Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2014, Page 12

Víkurfréttir - 09.10.2014, Page 12
fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR12 „Minn draumur er að geta breytt því sem var í boði þegar ég fékk krabbamein. Þá var ég að gúgla til að finna upplýsingar um sjúk- dóminn og það er ekki gott. Þetta eru svo miklar upplýsingar víða að úr heiminum og þá er nánast búið að jarða mann,“ segir Helga Steinþórsdóttir, talskona Krabba- meinsfélags Suðurnesja. Faðir Helgu lést úr krabbameini og móðir hennar hefur oft greinst með meinið en er, að sögn Helgu, ótrúlega hress. Sjálf greindist Helga með lungnakrabbamein en segir ferlið hafa gengið vonum framar. Vilja auðvelda biðina Helga er með 34% lungnastarfsemi og segist líta úr fyrir að vera miklu hraustari en hún er í raun. Hún er mjög upptekin af hreyfingu og hollustu, það sé það eina sem sé í boði fyrir sig til að halda sem bestri mögulegri heilsu. Hún reykti áður fyrr og var oft bent á hættuna á að fá lungnakrabbamein. Helga segir að fjölskyldur verði oft dofnar þegar einhver innan þeirra greinist með krabbamein. Einnig sé tíma- bilið oft erfiðara fyrir aðstandendur en sjúklinginn. „Okkur langar að vera til staðar fyrir báða hópana. Dagarnir eru langir hjá þeim sem greinast og mikil bið. Við viljum auðvelda þeim biðina.“ Hlutfalls- lega greinast færri á Suðurnesjum með krabbamein en víða annars staðar á landinu, annað en haldið hefur verið fram. „Það kom fram á fundi hjá Krabbameinsfélags Ís- lands. Samt greinast mjög margir Suðurnesjamenn á hverju ári. Andlega hjálpin er til staðar hjá Ljósinu í Reykjavík og hún hjálpar mörgum. Við viljum vera með ein- hvers konar sýnishorn af því hér á Suðurnesjum. Vera með öll svörin á einum stað þar sem fólk finnur að fleiri eru í sömu sporum,“ segir Helga. Fjórir greindust úr sömu fjölskyldunni Reynsla langflestra sem greinast með krabbamein er að þeir upp- lifa sig sem dálítið eyland. Allir verða hissa og fá áfall, einangrast jafnvel og verða uppteknir af sjúk- dómnum og fjölskyldunni. „Flestir tengja krabbamein við dauða, sem er miklu sjaldnar en niðurstaðan, eða að lenda í miklum erfiðleikum. Ég fékk lungnakrabbamein og í 30% slíkra tilfella er kannski líklegt að lifa í fimm ár. Á móti greinist fólk með lungnakrabba yfirleitt miklu eldra en ég. Það hjálpaði mér að greinast svona ung. Æxlið mitt var orðið stórt og var illkynja en hægt var að skera það í burtu,“ segir Helga, en bætir við að óvenju- margir hefðu greinst með sama meinið og hún á sama tíma, þar af fjórir úr sömu fjölskyldunni. Hentugra húsnæði væri betra Salan á Bleiku slaufunni í október rennur einungis til Krabbameins- félags Íslands og verður Krabba- meinsfélag Suðurnesja að sjá um eigin fjáraflanir. Stuðningskvöld eru haldin fyrir félagið og rennur allur ágóði beint til þess. Sérstök áhersla verður lögð á það í þessum mánuði, m.a. með Float-parýi, eða samfloti, í Akursundlaug. „Við viljum líka vekja fólk til umhugs- unar með að fara í skoðun og for- varnirnar. Okkur langar að gera svo miklu meira en við erum að gera. Það hefur ekki gengið nógu vel að ná til fólks. Húsnæði félags- ins er við hlið húsnæðis þar sem hælisleitendur halda til og er það því læst. Þeir sem vilja leita sér að- stoðar eða fræðslu hjá okkur, sem eru þung skref að taka, þurfa að hringja bjöllu í stað þess að geta bara gengið beint inn og fundist þeir velkomnir, sem þeir sannar- lega eru. Við þyrftum húsnæði á öðrum stað og geta stjórnað opn- unartíma betur,“ segir Helga. Vilja fleiri karlmenn Ýmis dagskrá er hjá félaginu og það á sér velgjörðarfólk, eins og Ágústu Gizurardóttur jógakenn- ara og Lögfræðiþjónustu Suður- nesja. „Gönguhópur hittist tvisvar í viku og hann er mjög mikilvægur því þá fer fólk að tala saman og ýmis vandamál leysast. Hvernig best er að snúa sér í hinu og þessu í óvæntum og nýjum aðstæðum. Það hangir alltaf yfir manni hvort meinið taki sig upp aftur þó að já- kvæðar niðurstöður séu. Það koma tímabil og þá er svo gott að geta rætt við einhvern,“ segir Helga og að draumurinn sé að byggja upp eitthvað jákvætt þar sem gott og gaman er að koma, fræðast og iðka tómstundir og sköpun. „Bæði fyrir konur og karla. Okkur vantar fleiri menn því þetta er ekki kvensjúk- dómur.“ Öll svörin á einn stað -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Það hangir alltaf yfir manni hvort meinið taki sig upp aftur þó að jákvæðar niður- stöður séu. Það koma tímabil og þá er svo gott að geta rætt við einhvern Sigrún Ólafsdóttir afhenti Helgu fyrstu bleiku slaufuna. Krabbameinsfélag Suðurnesja var stofnað 15. október 1953 og fagnaði því 60 ára afmæli á síðasta ári. Rekstur félagsins er byggður á framlögum velunnara og félaga og fjáröflunum auk þess sem Krabbameinsfélag Íslands leggur til framlag vegna launa starfmanns. Skráðir félagar eru um 850 og er félagsgjaldið 2.500 krónur á ári. Minningarkort eru til sölu á skrif- stofunni og einnig í Lyfju í Kross- móa, Lyfjum og heilsu á Suðurgötu og í Pósthúsinu í Reykjanesbæ. Hlutverk og markmið félags- ins er að styðja og efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameini, beita sér fyrir réttindum krabbameins- sjúklinga og vera málsvari þeirra. Skrifstofa Krabbameinsfélagsins að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ (í húsi Rauða krossins) er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12–16. Síminn er 421-6363 og vefslóðin er www.krabb. is/sudurnes, en einnig má finna félagið á Facebook. Svarað er í s ímann á öðrum tímum ef erindið er brýnt. Á skrifstofunni er veitt ráðgjöf og hægt er að nálgast bæklinga og annað fræðsluefni sem tengist krabbameini. Þangað geta allir komið hvort heldur þeir sem hafa greinst með krabbamein, aðstandendur þeirra eða vinir og fengið upplýsingar og stuðning. Einnig fer starfsmaður í heimahús ef þess er óskað. Á opnunartíma er alltaf heitt kaffi á könnunni og við hvetjum fólk til að koma og nýta sér þjónustu félagsins. Frá og með 14. október mun Sara Dögg Gylfadóttir félagsráðgjafi veita krabbameinssjúklingum fría ráðgjöf um félagsleg réttindamál í veikindum. Tímapantanir eru á opnunartíma í síma 421-6363. Á síðasta ári var stofnaður göngu- hópur. Gengið er frá Sundmiðstöð- inni á mánudögum og miðviku- dögum kl. 16.30. Þetta hefur reynst góður vettvangur til uppbyggi- legrar samveru. Síðasta mánudag hvers mánaðar hittist hópurinn eftir göngu á kaffihúsi og geta þá þeir sem ekki treysta sér í gönguna komið þangað. Jóga með Ágústu er á þriðjudögum og fimmtudögum kl 10.00. Þeim sem greinst hafa með krabbamein er boðið í fría jógatíma í boði eig- enda Om setursins að Hafnargötu 57. Ágústa Hildur Gizzurardóttir jógakennari leiðbeinir. Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann er boðið upp á dagskrá á skrifstofu félagsins. Fram að jólum er dagskráin þessi: Þriðjudaginn 4. nóv. kl. 19.30 kemur Ásdís Ragna Einarsdóttir og ræðir um náttúrulegar leiðir til heilsusamlegrar uppbyggingar. Þriðjudaginn 2. des. kl. 19.30 verður Sr. Erla Guðmundsdóttir með aðventuhugvekju og boðið verður upp á súkkulaði og smá- kökur. Dagskráin eftir áramót verður aug- lýst á Facebooksíðunni. Samflot Laugardaginn 18. október kl. 14:00 stendur Krabbameinsfélag- ið fyrir samfloti í sundlaug Akur- skóla. Unnur Valdís Kristjánsdóttir er hönnuður flothettu sem notuð er við samflotið. Flothettan nýtur síaukinna vinsælda til slökunar og til að draga úr streitu. Unnur verður á staðnum og leigir hettur og leiðbeinir við notkun. Lifandi tónlist mun hljóma af sundlaugar- bakkanum í flutningi tón- listarmanna af Suður- nesjum. Október – bleikur mánuður Síðan árið 2000 hefur októbermán- uður verið helgaður árvekni um krabbamein hér á landi. Ýmis mannvirki eru lýst í bleikum lit í byrjun október og bleik slaufa í formi barmmerkis er seld til stuðnings baráttunni gegn krabba- meinum hjá konum. Helgina 24. og 25. október hafa nokkrir veitingastaðir á Suður- nesjum tekið að sér að halda bleikt kvöld og gefa hluta af ágóða sínum til félagsins. Suðurnesjamönnum gefst því kostur á að bregða undir sig betri fætinum og fara út að borða og njóta bleika kvöldsins með fjölskyldu og vinum og leggja um leið góðu málefni lið. Veitingastaðirnir eru: Flughótel og Hótel Keflavík í Reykjanesbæ, veit- ingastaðurinn Tveir vitar í Garði og veitingastaðurinn Vitinn í Sand- gerði. Sunnudaginn 26. október kl 20:00 verður haldin messa í Keflavíkur- kirkju sem helguð verður konum og krabbameinum. Í lok mánaðarins verður gengin bleik rökkurganga sem er við- burður fyrir alla fjölskylduna til að taka þátt, en hún verður nánar aug- lýst á Facebook. Um Krabbameinsfélags Suðurnesja- Hlutfallslega greinast færri á Suðurnesjum með krabbamein en víða annars staðar á landinu, annað en haldið hefur verið fram. „Dagarnir eru langir hjá þeim sem greinast og mikil bið. Við viljum auðvelda þeim biðina,“ segir Helga Björg Steinþórsdóttir, talsmaður Krabbameinsfélags Suðurnesja. ■■ Stórir draumar hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja:

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.