Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.10.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 16.10.2014, Blaðsíða 6
6 fimmtudagurinn 16. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturX vf@vf.is Óli á Stað GK-99 kom til heimahafnar í Grindavík sl. laugardag. Óli á Stað GK er 30 brúttótonna og 15 metra langur. Eigandi bátsins er Stakkavík í Grindavík en Bátasmiðjan Seigur á Akureyri smíðaði bátinn. Báturinn er útbúinn til línuveiða og er búinn línubeitingarvél. Óli á Stað GK er annar af tveimur sams konar bátum sem Seigur smíðar fyrir Stakkavík. Séra Elín- borg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, blessaði Óla á Stað GK við komuna til Grindavíkur á laugardagsmorgun. Fjölmenni var á bryggjunni þegar báturinn kom til lands og eftir blessunar- orð sóknarprestsins var öllum við- stöddum boðið til grillveislu þar sem boðið var upp á heilgrillaða lambaskrokka. Í áhöfn Óla á Stað GK verða fjórir til fimm menn en í bátnum eru fjórir tveggja manna klefar. Í bátnum er gott eldhús með setu- stofu þar sem hátt er til lofts en mikið er lagt upp úr góðri að- stöðu og þægindum fyrir áhöfnina. Lestin í bátnum er stór og tekur 48 kör eða um 24 tonn af fiski. Bátur- inn er allur yfirbyggður og er gott vinnupláss á dekki. Fullbúinn með öllum tækjum kostar báturinn um 200 milljónir króna. Ekki fengust upplýsingar um það hvenær bátur- inn heldur til veiða en á bryggjunni í Grindavík gerðu menn því skóna að það yrði á laugardaginn. Bátur- inn hafi verið sjósettur á laugar- degi, hann kom til heimahafnar á laugardegi og því við hæfi að hann færi í fyrstu veiðiferð á laugardegi, til að halda í hjátrúna. – Stakkavík kaupir smábát af stærstu gerð Nýr 200 milljóna króna bátur til Grindavíkur Hermann Ólafsson ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Vilhjálmi Árnasyni þingmanni úr Grindavík. Hermann ÓIafsson útgerðarmaður og fiskverkandi í Stakkavík ásamt fjölskyldu í borðsal Óla á Stað GK. Séra Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, blessaði Óla á Stað GK við komuna til Grindavíkur á laugardagsmorgun. Óli á Stað GK 99 kemur til hafnar í Grindavík á laugardag. Vinnuaðstaða um borð er til fyrirmyndar. Björgunarbátur skemmdur – Milljónatjón segir eigandi XX Svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi gert sér það að leik að skemma gamla björgunarbátinn Kidda Lár í Sandgerði um síðustu helgi. Báturinn ber nú nafnið Siggi Sæm og er í eigu Sigurðar Stefánssonar kafara. Hann segir að svo virðist sem stungin hafi verið göt á bátinn á einum 6-7 stöðum og líklega hafi svokallaður goggur verið not- aður við skemmdarverkin. „Þetta er alveg ömurlegt og líklega tjón sem hleypur á milljónum þar sem báturinn er eflaust ónýtur,“ sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir. Sigurður segir að komið sé í ljós að einnig hafi verið brotist inn í tvær trillur við Sandgerðishöfn um helgina. Báturinn sem er harðbotna slöngu- bátur var áður í eigu björgunar- sveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, en sveitin notast einmitt við bátinn þessa dagana, þar sem nýi báturinn, Þorsteinn, er bilaður. Líklega hafa skemmdarvargarnir náðst á mynda- vélar sem vakta hafnarsvæðið en verið er að skoða þau mál að sögn Sigurðar. Hann biðlar til þeirra sem hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögregl- una. Hann segir nokkrar ábendingar hafa borist og nú sé lögreglan að vinna í málinu. Hvar væri best að setja niður tjaldstæði? Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar skoðar þessa dagana mögulegar stað- setningar á tjaldstæði í Reykja- nesbæ. Guðlaugur Helgi Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri ráðsins, kynnti ráðinu möguleg svæði undir tjaldstæði á síðasta fundi ráðsins. Guðlaugur Helgi hefur tekið saman sjö svæði, kosti þeirra og galla. Svæðin eru Víkingaheimar í Innri Njarðvík, á Fitjum þar sem gamla steypustöðin var, Njarð- víkurskógar, á Iðavöllum við gamla fótboltavöllinn, á gamla malarvellinum við Hringbraut, í Grófinni og á Vatnsholti við vatnstankinn. Erum ekki að henda inn handklæðinu -segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að ekki hafi verið boðað til neyðarfundar í fyrradag vegna fjárhagsstöðu bæjarins. DV greindi frá því að staða Reykja- nesbæjar væri vonlaus, þar sem heildarskuldir bæjarins séu um 40 milljarðar. Kjartan segir að búið sé að halda fjölda funda að undanförnu með ýmsum aðilum varðandi stöðuna. Nú sé hins vegar komið að því að kynna skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu bæjarsins og vinna í lausnum. „Það er ekkert nýtt í stöðunni, við þekkjum hana. Nú er KPMG að leggja fram skýrslu sem svarar von- andi spurningum varðandi fram- haldið. Þeir eru að leggja fram sínar hugmyndir um lausnir á vand- anum. Við erum svo að kynna þær fyrir okkar stjórnendum, en þetta eru fyrst og fremst tillögur og hug- myndir,“ segir Kjartan. Skýrslan verður kynnt þann 29. október og þá mun verða ljóst hvaða leiðir verða farnar til þess að laga fjár- hagsvandræði Reykjanesbæjar. „Það er ljóst að staðan er flókin og þetta verður ekki auðvelt, en þetta er gerlegt. Við sjáum fram á að við getum snúið þessu við á nokkrum árum,“ bætir Kjartan við en samkvæmt lögum hefur Reykja- nesbær frest til ársins 2021 til þess að greiða úr fjárhagsvandanum. „Við erum ekki að henda inn hand- klæðinu,“ segir Kjartan að lokum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.