Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 Keflavíkurflugvöllur mun stækka ört á næsta áratug. Árið 2023, eftir níu ár, verður fjöldi farþega sem fer um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar kominn yfir sjö milljónir. Störfum í tengslum við flugvöllinn mun fjölga hratt á næstu árum en þumalputt- areglan er að til verði 900 ný störf fyrir hverja milljón farþega sem fjölgar um. Samkvæmt áætlunum Isavia mun störfum fjölga jafnt og þétt eða um yfir 200 ár ári. Þannig mætti segja að ígildi ál- vers verði til í tengslum við flugið á Keflavíkurflugvelli á tveggja ára fresti næsta áratuginn. Þröstur V. Söring er framkvæmda- stjóri flugvallarsviðs Keflavíkur- flugvallar. Það er meðal annars á hans borði að fylgja eftir þeim vexti sem er að verða á Keflavíkurflug- velli. Vöxtur sem við erum ekki vön „Þessi vöxtur er eitthvað sem menn eru ekki vanir að fást við. Fjölgun farþega um eina miljón á áratug er ekki svo mikið. Það er því meiri áskorun fyrir okkur að fara úr þremur milljónum farþega upp í sex til sjö milljónir á tíu árum. Það er gríðarleg áskorun,“ segir Þröstur í samtali við Víkurfréttir. Helsti vandinn við þessa fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll er sá að fjölgunin á sér nær öll stað á sömu klukkustundum sólarhringsins. „Við erum að búa til rými sem nýt- ist í sex klukkustundir yfir sólar- hringinn. Hinar átján stundirnar eru rólegri á flugvellinum. Okkar stærsti viðskiptavinur er búinn að byggja upp sitt leiðakerfi með þessum hætti og virkar það vel fyrir þá sem eru að ferðast á milli Evr- ópu og Bandaríkjanna. Icelandair er að byggja upp sitt leiðakerfi á milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi og Wow air ætlar sér að byggja upp svipað kerfi“ Eldgosin kynna Ísland Þröstur segir að fulltrúar Isavia fari reglulega á ferðakaupstefnur er- lendis til að sækja nýja viðskipta- vini en öll vinna sé lögð í það að fá inn viðskiptavini til að nýta rólegan tíma í flugstöðinni. „Það hefur tekist rosalega vel en við viljum fá meira. Þegar við stækkum flug- hlöðin og fjölgum stæðum fyrir flugvélar þá verðum við líka að fá flugfélög til að nýta „dauðu“ tímana. Við erum með mjög flott fólk sem fer erlendis og sækir þessi viðskipti. Eldgosin hafa verið að hjálpa þeim við þessa vinnu. Í dag þurfa þau ekki að tala í 15 mínútur og segja frá Íslandi. Þeir sem eru á þessum kaupstefnum vita hvað Ís- land er. Okkar fólk getur farið beint í að selja vöruna sem það eru að bjóða og þannig hafa gosin hjálpað okkur“. Þröstur segir að þýsk flugfélög séu dugleg að nota afgreiðslutíma seint á kvöldin yfir sumarið. Þá er easyJet dæmi um flugfélag sem byrjaði smátt á Íslandi en er alltaf að stækka. „Við heyrum að þeir eru mjög ánægðir. Þeir eru með góða sætanýtingu og hafa sífellt verið að bæta í. Við höfum heyrt að easyJet noti innanhúss hjá sér að Ísland sé verkefni sem hafi gengið upp og módel sem þeir vilji nýta annars- staðar“. Velta Keflavíkurflugvallar árið 2013 var rétt um 20 milljarðar króna og eignir 34,5 milljarðar og starfsmenn 850. Yfir sumartímann eru starfsmenn Isavia rétt um 1100 talsins. Tekjurnar eru áætlaðar 21,2 milljarðar á þessu ári. Rekstrar- kostnaður hækkar einnig en ekki eins mikið. Fjárfestingar eru einnig að aukast mjög mikið. 85% starfsmanna búa á Suðurnesjum 85% starfsmanna Isavia á Kefla- víkurflugvelli eru búsett á Suður- nesjum. Ég held að ég geti fullyrt að 85% starfsmanna á Keflavíkur- flugvelli séu búsett á Suðurnesjum. Það eru helst flugvirkjar, flugmenn og áhafnir sem ekki búa á Suður- nesjum. Nú eru 3 stór verkefni í gangi hjá Isavia. Verið er að hefja stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík upp á um milljarð króna, breytingar verða gerðar á versl- unarsvæði Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar og stækkun suðurbygg- ingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem kostar um þrjá milljarða. Þá voru framkvæmdir á flugbrautum í Keflavík í sumar upp á um 340 milljónir króna. Keflavíkurflug- völlur er 25 ferkílómetrar innan girðingar. „Þetta er gríðarlega stórt svæði fyrir flugvöll að hafa og mikil gæði. Við þurfum á þessu landi að halda. Flugvellir erlendis hafa yfir- leitt ekki svona mikið svæði. Það er líka nægt rými til uppbyggingar við sjálfan flugvöllinn. Á svokölluðu austursvæði er mikið af gömlum húsum sem Varnarliðið byggði á árunum uppúr 1943 til 50 og hafa fengið lágmarksviðhald. Nú er unnið að svokölluðu Masterplani fyrir framtíðaruppbyggingu Kefla- víkurflugvallar og segir Þröstur þá vinnu vera mjög spennandi. Sóknarfæri fyrir Suðurnesjamenn Áætlanir Keflavíkurflugvallar gera ráð fyrir að fjöldi farþega um Kefla- víkurflugvöll verði 3,8 milljónir á þessu ári. Árið 2023, eftir níu ár, er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll verði kominn yfir 7 milljónir. Þar af verða þeir farþegar sem aðeins millilenda á Íslandi orðnir um 2,5 milljónir. „Talsverð sóknarfæri eru á Suður- nesjum í að sækja í farþega sem koma til Keflavíkurflugvallar að morgni og fara aftur af landinu að kvöldi áfram til Evrópu. Þetta fólk er með takmarkaðan tíma en þarf einhverja afþreyingu og væri til- búið að kaupa þjónustu eða veit- ingar niðri í bæ,“ segir Þröstur. Hann segir þær spár sem gerðar hafa verið til þessa hafi staðist. „Upplýsingum er safnað víða að. Við notum spár frá öðrum inn í okkar spár til að gera þetta sem raunsannast“. 2616 með passa í dag - verða 5200 eftir áratug Á Keflavíkurflugvelli fær enginn aðgangspassa nema að hann þurfi þess starfs síns vegna að hafa að- gang inn í flugstöðina eða inn á flugvöllinn. Í dag eru þessir passar 2616 talsins. Þessum aðgangs- heimildum hefur fjölgað um 1000 talsins frá árinu 2009. Starfsmenn sem þurfa aðgangsheimildir verða orðnir yfir 5200 árið 2023. Þá eru ekki talin þau störf sem tengjast fluginu og eiga sér stað utan flug- vallarins, eins og hjá bílaleigum og í ýmis konar flugtengdri þjónustu. „Þumalputtareglan er að hver milljón farþega geti af sér 900 störf. Þetta er reynslan og til að þjóna þessum fjölda farþega þá þarf þetta mörg störf. Flugvellir eru þannig til einsleitir og við erum ekkert að gera hlutina öðruvísi hér heldur en í öðrum löndum. Við þurfum að vera hóflegir þegar kemur að væntingum en við þurfum líka að búa okkur undir þennan fjölda. Það þarf að ráðast í framkvæmdir og stækka flugvöllinn. Það þarf að þjálfa fólk. Við þurfum að hafa aðgengi að menntuðu fólki til að vinna fjölbreytt störf. Við höfum m.a. verið að reyna að finna leiðir til að eiga samstarf við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja varðandi verk- menntabrautirnar þar því það eru alltaf færri og færri sem sækja í verknám, því miður, en það er svo sannarlega fólk sem við þurfum á að halda. Við sækjumst eftir fólki með menntun í vélstjórn, vél- virkjun og rafvirkjun, sem dæmi. Allir innviðir samfélagsins þurfa að búa sig undir að taka við þessu fólki, hvort sem það eru hótel, veit- ingastaðir eða bara að undirbúa þá náttúru sem fólkið er að sækja,“ segir Þröstur. ■■ Störfum á Keflavíkurflugvelli fjölgar hratt á næstu árum: Yfir 200 ný störf á hverju ári - Sóknarfæri fyrir Suðurnes, segir Þröstur V. Söring framkvæmdastjóri flugvallarsviðs KEF -viðtal pósturu hilmar@vf.is Hér rís viðbygging við suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þröstur V. Söring er framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Keflavíkurflugvallar. PIPA R \TBW A • SÍA • 14 335 0 Nú er Domino’s-deildin að hefjast og þá mætast stálin stinn í körfunni. Hvernig koma þessi bestu lið landsins undan sumri? Ekki missa af leik með þínu liði í Domino’s-deildinni. Fimmtudagskvöld 9. okt. kl. 19:15 Fimmtudagskvöld 9. okt. kl. 19:15 Föstudagskvöld 10. okt. kl. 19:15 SKALLAGRÍMUR–KEFLAVÍK KR–NJARÐVÍK HAUKAR–GRINDAVÍK DOMINO’S-DEILD KARLA Sunnudagskvöld 12. okt. kl. 19:15 HAUKAR–KEFLAVÍK DOMINO’S-DEILD KVENNA SJÁUMST Á VELLINUM!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.