Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 2
2 fimmtudagurinn 23. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is Íbúðalánasjóður svarar ekki Garðmönnum – óskað eftir fundi með sjóðnum og félagsmálaráðherra XuMagnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, hefur sent Íbúðalánasjóði bréf vegna húsnæðismála í Garði. Íbúðalánasjóður á nú 57 eignir í Garði. Engin viðbrögð hafa orðið af hálfu Íbúðalánasjóðs við erindinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með félagsmálaráðherra og Íbúðalánasjóði. Í bréfinu til Íbú- ðalánasjóðs er óskað eftir samstarfi og fundi varðandi fjölda ónotaðra íbúða í eigu sjóðsins í Garðinum. Í minnisblaði bæjarstjóra, sem lagt var fyrir bæjarráð í Garði í gær, er einnig fjallað um 7 félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins, ástand þeirra og nýtingu. Fyrir liggur að ráðast þarf í viðhaldsframkvæmdir vegna tveggja íbúða. X■ Nokkur störf og heilmiklar framkvæmdir: Stofnfiskur áformar uppbyggingu í Vogum Í Vogavík, rétt utan við Voga, er fyrirtækið Stofnfiskur hf. með starfsemi sína. Uppistaðan í framleiðslu Stofnfisks eru lax- ahrogn og fer megnið af fram- leiðslunni til útflutnings. Fram til þessa hafa höfuðstöðvar skrif- stofunnar verið í Hafnarfirði, en nú hyggst fyrirtækið færa þær hingað í Vogavíkina. „Það eru sannarlega góðar fréttir fyrir okkur, hingað færast nokkur störf og uppbyggingunni fylgja heilmiklar framkvæmdir, segir Ás- geir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitar- félaginu Vogum. Sveitarfélagið hefur nú þegar hafið undirbúningsvinnu að þeim þáttum sem að sveitarfélagniu snúa, en framkvæmdin kallar á breytingu á aðalskipulagi. „Nú hefur verið gefin út svokölluð skipulags- og matslýsing, sem auglýst hefur verið og er til umsagnar. Ef allt gengur að óskum mun breytingin verða stað- fest og þá getur uppbyggingin hjá Stofnfiski hafist með vorinu,“ segir Ásgeir jafnframt í pistli sem hann skrifar í fréttabréf sveitarfélagsins. Skrifað hefur verið undir samning milli Strætó bs. og Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum. Samningurinn felur í sér skipulagningu og framkvæmd al- menningssamgangna milli þétt- býliskjarna á Suðurnesjum og tenginu þeirra við höfuðborgar- svæðið. Hlutverk Strætó bs. verður að halda utan um upplýsingar er varða akstur verktaka fyrir S.S.S. Verður það gert með sama fyrirkomulagi og gildir varðandi samninga Strætó við verktaka vegna aksturs á þeirra vegum. Strætó bs. tryggir farþegum á þjón- ustusvæði S.S.S. aðgang að vögnum í leiðarkerfi strætó á höfuðborgar- svæðinu hafi þeir til þess gild fjar- gjaldaform eins og þau eru skil- greind af Strætó hverju sinni. Strætó mun veita farþegum upplýs- ingar og fyrirgreiðslu líkt og öðrum farþegum á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn tekur gildi 1. janúar 2015 og mun hafa í för með sér mikla samgöngubót fyrir sam- félagið á Suðurnesjum og bæta tengingu íbúa við höfuðborgar- svæðið. Strætó skipuleggur sam- göngur á Suðurnesjum Gunnar Þórarinsson og Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó bs. Hugmynd Daníels orðin að veruleika – Skilti sett upp við Brú á milli heimsálfa Xu„Það er frábært að fá svona hug- myndir frá íbúum og koma þeim í framkvæmd,“ segir Eggert Sól- berg Jónsson, verkefnastjóri hjá Heklunni. Eggert sendi Víkurf- réttum mynd sem hann tók við Brú á milli heimsálfa. Myndin er af skilti með Daniel Alexanderssyni, 13 ára nema í 8. bekk í Akurskóla, sem kom á framfæri þeirri hugmynd að koma á nýrri hefð; að halda á Brúnni á milli heimsálfa. Hugmyndin sló í gegn og hafa margir látið taka mynd af sér eins og Daníel þegar hann stillti sér upp fyrir föður sinn. Íbúar við Hlíðarveg 12-88 í Njarðvík hafa óskað eftir að Reykjanesbær geri við heim- reiðar við raðhúsin. Með ósk um þetta fylgdi undirskrifta- listi íbúa ásamt skýringum með beiðninni. Íbúarnir óskuðu einnig eftir íbúa- fundi þar sem svör verði gefin varðandi málið. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnar erind- inu þar sem heimreiðirnar eru innan lóðamarka raðhúsanna. Framkvæmdastjóra og formanni er jafnframt falið að funda með fulltrúum íbúa og gera grein fyrir málinu. Kristinn Jakobsson, Framsóknar- flokki, flutti tillögu á fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar í vikunni um að fresta ákvörun í málinu til að freista þess að leysa ágreining er varðar endurnýjun yfirborða á botnlanga við hús. „Enn er mjög á reiki hvort botnlanginn sér hluti af gatnakerfi bæjarins eða hluti lóðar viðkomandi raðhúsa,“ segir í tillögunni sem var felld með tíu atkvæðum gegn atkvæði Kristins. Heimreiðin ekki á ábyrgð bæjarins – íbúar sendu bæjaryfirvöldum undirskriftir og óskuðu eftir íbúafundi Á sunnudag lýkur sýningu Kristínar Rúnarsdóttur LEIKFLÉTTUR í sýningarsal Listasasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Opið 12-17 virka daga, 13-17 helgar. Aðgangur ókeypis. Vegna fjölda áskorana hefur sýningartíminn verið framlengdur um viku. Allra síðasti sýningardagur, í Bíósal Duushúsa, er sunnudagurinn 26. október. Opið 12-17 virka daga, 13-17 helgar. Aðgangur ókeypis. -Víkingaskipið Íslendingur -Siglingar norrænna manna -Fornminjar af Suðurnesjum -Örlög guðanna -Söguslóðir á Íslandi Opið 12-17 alla daga. vikingaheimar.is Velkomin á Rokksafn Íslands Opið 11-18 alla daga rokksafn.is LISTASAFN REYKJANESBÆJAR LEIKFLÉTTUR LJÓSMYNDARINN JÓN TÓMASSON VÍKINGAHEIMAR ROKKSAFN ÍSLANDS HLJÓMAHÖLL

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.