að það sé alltaf mengun af fisk- þurrkunarfyrirtækjum og er stefna okkar að þau eigi ekki heima inni í þéttbýli. Við ráðum þó engu, það er heilbrigðisnefndin sjálf sem er yfirvaldið.“ Magnús segir að nefndin og fulltrúi Grindavíkur hafi trúað á búnaðinn án þess að starfsmenn HES gerðu það. „Svona starfsemi á ekki heima inni í þéttbýli. Það eru tvær fiskþurrkanir í Garðinum og þar eru eilífar kvartanir og vandamál í kringum þetta. Fólk ein- faldlega kærir sig ekki um þessa lykt inni hjá sér. Við viljum að þessi fyrirtæki færi sig fjarri mannabyggð. Úti á Reykjanesi er kjörinn staður fyrir svona fyrirtæki,“ sagði Magnús. meiri gaum. Við fengum líka loforð um það að þessu yrði lokað ef það færi að finnast einhver fnykur um allan bæ.“ Úr tölvupósti Hermanns: „Stundum gerast óvæntir hlutir, óvinaherinn kom óvænt baka til upp á eyjuna, fimm af fulltrúum Grindavíkur mótmæltu þessu. Þannig að ekkert varð úr. Þetta lítum við mjög alvarlegum augum og mjög mikla vanvirðingu við hið góða starf sem við í Stakka- vík höfum unnið hér í bæ, að við héldum. Að fá svona afgreiðslu frá bæjarstjórn Grindavíkur virkar sem þungt högg í okkar andlit. Við héldum að við værum að dansa sama dans. Í ljósi þessa höfum við í Stakkavík ákveðið að loka fyrir alla styrki til þeirra íþrótta hér í bær, sem við höfum verið að styrkja.“ Ekki hótun Hermann segist í samtali við Víkur- fréttir ekki vera að hóta einu eða neinu í tölvupóstinum. „Ef ég er að styrkja íþróttalífið í Grindavík og bæjarapparatið ætlar að setja fyrir okkur fótinn, þá er ekki hægt að styrkja íþróttastarfið. Það er bara verið að benda á að ef fyrirtækið lokar þá getur það ekki styrkt íþrótta- starfið, forsendan væri brostin. Þá sagði ég bara, þá takið þið bara við. Bærinn hefur hagsmuni af því að fyrirtæki styðji við íþróttastarf í bænum, þá á bærinn að styðja vel við bakið á okkur líka, en ekki brjóta okkur niður.“ Eftir að þú sendir póstinn frá þér, hafði þá einhver fulltrúi frá bænum eða UMFG samband við þig? „Nei, það held ég ekki, ég man ekki til þess sérstaklega. Ég held að eng- inn hafi tekið mark á þessu. Ég held að það hafi allir verið á því að við fengjum að starfa þarna áfram og allt yrði í góðu lagi. Ég held að það hafi enginn trúað því að við myndum hætta að styrkja íþróttirnar eða að þessu yrði lokað. Menn túlka þetta bara eins og þeir vilja, ef þeir túlka þetta sem hótun þá bara gera þeir það,“ segir Hermann og bætti því að hann skyldi ekki af hverju enginn hefði komið og rætt málin, t.d. varð- andi vonda lykt. „Af hverju hefur enginn komið og rætt við okkur ef það er svona mikið lykt af starfseminni? Það er komið aftan að okkur allan tímann. Það er einhver hulduher sem vinnur þarna á bak við tjöldin. Þetta var bara hryðjuverk, það átti bara að ráðast á þetta fyrirtæki og loka því. Ef þetta hefði haft eðlilegan aðdraganda þá hefði verið búið að áminna okkur og ræða við okkur.“ Hermann segir að tölvupósturinn hafi verið settur fram til þess að minna á það sem fyrirtækið er að gera, frekar en að um hótun væri að ræða.„Ég var orð- inn pínu þreyttur á þessu þegar ég sendi þetta. Menn eru ekki að vinna í takt. Þegar maður telur sig hafa verið að vinna gott starf í bænum og fá svo svona viðbrögð, þá kannski fýkur í mann. Stundum þarf bara að láta vita af sér. Maður lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum án þess að segja eitt einasta orð.“ Her- mann segir að fyrirtækið vilji starfa í sátt og samlyndi við alla aðila og reyna að byggja starfsemina upp á þessum fjórum árum. Við erum að stækka forritunarteymið og huga að næstu kynslóð hugbúnaðarkerfis okkar. Ef þú ert leiðtogi í hugbúnaðargerð með mikla starfsreynslu, þá skaltu endilega kynna þér þetta tækifæri! Upplýsingar veitir: Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 21. október nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Við bjóðum þér: • Að taka þátt í að leiða og móta gerð næstu kynslóðar hugbúnaðarkerfis okkar. Sem þróunarstjóri færðu það hlutverk að útbúa tæknilegan vegvísi, miðla tæknilegri framtíðarsýn, leiða hönnun nýrra kerfiseininga, koma á fót viðeigandi leikkerfum á vinnustað og taka þátt í forritun og samskiptum við viðskiptavini • Vel skipulagðan, krefjandi og ljúfan vinnustað. Unnið er í anda Agile Scrum aðferðafræðinnar • Góða vinnuaðstöðu á einkar huggulegum stað með fallegu útsýni Það sem sem þú þarft að hafa fram að færa: • Að lágmarki B.Sc. gráða í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði • Afburða hæfileiki til að hanna og leiða þróun hugbúnaðarkerfis • Þörf fyrir að vinna að stöðugum endurbótum og framförum fyrir þig sjálfa(n), teymið og hugbúnaðarkerfið • Reynsla af Microsoft .NET Framework Þróunarstjóri í hugbúnaðargerð DMM Lausnir er hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki. DMM Lausnir eru framleiðendur hugbúnaðarkerfisins DMM, sem er notað á vettvangi viðhaldsstjórnunar, verkefnisstjórnunar, eftirlits og gæðastjórnunar. Meðal þeirra sem nota DMM eru öll stærstu orkufyrirtæki landsins. DMM er notað í flestum aflstöðvum og í flestum dreifikerfum landsins. DMM hefur verið þróað samfellt í um 20 ár, mjög mikið er lagt upp úr áreiðanleika kerfisins og síþróun þess. DMM Lausnir er vel staðsett að Hafnargötu 91 í Reykjanesbæ. Á bak við DMM Lausnir eru sterkir eigendur. Aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar sem og vinnuandinn. DMM Lausnir hafa skilað jákvæðri rekstrarafkomu í 10 ár í röð og er í hópi framúrskarandi fyrirtækja ársins 2013 valið af Creditinfo. • Reynsla af „service oriented architecture“ með SOAP og/eða REST vefþjónustum • Yfirgripsmikil þekking á líftímaþróun hugbúnaðarkerfa og reynsla á sviði samfelldrar þróunar og afhendingar hugbúnaðarkerfis til viðskiptavina • Hæfileiki til að vera allt í senn leiðtogi, liðsmaður og einstaklingur sem hvern einasta dag vinnur að því að ná hámarksárangri á vettvangi hugbúnaðargerðar Þurrkaðar fiskafurðir eru í þessu húsi í Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.