Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 23. október 2014 Carino H Á R S N Y R T I S T O F A herra- kvöld Verslunarmiðstöðinni Krossmóa Reykjanesbæ 31. okt frá kl. 19:00-22:00 & Dömu- Pétur JóhannTrúbbadorarnir Heiður Takwando Léttar veitingar Fjöldi glæsilegra tilboða Carino H Á R S N Y R T I S T O F A Hipp hopp Happdrætti Kynnir kvöldsins er Jogvan Okkur vantar starfsfólk bæði tímabundið og til framtíðar. Á Soho ganga allir starfsmenn í öll störf.  Aðstoð í eldhúsi 100% Uppvask – þrif – útkeyrsla – tiltekt 70% Útkeyrsla, aukavinna um helgar.   Ath! Ekki sækja um ef þú reykir, talar ekki íslensku og ert ekki með bílpróf. Sendið fyrirspurn á soho@soho.is ATVINNA „Staðan er slæm. Við erum eina kennarastéttin sem hefur verið skilin útundan í kjarasamn- ingaviðræðum og það er óskýrt hvers vegna. Búið er að semja við grunnskóla- og leikskólakennara en við höfum dregist verulega aftur úr í kjörum. Ef við myndum samþykkja samningana eins og þeir liggja fyrir núna yrðum við á 30- 40% lægri launum en grunnskóla- kennarar. Eðlilega erum við ekki reiðubúin að samþykkja slík kjör,“ segir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar, í samtali við Víkurfréttir. Verkfall tónlistarkennara hófst á miðnætti og tekur það til um 500 kennara í Félagi tónlistarkennara. 93 prósent þeirra samþykktu verk- fallsboðun. 28 í verkfalli af 44 Tónlistarskólakennarar hafa undanfarna mánuði átt í kjaravið- ræðum við Launanefnd sveitar- félaga án árangurs verkfall er hafið hjá þeim tónlistarkennurum sem tilheyra Félagi Tónlistarskólakenn- ara (FT). Annar hópur tónlistar- skólakennara, félagar í Félagi ís- lenskra hljómlistarmanna (FÍH), er sömuleiðis í kjaraviðræðum, en hefur ekki boðað til verkfalls. Samninganefndir tónlistarskóla- kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu hjá Ríkis- sáttasemjara fram á kvöld í gær án þess að leysa kjaradeiluna. Í Tónlistarskóla Reykjanebæjar starfa 44 tónlistarkennarar, þar af eru 28 í verkfalli en 16 í störfum (félagar í FÍH). Forskólakennsla fellur niður í 5 skólum af 6 „Hér eru nemendur sem fá enga kennslu en aðrir hluta. Einhverjir komast t.d. á lúðrasveitaræfingu en ekki í tíma á meðan aðrir komast í tíma en ekki á strengjasveitaræf- ingu. Þá fellur forskólakennsla niður í öllum skólum í Reykja- nesbæ nema í Akurskóla,“ segir Haraldur og bætir við að kennarar, nemendur og forráðamenn þeirra hefðu verið búnir undir ef til verk- falls skyldi koma. „Kennarar hafa verið samband við sína nemendur. Ég sá í hvað stefndi og sendi póst á alla forráðamenn í gær og skil- greindi hvernig kennslan myndi skerðast. Skólastjórar vissu það líka.“ Finna fyrir stuðningi Haraldur segir að í sveitarfélögum eins og í Reykjanesbæ sé mikill metnaður í tónlistar- og menn- ingarstarfi. „Því hljóta sveitar- stjórnafulltrúar að vera upplýstir um gang mála. Þeir hljóta að vera óánægðir með stöðuna eins og hún er, bæði er varðar kjör tón- listarkennara og að grípa þurfi til verkfalls. Mögulega geta þeir þrýst eitthvað á samninganefnd sveitar- félaga. Við finnum fyrir stuðningi í samfélaginu og það er kominn tími á leiðréttingu. Við höfum verið með lausa samninga síðan árið 2006.“ X■ 28 af 44 kennurum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í verkfalli: Með 30 - 40% lægri laun en aðrir kennarar -fréttir pósturu vf@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.