Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.10.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 16.10.2014, Blaðsíða 18
18 fimmtudagurinn 16. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR -íþróttir pósturX eythor@vf.is Grindvíkingar hafa farið vel af stað í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Þegar þetta er ritað hafa þær unnið báða leiki sína í deildinni og virka í fantaformi undir handleiðslu hins sigursæla Sverris Þórs Sverrissonar. Hin 25 ára gamla María Ben Erlingsdóttir er ein af þeim leikmönnum sem koma vel undan sumri hjá þeim gulklæddu. María var dugleg að æfa í sumar ásamt liðsfélögum sínum. Hún tók rækilega á því í ræktinni auk þess sem hún æfði vel grunnatriðin í körfuboltanum. „Maður þarf að vinna í þeim líka eins og öðru,“ segir hún. Auk þess að æfa vel undir handleiðslu einkaþjálfara æfði María að talsvert með landsliðinu. Sumarfríið hjá Maríu var því aðeins rétt tæplega vika þetta árið. Grindvíkingar sterkari en í fyrra „Ég tel okkur vera sterkari en í fyrra. Núna er þetta ekki eins nýtt fyrir okkur eins og þá. Nú þekkjum við inn á hver aðra og allt er að smella betur saman. Við erum talsvert ferskari,“ segir María. Grindvíkingar hafa endurheimt hinn frábæra leikmann, Petr- únellu Skúladóttur, úr barneignarleyfi. Er- lendi leikmaðurinn, Rachel Tecca, virðist sterk og liðið hefur einnig á ungum og efni- legum leikmönnum að skipa. Auk þess er besti íslenski leikmaður síðari ára, Pálína Gunnlaugsdóttir, enn innan raða liðsins. Það má því passlega reikna með Grindvíkingum í toppbaráttunni. „Við stefnum á alla titla og ég tel okkur hafa alla burði til þess. Það verður þó ekki auðvelt þar sem þetta er jöfn deild með sterkum liðum.“ Hugurinn reikar út annað slagið María segir að spilamennska liðsins sé að verða betri með hverjum leik undir þjálfarans Sverris Þórs, sem sankað hefur að sér titlum á undan- förnum árum. María þekkir vel til Sverris e n h an n h e f u r þjá l fað hana í l a n d s l i ð i n u . „Sverrir nær sérstaklega vel til mín. H a n n hefur mikla trú á mér og við það eykst sjálfsstraustið. Það hjálpar alveg hell- ing.“ María hefur fengið nasaþefinn af at- vinnumennsku í körfuboltanum en hún lék með Saint Gratien í Frakk- landi. Auk þess lék hún í fjögur ár í háskóla í Bandaríkjunum. „Hugurinn reikar út annað slagið. Það var gaman að prófa að spila í Frakklandi. Mér líður rosalega vel heima núna, hérna í Grindavík. Ef það kemur tækifæri þá væri ég alveg opin að skoða það.“ „Sverrir hefur trú á mér“ -segir miðherjinn María Ben sem stefnir á alla titla sem eru í boði með Grindvíkingum Keflavíkurdagurinn var haldinn í fyrsta sinn um liðna helgi, en þá var starfsemi íþróttadeilda Keflavíkur kynnt fyrir íbúum Reykjanesbæjar. Á milli 300-400 manns litu við á Sunnubrautinni, léku listir sínar í hinum ýmsu íþróttagreinum, gæddu sér á pylsum og hlýddu á Friðrik Dór þenja raddböndin. Ákaflega vinsælt var að skjóta af loftriffli og skammbyssu frá skotdeildinni. Margir könnuðu skotkraftinn í fótboltanum með hjálp radarbyssu, á meðan aðrir tóku flikk flakk á dýnu fimleika- deildarinnar. Einar Haraldsson framkvæmdastjóri Keflavíkur sagði í samtali við VF að þegar væri farið að huga að næsta ári, þar sem Keflavíkurdagurinn væri kominn til að vera. „Við erum ánægðir með þetta fyrsta skipti okkar. Við lítum þetta bara björtum augum, þrátt fyrir að gaman hefði verið að sjá fleiri. Við erum þakklát fyrir að sjá alla þá sem lögðu leið sína í íþrótta- húsið. Við fengum gríðarlega góð viðbrögð frá þeim gestum sem kíktu í heimsókn. Ég held að fólk hafi almennt verið ánægt með þetta. Við lærum að þessari fyrstu reynslu og förum inn í næsta með jákvæðu hugarfari,“ sagði Einar. Keflavíkurdagurinn kominn til að vera Evrópumeistarar í hópdans XXSex stúlkur af Suðurnesjum sigruðu á sterku móti. Þær Díana Dröfn Benediktsdóttir, Elva Rún Ævarsdóttir, Lovísa Guðjónsdóttir, Sylvía Ru Kár dóttir, Sandra Ósk Vikt- orsdóttir og Ingibjörg Sól Guðmunds- dóttir urðu um helgina Evrópumeistarar í hópdansi á sterku móti, FitKid, sem haldið var um helgina í Vodafone höll- inni í Reykjavík. Þetta er tólfta Evrópu- mótið í FitKid og í annað sinn sem það er haldið á Íslandi. Iðkendur eru börn og unglingar á aldrinum 6 - 19 ára og brúar þessi íþrótt bilið á milli fimleika, þolfimi, dans og styrktaræfinga.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.