Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.10.2014, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 16.10.2014, Blaðsíða 1
Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Hringbraut 99 - 577 1150 ILMANDI OKTÓBER 15% afsláttur af völdum dömu og herra ilmum. Gildir frá 4. - 19. október. FIMMTUDAGURINN 16. OKTÓBER 2014 • 40. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Fjórir nemendur á lokaári í FS kynntu nýverið metnaðarfullt verkefni um Gaza svæðið í landafræðiáfanga. Þær nýttu sér mátt samfélagsmiðlanna Fa- cebook og Vine til þess að ná sambandi við viðmælendur sem búa á staðnum og upplifðu ýmislegt sláandi í gegnum þá. „Okkur langaði að tala við manneskju sem býr á Gaza svæðinu, sjá hvernig hlutirnir hafa breyst þar og fá beina tengingu við staðinn. Við vildum ekki notast við frétta- síður því þar eru oft hagsmunaöfl sem hafa áhrif,“ segja Valgerður Kjartansdóttir, Rakel Ólöf Andrésdóttir, Bryndís Sunna Guð- mundsdóttir og Kristín Rán Júlíusdóttir en að eigin sögn eiga þær allar til að ganga skrefinu lengra í því sem þær taka sér fyrir hendur. Kennarinn þeirra, Ester Þórhalls- dóttir, sagði nemendum sínum að vinna verkefni sem tengist Ísrael og Palestínu. Þær komust í samband við 22 ára gamla palenstínska stúlku, Löru og hún sagði þeim m.a. að þau fái skammtað rafmagn í sex tíma á dag þar og það sé þó mjög stopult. Hún sendi þeim m.a. hljóðskrár í gegnum póstkerfið á Facebook þar sem hún lýsir dögunum sínum. „Við sjáum sprengingar, reyk og rústir hjá henni. Það er erfitt fyrir íbúana að komast út af svæðinu og þau fá enga aðstoð af hálfu ísraelskum heil- brigðisyfirvöldum vegna þjóðernis síns. Þegar við vorum að skoða myndir frá fyrsta skóladeginum hjá börnum í Palestínu voru þau hágrátandi að syrgja bekkjarfélaga sem höfðu látist í átökunum í sumar. Stórt gat var þar sem taflan var áður í skólastofunni. Það var mjög tilfinningaþrungið,“ segja þær og finnst ótrúlegt hversu margar stórþjóðir styðja Ísrael. Ítarlegra viðtal við FS stúlkurnar er á bls. 10 og í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld. Tveir Joe & the Juice veitingastaðir opna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um áramótin: Vilja ráða 20-30 Suðurnesjamenn og munu bjóða góð laun XX„Við stefnum að því að ráða á bilinu 20-30 manns og munum bjóða góð laun. Breyting- arnar sem verða á veitingasölunni á næstunni fela það óhjákvæmilega í sér að sumt starfs- fólk missir störf sín hjá þeim rekstraraðilum sem hverfa úr flugstöðinni. Við viljum hvetja þetta fólk til að sækja um starf á nýjum veit- ingastöðum Joe & the Juice . Við leggjum áherslu á að fá til liðs við okkur starfsfólk af svæðinu og viljum endilega nýta okkur reynslu þess úr vinnunni í flugstöðinni,“ segir Daníel K. Stefánsson, rekstrarstjóri Joe & the Juice sem mun opna tvo veitingastaði í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar um áramótin. „Við erum mjög þakklát fyrir þær góðu undir- tektir sem hugmyndir fyrirtækisins fengu hjá forvalsnefnd flugstöðvarinnar og það er okkur heiður að vera treyst til þess að taka þátt í að efla flugstöðina enn frekar og gera okkar stað að framúrskarandi valkosti fyrir farþega. Fyrir- hugað er að opna Joe & the Juice á tveimur stöðum í flugstöðinni, í brottfararsal og í inn- ritunarsal áður en farið er í gegnum vopnaeftir- lit. Framkvæmdir munu hefjast fljótlega og von- andi náum við að opna snemma á næsta ári.“ Joe & the Juice hefur að sögn Daníels talsverða reynslu af rekstri á flugvöllum en veitinga- keðjan er með tvo staði á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn og einn á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi. Var Joe & the Juice á Kastrup m.a. valinn besta flugvallarkaffihús heims á alþjóð- legu verðlaunahátíðinni FAB (Airport Food and Beverage Awards) tvö ár í röð. „Joe Ísland ehf. er í meirihluta eigu Pizza Pizza ehf. sem rekur Domino’s Pizza á Íslandi. Fyrir- tækið borgar því að sjálfsögðu alla sína skatta og gjöld á Íslandi,“ sagði Daníel. Varð þátttakandi í stað áhorfanda -Jóhanna Helgadóttir var valin lesandi ársins á bókasafnsdeginum. bls 12 „Sverrir hefur trú á mér“ -segir miðherjinn María Ben sem stefnir á alla titla sem eru í boði með Grindvíkingum bls 12 Nemendur FS upplifa blá- kaldan raunveruleika á Gaza - nýttu sér mátt samfélagsmiðla í metnaðarfullu verkefni. Keflavíkurdagurinn var haldinn í fyrsta sinn um sl. helgi, en þá var starfsemi íþróttadeilda Keflavíkur kynnt fyrir íbúum Reykjanesbæjar. Á milli 300 og 400 manns litu við á Sunnubrautinni og léku listir sínar í hinum ýmsu íþróttagreinum. Þessar stelpur skutu í mark með loftriffli undir leiðsögn Theodórs Kjartanssonar. VF-mynd/Eyþór. Beint í mark á Keflavíkurdeginum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.