Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 23.10.2014, Blaðsíða 19
19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 23. október 2014 Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu á verðlaunahófi KSÍ í vikunni, en hann var af flestum talinn besti maður Íslandsmeistara Stjörnunnar í sumar. Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson var kjörinn efni- legastur leikmanna Pepsi-deildarinnar á sama hófi en hann átti frábært sumar. Njarðvíkingurinn röndótti, Óskar Örn Hauksson var svo kjörinn prúðasti leikmaður deildarinnar. Óskar varð einmitt bikarmeistari með KR. Vel gert hjá þessum piltum. SUÐURNESJAMENN BESTIR OG PRÚÐASTIR Í FÓTBOLTANUM -frammistaða vikunnar-körfubolti Síðbúinn sprettur sá um Stjörnumenn XuKeflvíkingar unnu níu stiga sigur á Stjörnumönnum á heima- velli sínum í Domino's deild karla í körfubolta á mánudag. Lokatölur í leiknum 83-74 en leikurinn var jafn og spennandi allt fram að síðasta leikhluta. Þá tóku Keflvík- ingar öll völd og skoruðu 27 stig í öllum regnbogans litum gegn 16 frá gestunum. William Graves, nýi erlendi leikmaður Keflvíkinga, skoraði 23 stig í leiknum og skilaði vel í öðrum flokkum tölfræðinnar. Aldursforsetarnir Gunnar Einars og Damon voru báðir í byrjunarliðinu og stóðu vel fyrir sínu. Gunnar stóð vaktina vel í vörninni á meðan Da- mon skoraði 20 stig. Öruggt gegn nýlið- unum á útivelli XuNjarðvík sótti sinn fyrsta sigur á móti Fjölni í Dominos deild karla í körfubolta. Njarðvíkingar voru ekki í erfiðleikum með nýliðana og lokatölur urðu 86-110, þeim grænklæddu í vil. Nýi kaninn hjá Njarðvíkingum, Dustin Salis- bery, fór á kostum og skoraði 37 stig og reif niður 8 fráköst. Logi Gunnarsson bætti við 20 stigum og Hjörtur Hrafn Einarsson 15. Njarðvíkingar fá ÍR-inga í heim- sókn í Ljónagryfjuna í kvöld. Gulir sjóðheitir í síðari hálfleik Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Skallagrími í fyrsta leik sínum í Domino's deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 109-75 fyrir heima- menn í Grindavík þar sem Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur Grindvíkinga með 19 stig, en þeir gulklæddu dreifðu stigaskorinu bróðurlega sín á milli. Jafnt var í hálfleik en Grindvíkingar settu í fimmta gír í þeim seinni. Þeir skor- uðu 64 stig í síðari hálfleik gegn 37 frá Skallagrímsmönnum. Sigruðu meistarana í Hólminum XuKeflvíkingar lögðu Snæfell 68-83 í Domnio's deild kvenna í körfubolta. Keflvíkingar fóru með fimm stiga forystu í hálfleik og unnu að lokum góðan baráttu- sigur gegn ríkjandi Íslandsmeist- urum í Stykkishólmi. Eftir fjórar umferðir hafa Keflvíkingar unnið þrjá leiki og tapað einum og sitja á toppi deildarinnar. Carmen Tho- mas var atkvæðamest Keflvíkinga með 19 stig og 12 fráköst. 83 stiga munur í fyrstu leikjum Njarðvíkinga XuNjarðvíkurkonur unnu afar sannfærandi sigur á KFÍ í 1. deild kvenna í körfubolta. Munurinn var 40 stig þegar uppi var staðið, 81-41, þar sem gestirnir frá Ísa- firði skoruðu aldrei yfir tíu stig í þremur fyrstu leikhlutunum. Ísfirðingar náðu aðeins að rétta úr kútnum undir lokin, en sigur Njarðvíkinga var afar sann- færandi. Erna Hákonardóttir fór á kostum hjá Njarðvíkingum en hún skoraði 32 stig, þar af fimm þriggja stiga körfur og nýtti hún skot sín einstaklega vel. Njarðvíkingar hafa fullt hús stiga eftir tvær umferðir í deilinni, en á dögunum vannst yfirburðasigur á FSU/Hrunamönnum. Þar urðu lokatölur 35-78 og skoraði Erna þá 22 stig. Slæmur lokakafli kostaði Grindvík- inga sigurinn XuGrindvíkingar töpuðu 59-71 fyrir Haukum á heimavelli sínum í Domino’s deild kvenna í körfu- bolta í síðustu viku. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var jafn allt þar til í lokin, en Grind- víkingar skoruðu þá aðeins sjö stig í lokaleikhlutanum, gegn 22 frá Haukum. Rachel Tecca var at- kvæðamest Grindvíkinga með 22 stig og 11 fráköst. Kristján áfram með Keflavík - samdi til tveggja ára XuKristján Guðmundsson mun þjálfa Keflvíkinga næstu tvö árin, en samningur þess eðlis var undir- ritaður í vikunni. Kristján tók við liðinu snemma sumars í fyrra og forðaði því frá fallbaráttu. Í sumar höfnuðu Keflvíkingar í sjöunda sæti eftir góða byrjun. Kristján þjálfaði Keflavík fyrst árið 2005 og var þá með liðið út árið 2009. Hann gerði Keflavík að bikar- meisturum árið 2006 og árið 2008 var liðið í 2. sæti deildarinnar. Þess má geta að hann hefur stýrt Kefla- vík í 167 leikjum og er með lang- flesta leiki sem þjálfari liðsins. „Þetta er mikill heiður“ XuSegir efnilegasti leikmaður landsins „Þetta er virkilega mikill heiður og gott fyrir sjálfstraustið,“ segir Kefl- víkingurinn Elías Már Ómarsson sem í gær var valinn efnilegasti leik- maður Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu. Elías er staddur í Noregi þessa dagana á reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Vålerenga. Elías segist hafa verið nokkuð hissa en um leið ánægður þegar hann heyrði af tilnefningunni en faðir hans hringdi í hann og færði honum tíðindin. „Það er yfirleitt alltaf gaman að heyra í honum sama hvað hann hefur að segja, sérstak- lega þegar hann er með svona góðar fréttir,“ segir Elías. Hann var sáttur við eigin frammistöðu í sumar þó alltaf megi gera betur. „Ég mun klár- lega reyna það á næsta tímabili,“ bætir framherjinn við en óvíst er þessa stundina hvort það verði hjá Keflavík eða í Noregi, en Elías er þó samningsbundinn Keflvíkingum. ÍRB á þriðjung landsliðsmanna í sundi XuSundsamband Íslands hélt um sl. helgi æfingabúðir fyrir lands- liðsfólk í sundi. Öllum sund- mönnum sem tóku þátt í landsliðs- verkefnum 2013-2014 var boðið, en þar á meðal voru 14 sundmenn frá ÍRB af 41 manna hóp. Hólmar er á heimleið Guðjón Árni fylgir honum líklega XuKeflvíkingar hafa svo gott sem gengið frá samningi við miðju- manninn Hólmar Örn Rúnarsson sem leikið hefur með FH undan- farin þrjú ár. Hólmar er alinn upp hjá Keflavík og á að baki rúmlega 180 leiki með félaginu í meistara- flokki. Þorsteinn Magnússon hjá knattspyrnudeild Keflavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að samningar væru í höfn og líklega skrifað undir þegar Hólmar kæmi heim erlendis frá á næstunni. Þor- steinn staðfesti einnig að liðið væri í viðræðum við Guðjón Árna Ant- oníusson liðsfélaga Hólmars hjá FH, en Guðjón lék með Keflavík frá árunum 2002-2011. „Ég er vongóður um að Guðjón komi en við höfum þegar rætt við hann,“ sagði Þorsteinn. Taekwondosamband Íslands hélt svartbeltispróf sl. laugar- dag. Átta iðkendur tóku að þessu sinni próf frá þremur félögum, þar á meðal fjórir frá Keflavík. Helgi Rafn Guðmundsson, yfir- þjálfari Keflavíkur til margra ára, tók 4. dan, sem er meistaragráða í taekwondo, á svarabeltisprófi um helgina. Það er mikill árangur fyrir Keflavíkurdeildina að hafa þjálfara með þessa gráðu, en örfáir Íslendingar hafa náð meist- aragráðu í taekwondo. Að sögn Helga Rafns var prófið erfitt en allir iðkendur stóðust það að lokum. Próftakar frá Keflavík voru: Daníel Arnar Ragnarsson 1. poom svartbeltisgráða Ólafur Þorsteinn Skúlasson 1. dan svartbeltisgráða Ægir Már Baldvinsson 1. dan svartbeltisgráða Helgi Rafn Guðmundsson 4. dan svartbeltisgráð Fjórir úr Keflavík fengu svarta beltið -Yfirþjálfari Keflavíkur fékk meistaragráðu í taekwondo. www.vf.is 83% LESTUR + Welcome home! Damon skoraði 20 stig í heim- komunni gegn Stjörnunni. VF-Ljósmynd: Eyþór Sæmundsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.