Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 16
16 fimmtudagurinn 23. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR BORGARAFUNDUR Opinn íbúafundur um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar haldinn í Stapa miðvikudaginn 29. október kl. 20:00. Dagskrá: 1. Fundarsetning 2. Ráðgjafar KPMG kynna fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar og tillögur til úrbóta 3. Fyrirspurnir úr sal Fundarstjóri: Ólafur Helgi Kjartansson -aðsent pósturu vf@vf.is Yfirskrift þemadaga í Stóru-Vogaskóla var „Börn um allan heim“ og stóðu þeir yfir frá 15.-17.október. Hugmyndin kviknaði þegar Unicef sendi okkur beiðni um þátttöku í söfnun til styrktar þróunarhjálp fyrir börn og fannst okkur tilvalið að fræða okkar börn um Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og um aðstæður barna víða um heim. Þá notuðum við tækifærið og ræddum mun á réttindum og forréttindum. Að sjálfsögðu tókum við þátt í degi rauða nefsins og má segja að þar hafi vinnan byrjað. Kennarar hafa síðan þá kynnt greinar barnasátt- málans og fléttað inn í kennslu eftir atvikum. Þegar kom svo að þema- dögum voru nemendur orðnir nokkuð vel kunnugir barnasátt- málanum. Fyrstu tvo dagana unnu nem- endur alls konar verkefni úr Litla kompás og fjölmörg önnur verk- efni sem hægt var að tengja við barnasáttmálann. Afraksturinn var t.d. plaköt þar sem sjá má á öðru þeirra jákvæðar fréttir og hinu nei- kvæðar fréttir, þau kusu að tjá þær með myndum sem töluðu sterkt til þeirra. Annar hópur teiknaði hendur sem leiddust í hring og fal- legt ljóð í miðjunni um vinskap. Einn hópur gerði útlínur mann- eskju á stórt plakat og síðan límdu þau inn á það réttindi barna skv. sáttmálanum. Á þriðja degi leystu nemendur svo þrautir sem reyndu mjög á sam- vinnu og samheldni. Nemendum var blandað saman frá 1.-10. bekk og skipt í hópa. Sú hópaskipting var óvenjuleg og fór fram undir yfirskriftinni: Leit að týndum fjölskyldumeðlimum Leit að fjölskyldumeðlimum fer fram í skólanum. Hver fjölskylda hefur sitt sérkenni (litaða borða). Fyrirliðar ganga milli kennslustofa og safna saman fjölskyldumeð- limum. Þegar allir eru fundnir kemur hópurinn saman inn í sal“. Fyrirliði úr 9. eða 10.bekk ber ábyrgð á að allur hópurinn sé alltaf saman í öllum þrautum. Elstu nemendurnir báru sem sagt ábyrgð á þeim yngri og sáu til þess að enginn týndist úr hópnum. Þau fylgdust síðan að á milli 12 stöðva og leystu mismunandi þrautir, til dæmis bjuggu þau til bolta úr ein- hverju efni sem þau fundu, jafnvel pappír, plastpokum og límbandi, skó úr efni sem til féll, kaffipokum, sóttu vatn í tjörnina og settu á flöskur (án þess að nota trekt), flokkuðu hrísgrjón, við hrísgrjóna- vinnuna voru þau svo einbeitt að það mátti heyra saumnál detta. Þau þvoðu sér upp úr mis hreinu vatni, gengu fram og aftur göngu- stíginn, eldri nemendur þurftu að bera þau yngri á bakinu. Dagurinn gekk mjög vel og allri nemendur stóðu sig með prýði. Það var frá- bært að sjá hve ábyrg þau eldri voru gagnvart yngri krökkunum og þau yngri litu með stórum augum upp til þeirra. Hvert sem litið var sáust nemendur með bros á vör og þau fundu til ábyrgðar og samkenndar. Við erum ákaflega stolt af krökk- unum okkar og höfðu einhverjir starfsmenn á orði að þessir þema- dagar hefðu verið einstaklega vel heppnaðir. Börnin hafa safnað áheitum eða styrkjum í tengslum við verkefnið sem þau munu skila af sér í næstu viku. X■ Þemadagar í Stóru-Vogaskóla: Börn um allan heim X■ Sigrún Ólafsdóttir skrifar: Áhersla á konur og krabbamein Nemendur þurftu að sækja sér vatn í tjörnina og hella í flöskur, til „þvotta og neyslu“ Vetrarstarf Krabbameins-félags Suðurnesja hefur farið vel af stað í ár. Október er áberandi mánuður þar sem aðal áherslan er á konur og krabba- mein og margar byggingar á Suðurnesjum eru fallega lýstar í bleiku. Alls staðar mætir félag- ið velvilja og margir eru reiðu- búnir til að leggja okkur lið við uppbyggingu félagsins. Frá því í byrjun október hafa verslunareig- endur við Hafnargötuna selt fal- leg kerti frá Jöklaljósi til styrktar félaginu og ýmsar aðrar verslanir hafa veitt okkur styrk á einn eða annan hátt. Laugardaginn 18. október var efnt til Samflots í sundlaug Akurskóla sem heppnaðist afar vel. Ýmislegt annað en flotið var í boði. Ilmur af Lavander var í loftinu frá hinum frábæru Zolo olíulömpum en hluti ágóða af sölu lampanna í október rennur til Krabbameinsfélagsins. Fida Abu Libden kynnti og gaf smakk af vörum frá GeoSilica sem er náttúrulegt íslenskt fæðubótar- efni framleitt úr kísil og mun koma á almennan markað í lok árs. Allar konur sem mættu fengu prufur af hinum frábæru EGF húð- dropum frá Sif Cosmetics. Ánægju- legt var að geta kynnt þessar frá- bæru íslensku vörur. Boðið var upp á kaffi frá Kaffitár, kleinur frá Sigurjónsbakaríi og ávexti frá Nettó. Baldur Guðmundsson og Sævar Smárason fluttu notalega tónlist meðan gestir nutu alls sem í boði var. Helgina 24. – 26. október munu fjórir veitingastaðir á Suðurnesjum bjóða upp á bleika matseðla þar sem hluti ágóða rennur til Krabba- meinsfélags Suðurnesja. Veitinga- staðurinn Vitinn í Sandgerði og KEF restaurant á Hótel Keflavík verða með bleikan matseðil laugar- daginn 25. október og Flughótel í Keflavík laugardaginn 25. og sunndudaginn 26. október. 20% af ágóða matseðils þessara veitinga- staða rennur til KS. Veitingastaður- inn Tveir Vitar í Garði verður með bleikan matseðil alla helgina föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld og rennur allur ágóði af matseðlinum til KS. Einnig verða þeir með sitt vinsæla kaffihlaðborð þessa helgi og rennur allur ágóði þess einnig til okkar félags. Ég hvet Suðurnesjabúa til að eiga notalega stund með fjölskyldu eða vinum á einhverjum þessara veit- ingastaða og styrkja um leið gott málefni. Sunnudaginn 26. október kl 20:00 verður bleik messa í Keflavíkur- kirkju í samstarfi við Krabba- meinsfélag Suðurnesja. Sigurbjört Kristjánsdóttir mun þar segja frá reynslu sinni af því að greinast með krabbamein. Seríurnar sjá um söng og leik ásamt Arnóri Vilbergssyni sem verður við hljófærið. Mánudaginn 3. nóvember kl 19:30 verður farin bleik rökkurganga sem er hugsuð fyrir alla fjölskylduna. Gengið verður frá Holtaskóla og eru allir hvattir til að mæta með vasaljós, luktir eða höfuðljós. Allir fá afhenta bleika filmu yfir ljósin áður en gangan hefst. Gengið verður að skógræktinni í Vatnsholti þar sem boðið verður upp á heitt kakó og sögustund við varðeld. Ævar Þór Benediktsson mun lesa upp úr hinni frábæru bók sinni Þín eigin þjóðsaga. Með þessari göngu ljúkum við árlegu árvekniátaki varðandi krabbamein hjá konum og segjum takk fyrir okkur. Alla viðburði félagsins má sjá á Facebook-síðu Krabbameinsfélags Suðurnesja. Sigrún Ólafsdóttir Forstöðumaður Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Suðurnesja Frá samfloti í sundlauginni í Akurskóla.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.