Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.10.2014, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 16.10.2014, Blaðsíða 17
17VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 16. október 2014 Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Garðbraut 49 fnr. 209-5419, Garður, þingl. eig. Grímur Berthelsen, gerðar- beiðandi Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 09:30. Háaleiti 20 fnr. 208-7929, Keflavík, þingl. eig. Magnús Jensson og Ásta Guðleifsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 08:50. Heiðarhvammur 9 fnr. 208-9005, Keflavík, þingl. eig. Dögg Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Heiðarhvammur 9,húsfélag, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 09:10. Lækjamót 14 fnr. 229-4048, Sandgerði, þingl. eig. Björn Ingvar Björnsson og Guðrún Ósk Ársælsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðju- daginn 21. október 2014 kl. 10:00. Ósbraut 10 fnr. 228-9124, Garður, þingl. eig. Sigurður Þór Hlynsson og Helga Björk Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lands- bankinn hf., þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 09:40. Ægisvellir 23 fnr. 225-8774, Keflavík, þingl. eig. Jóhanna Harðardóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 09:00. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir  Baðsvellir 15 fnr. 209-1520, Grindavík, þingl. eig. þb. Guðfinna I Sigurðar- dóttir og Einar Guðmundur Björnsson, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær, Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 10:40. Klettás 3 fnr. 226-9638, Njarðvík, þingl. eig. Páll Guðfinnur Harðarson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Blönduósi, mið- vikudaginn 22. október 2014 kl. 08:55. Laut 16 fnr. 230-9749, Grindavík, þingl. eig. Kjell Ove Aarö og Kristín G Hjálmarsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf, mið- vikudaginn 22. október 2014 kl. 10:50. Miðdalur 8 fnr. 229-1016, Vogar, þingl. eig. Kristján Árnason og Sigríður Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:45. Staðarhraun 23 fnr. 209-1886, Grindavík, þingl. eig. Linda Silvía Hall- grímsdóttir og Björgvin Björgvinsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 11:00. Suðurgata 4 fnr. 209-6531, Vogar, þingl. eig. Ragnheiður Ragnarsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:35. Vogagerði 11 fnr. 209-6571, Vogar, þingl. eig. Rósa Kristín Jensdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf, Sveitarfélagið Vogar, Vátryggingafélag Íslands hf og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:25. Völuás 5 fnr. 231-3283, Njarðvík, þingl. eig. Elísabet Sævarsdóttir, gerðar- beiðandi Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:05. Ægisgata 43 fnr. 209-6616, Vogar, þingl. eig. Kristín H Hansen, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:55. Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400 -uppboð TIL SÖLU Subaro Forester 2001, Ný- skoðaður, ekinn 350 þúsund, hækkaður upp að aftan, nýir gormar og demparar. Krókur, álfelgur fylgja. Uppl. s.892-4498. ÓSKAST TIL LEIGU ÓSKAST TIL LEIGU Reyklaus og reglusöm kona á fimmtugsaldri óskar eftir 3-4 her- bergja íbúð Í Keflavík. Meðmæli ef óskað er. Upll. í síma 894-6267 Til leigu herbergi með aðgang að baði og eldhusi leiga 60 þús með öllu innifalið net , sími hiti og raf- magn upplysingar í síma 5889443 5 herb. einbýli á Birkiteig í Reykjanesbæ með bílskúr. 170þ.kr/mán. 1.mán+síðasti + 1 mán í tryggingu greitt fyrirfram. Meðmæli ofl. gögn æskileg. Sendið mail á mystuffalways@gmail.com Rafvirki getur bætt við sig verkum! Get bætt við mig verkum, úti- lýsing,viðhald,nýbygging og margt fleira. Vönduð vinnubrögð,traust og örugg þjónusta 772-2482 Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar Matur sem ég á alltaf til í eldhúsinu Máttur matarins er mikill og í mínu starfi er maturinn eitt besta lyfið til að ná bata og því skiptir svo miklu máli að vanda valið þegar kemur að mat. Mig langar að deila með ykkur mat sem ég á yfirleitt alltaf til og sem er stór hluti af mataræðinu á mínu heimili. 1. Möndlur og aðrar hnetur, hörfræ og chia fræ. Ég nota líka töluvert mikið tahini se- samsmjör sem álegg ofan á hollt brauðmeti eða smurt á eplabita. Hnetur og fræ eru stútfull af steinefnum eins og magnesíum, kalki og sínk og góðum fitum. 2. Fersk eða frosin ber. Gott að eiga í frysti frosin krækiber, bláber og blönduð ber. Svo er líka sniðugt að narta í goji ber sem millimál enda löngu vitað að ber innihalda mikið magn af andoxunarefnum sem vernda frumur okkar gegn öldrun og skemmdum. 3. Ólífuolía, kókósolía, hampolía, hörfræolía, lýsi eða aðrar omega 3 olíur til að smyrja liði, jafna hormóna, styrkja ónæmiskerfi og halda húð mjúkri. 4. Hýðisgrjón, haframjöl, heilhveiti, bygg, gróft spelt og quinoa. Nota ýmist í morgun- grauta, bakstur eða sem meðlæti með mat. Gróf kolvetni gefa okkur jafna orku yfir daginn. 5. Egg, kjúkling, lambakjöt, fisk, hreinar lífrænar mjólkurvörur. Góð gæða prótein búa til mótefni, hormón, taugaboðefni og ensím í líkamanum. 6. Spínat, grænkál, klettasalat og annað grænt og vænt. Vissulega nota ég mikið af öðru grænmeti líka en ég passa alltaf að eiga eitthvað grænt í skápnum því það er svo nærandi, hreinsandi og virkar eins og súrefnishleðsla á frumurnar. 7. Sítrónur. Mér finnst mjög gott að fá mér sítrónu í heitt vatn en sítrónur eru hreinsandi, örva gallblöðru í að brjóta niður fitu og leysa upp slím í öndunarfærum. Hressandi og svalandi. 8. Geitaostur. Ég er búin að vera háð geitaosti í mörg ár og finns algjört lostæti, mun vægari á meltinguna heldur en kúamjólkurostur og hollur valkostur. Hægt að fá smurost, feta og í sneiðum og við erum öll dottin í geitaost á heimilinu. 9. Avokadó. Borða sennilega ½-1 avókadó á dag og finnst það ómissandi sem hluti af mataræðinu enda þvílík hollusta af góðum trefjum, fitum, E vítamíni og plöntuefnum. 10. Dökkt súkkulaði. Lífrænt dökkt súkkulaði er mitt sparinammi og er löngu búin að telja mér trú um að það hressir, bætir og kætir! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is - www.pinterest.com/grasalaeknir.is - www.instagram.com/asdisgrasa HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Á hvaða braut ertu? Náttúrufræðibraut. Hvaðan ertu og aldur? Ég er 18 ára og ég flutti úr Garðinum í Njarðvík í 8.bekk. Helsti kostur FS? Fyrir mér er það stríðsnefndin og félagslífið. Hjúskaparstaða? Á pikkföstu. Hvað hræðistu mest? Ég er skíthræddur um að þessi Ebóla komi til Íslands. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ásgeir Jóns fyrir að vera fyrsti Íslendingurinn með Ebóluna. Hver er fyndnastur í skólanum? Þeir eru nokkrir. Hvað sástu síðast í bíó? Annabell hún var rosaleg! Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það væri allt betra ef það væri selt kók í dós. Hver er þinn helsti galli? Get ekki gert hlutina strax geri þá frekar seinna, betra seint en aldrei. Hvað er heitasta parið í skólanum? Guðbjörg Ósk og Krissi. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? A ð þ a ð m æ t t i hr ing j a s ig inn veikan hvenær sem er ekki bara fyrir kl. 10. Áttu þér viðurnefni? Strákarnir kalla mig Kidda. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Nehh í staðinn fyrir djók, pirrandi ávani. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er mjög fínt. Áhugamál? Mikill fótboltaáhugamaður. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Út að læra einhvað sniðugt. Ertu að vinna með skóla? Ég vinn hjá Geysi. Hver er best klædd/ur í FS? Það klæða sig margir flott en sem mér dettur í hug er Hjörtur. Kristinn Sveinn Kristinsson er 18 ára nemi á náttúrufræðibraut FS. Hann segist vera hræddur um að Ebólu-veiran nái bólfestu á Íslandi. Hann fær ekki ógeð á matnum á Olsen Olsen og eftirlætisflíkin hans eru inniskórnir. Hræddur við Ebóluna -fs-ingur vikunnar Kennari: Simon Cramer. Sjónvarpsþættir: Family Guy, Walking Dead, How I met your mother og fleiri. Hljómsveit/tónlistarmaður: Kendrick Lamar og fleiri. Kvikmyndin: Þær eru margar en Green street hooligans er góð. Leikari: Will Fer- rell, Zach Galifianakis og Brad Pitt. Vefsíða: Fótbolti.net, Deildu.net og Facebook. Flíkin: Inniskórnir mínir. Skyndibiti: Olsen, fæ ekki ógeð á honum. Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)?: Ég hlusta á allskonar tónlist og er ekki að leyna neinu. Eftirlætis

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.