Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 -íþróttir pósturu eythor@vf.is Keflvíkingum spá titlinum í kvennaflokki Spáin fyrir Domino´s deildirnar í körfubolta XuFyrr í vikunni lauk árlegum kynningarfundi vegna upphafs Dom- ino's deildanna í körfubolta. Á fundinum er spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða opinberuð. Að þessu sinni er Keflavík spáð Ís- landsmeistaratitlinum í kvennaflokki. Þar er Grindvíkingum spáð þriðja sæti. Karlaliðinum er spáð ágætis gengi. Samkvæmt spánni enda Grindvíkingar í öðru sæti og Njarðvíkingar í því fjórða. Kefl- víkingum er svo spáð sjöunda sæti. Haraldur og Anna Rún best hjá Keflavík Verðlaunin frá lokahófi Keflvíkinga XuLokahóf knattspyrnudeildar Keflavíkur fór fram á laugardag. Þar voru veitt verð- laun fyrir árangur sumarsins í karla- og kvennaflokki, bæði í meistaraflokki og 2. flokki. Haraldur Freyr Guðmundsson var kjörinn besti leikmaður meistaraflokks Keflavíkur karla, en Anna Rún Jóhanns- dóttir var best hjá meistaraflokki kvenna. Elías Már Ómarsson var efnilegastur karla, á meðan Sólveig Lind Magnúsdóttir var valin efnilegust kvenna. Grindvíkingar töpuðu gegn KR í fyrsta leik Körfuboltinn farinn að rúlla XuKörfuboltavertíðin hófst um sl. helgi þegar leikið var um titilinn meistarar meistaranna í karla og kvennaflokki. Hjá körlunum léku bikarmeistarar Grindavíkur gegn Ís- landsmeisturum KR. Þar höfðu KR- ingar öruggan sigur 105-81. Ólafur Ólafsson fór fyrir Grindvíkingum í leiknum en hann átti stórleik, skoraði 31 stig og tók 11 fráköst. Leiktíðin hefst svo fyrir alvöru í karla- flokki í kvöld, fimmtudaginn 9. októ- ber með heilli umferð. Þá leika reyndar öll Suðurnesjaliðin á útivelli. Njarð- víkingar heimsækja KR-inga, Keflvík- ingar mæta Skallagrími og Grindvík- ingar fara í Hafnarfjörð og leika gegn Haukum. Kvennadeildin hófst áí gær, miðviku- dag með heilli umferð. Þar léku bæði Suðurnesjaliðin á heimavelli. Keflvík- ingar fengu Blika í heimsókn á meðan Grindvíkingar tóku á móti Hamars- konum. Úrslit úr leikjunum má sjá á vf.is. Styrmir Gauti leikmaður ársins hjá Njarðvík Brynjar Freyr efnilegastur XuVarnarmaðurinn Styrmir Gauti Fjelds- ted var kjörinn leikmaður ársins á loka- hófi meistaraflokks Njarðvíkur sem fór fram í gær, laugardag. Brynjar Freyr Garðarsson var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn og Björn Axel Guðjónsson markahæsti leikmaður liðsins, með 12 mörk í 17 leikjum. Reynismenn byrjuðu með sigri í 2. deild XuReynismenn hófu leik sinn í 2. deildinni í körfuknattleik karla með öruggum sigri á Aftureldingu. Leikið var í Mosfellsbæ þar sem loka- tölur urðu 49-80 fyrir Sandgerðinga. Í hálfleik leiddu Reynismenn 32- 36, en þeir gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta. Eftir þann leikhluta var staðan 38-55. Eftirleikurinn var svo auðveldur fyrir baráttuglaða Reynismenn. Alfreð Elíasson var stigahæstur Reynismanna með 28 stig. Páll bestur Þróttara XuÞróttarar í Vogum héldu veglegt loka- hóf á laugardag, þar sem samankomnir voru um 100 hressir gestir. Þorsteinn Gunnarsson fráfarandi þjálfari liðsins fékk fallega kveðjugjöf frá Vogabúum og fór með ræðu. Þakkaði hann kærlega fyrir skemmtilegar stundir og góðar minn- ingar. Páll Guðmundsson var kjörinn besti leikmaður liðsins auk þess sem hann var markahæstur með 17 mörk á leiktíðinni. Aran Nganpanya var svo kjörinn efnilegastur. Sjöunda sætið staðreynd Keflvíkingar unnu 2-0 sigur á Vík- ingum í lokaumferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu sem fram fór um liðna helgi. Það voru þeir Elías Már Ómarsson og Hörður Sveins- son sem skoruðu mörk Keflvíkinga í leiknum. Með sigrinum enduðu Keflvíkingar í sjöunda sæti deildar- innar með 28 stig. Mörk heima- manna komu í fyrri hálfleik, en í þeim seinni vörðust þeir vel gegn hungruðum Víkingum sem eltust við Evrópusæti. Þrátt fyrir úrslitin tókst Víkingum að tryggja sér sæti í Evrópu. Elías fer til Noregs á reynslu Elías Már Ómarsson segir að liðið hafi verið afslappað, enda léttir að hafa tryggt sætið í deildinni í síðasta leik. Hann var nálægt því að skora tvö mörk í leiknum en ákvað að gefa Herði Sveinssyni annað markið. „Hann er að berjast um gullskóinn. Ég sagði dómar- anum að skrá markið á Hödda. Hann náði að pota honum inn að lokum,“ segir Elías og brosir. Fram- herjinn ungi segir að hann hafi náð sínum persónulegum mark- miðum í sumar að mestu leyti, en hann ætlaði sér að ná að tryggja byrjunarliðssæti. Það tókst og gott betur. Aðspurður um næsta tíma- bil segir Elías að hann hafi heyrt af áhuga erlendra liða á sér, sér- staklega frá Noregi, en hann sé ekkert búinn að spá í slíkt. Hann mun halda til norska liðsins Start á næstunni þar sem hann verður til reynslu. Það leggst vel í hann en hann hefur fengið upplýsingar frá Haraldi Frey, fyrirliða Keflvíkinga, um klúbbinn, en Haraldur lék í Noregi um árabil. „Ég myndi ekki stökkva á hvað sem er. Ég þarf að skoða þessi mál og ákveða svo hvað sé best í stöðunni, ég er ekkert að stressa mig á þessu.“ Elías náði einnig að vinna sér inn sæti í U21 liði Íslands á þessu sumri ásamt því að skora sex mörk. „Ég bjóst ekki við því að verða valinn í U21 liðið og það er bara bónus ofan á allt saman. Það er mjög sætt.“ Lið Íslands leikur ytra gegn Dönum á morgun, föstudag, og segist Elías vonast eftir að fá tækifæri til þess að spila í leiknum. Nálægt sínum markmiðum Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, segir að sigurinn hafi skipt liðið miklu máli. Gott hafi verið að enda vel til þess að fleyta liðinu inn í næsta tímabil í Pepsi-deildinni. Varðandi tíma- bilið í heild sinni segir hann að Keflvíkingar hafi ekki verið langt frá markmiðum sínum. Þeir hafi stefnt á sjötta sæti eða ofar og á að komast langt í bikarnum. Varðandi framhaldið hjá honum segist hann ekki vita hvað taki við hjá honum. „Ég hef ekki heyrt af áhuga ann- arra liða. Þið verðið svo að spyrja dætur mínar hvort ég verði áfram hér í Keflavík,“ sagði Kristján glett- inn. Þorsteinn Magnússon, fram- kvæmdastóri Keflvíkinga, sagðist ekki eiga von á öðru en að Kristján verði áfram, enda væri hann með samning í tvö ár. Hilmar yngstur til þess að leika í efstu deild -Sló metið hans Sigurbergs Pressulausir Keflvíkingar unnu síðasta leik sumarsins Hinn 15 ára gamli leikmaður Keflvíkinga, Hilmar And- rew McShane, varð yngstur leik- manna frá upphafi til þess að leika í efstu deild. Hilmar, sem er fæddur árið 1999, sló þar með met Sigurbergs Elíssonar sem hafði staðið óhreyft frá árinu 2007, en þá var Sigurbergur 15 ára og 105 daga gamall. Hilmar, sem er 15 ára og 56 daga gamall, kom inn í leiknum fyrir Elías Már Ómarsson undir lokin og fékk lof í lófa frá áhorfendum. Þess má geta að Hilmar er sonur Paul McShane, leikmanns Kefl- víkinga, en Paul var að láni hjá Reyni Sandgerði seinni hluta tímabils. Sigurbergur átti gamla metið en var glaður fyrir hönd Hilmars. Elías á fljúgandi siglingu gegn Víkingum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.