Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 2
2 fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturX vf@vf.is Reykjanesbær mun fara í sér-staka aðgerðaráætlun til að ná fram 900 milljóna króna sparnaði hjá bæjarsjóði á árinu 2015 og næstu ár á eftir, í sam- ræmi við tillögur endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækisins KPMG. Sóknin - vörðun til framtíðar er vinnuheiti á þessari aðgerð á við- snúningi í rekstri Reykjanesbæjar sem mun verða í fjórum þáttum í starfsemi bæjarfélagsins. Skýrsla KPMG var rædd á opnum íbúa- fundi í Stapa í gærkvöldi en nánar er fjallað um umræður fundarins á vef Víkurfrétta, vf.is þar sem blaðið var farið í prentun fyrir fundinn. Sparað á öllum sviðum Í skýrslunni eru settar fram til- lögur að markmiðum um aðgerðir í rekstri bæjarsjóðs, verkefnum sem snúa að B-hluta fyrirtækjum, áherslum í fjárfestingum og að- gerðum vegna efnahags. Í rekstri er stefnt að því að ná fram 500 millj. kr. sparnaði á næsta ári og 400 millj. kr. tekjuaukningu. Hún kæmi líklega mest fram í auknum skattbyrðum á bæjarbúa en sparn- aður með ýmsum leiðum. Hámark fjárfestinga verði 200 millj. kr. að jafnaði á ári næstu árin þar til fjár- hagsmarkmiðum hefur verið náð. Með áhrifum aðgerðanna verði skuldaviðmið, sem eru nú 230,4%, komið niður í 138% árið 2019 og niður í 102% árið 2021 en viðmið sveitarfélaga samkvæmt sveitar- stjórnarlögum er að heildarskuldir og skuldbindingar mega ekki vera umfram 150 millj. kr. af heildar- tekjum. Heildarskuldir bæjarins eru um 40 milljarðar kr. Um 25 milljarðar eru á A-hluta og á B-hluta um 15 milljarðar. Endursemja þarf við lánadrottna en þar er þrota- bú Glitnis stærsti aðili vegna Fast- eignar en skuld Reykjanesbæjar vegna hennar er um 12 milljarðar. Skoðað verður hvort hægt sé að selja fleiri eignir en ekki er talið lík- legt að það séu miklir möguleikar í þeim efnum. Reykjanesbær var skuldugasta sveitarfélagið í árslok 2013 miðað við skuldir sem hlutfall af tekjum. Í B-hluta stofnunum á að skoða möguleika á sölu eigna eða með sameiningu. Þá hefur m.a. verið uppi á borðinu hvort Reykjanes- höfn gengi í sæng með Faxaflóa- höfnum. Þá myndi skuldabyrðin færast annað en að sama skapi myndi hagurinn af betri rekstri síðar ekki koma með sama þunga inn í bæjarsjóð Reykjanesbæjar. Í skýrslu KPMG kemur fram að peningar úr A-hlutanum hafi verið notaðir í greiðslu skuldbindinga hjá stofnunum í B-hluta, þ.e. skuldir Helguvíkurhafnar hafa m.a. verið greiddar úr A-hlutanum. KPMG leggur til að B-stofnanir verði sjálfbærar. Þá verði lögð áhersla á að HS Veitur, sem eru hluti af B-stofnunum bæjarfélagsins, skili hámarks arði til A-hluta. HS veitur styrkja reikninga Reykjanesbæjar með góðri stöðu en bæjarfélagið á meirihluta í fyrirtækinu. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í sl. viku að fram fari endurskoðun á skipulagi og skipuriti Reykjanes- bæjar með það að markmiði að auka skilvirkni og hagræða í rekstri. Tillögur liggi fyrir eigi síðar en 1. febrúar 2015. Bæjarráð samþykkti einnig að unnin verði sérstök greining á launagreiðslum innan sveitarfélagsins, þ.m.t. greiðslum vegna yfirvinnu, bifreiðastyrkjum og öðrum greiðslum, sem eru utan kjarasamninga. Niðurstöður liggi fyrir sem fyrst, eigi síðar en 30. nóvember 2014. Tímabundið bann verður við nýráðningum starfs- fólks innan bæjarskrifstofunnar og að reynt verði að manna lausar stöður með núverandi starfsfólki. Jafnframt verði ekki endurráðið í stöður undirstofnana nema með sérstöku samþykki bæjarráðs. Samstaða minni- og meirihluta Ákveðið var samhljóða í tíð fyrr- verandi bæjarstjórnar að vinna umrædda skýrslu og núverandi bæjarstjórn hefur unnið áfram í samræmi við það. Er því full sam- staða um niðurstöður hennar. Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og núverandi odd- viti sjálfstæðismanna, segir í grein í blaðinu í dag að mikil uppbygging hafi átt sér stað og Reykjanesbær umbylst og sé nú í takti við mest að- laðandi sveitarfélög landsins með bestu skólana, ókeypis samgöngu- kerfi, glæsilegt umhverfi, íþróttir og menningu. Hér séu nú góðar aðstæður fyrir fyrirtæki og núna séu t.d. fjögur gagnver komin, tvö kísilver í Helguvík og fleira. „Þrátt fyrir atvinnumissi hefur íbúum stöðugt fjölgað með þörf fyrir skóla og almenna þjónustu. Vegna atvinnutafa hefur ekki tek- ist að ráða bug á atvinnuleysinu. Þetta hefur kostað bæinn gríðar- legar fjárhæðir. Lán að baki upp- byggingunni hafa reynst okkur kostnaðarsöm vegna hægrar at- vinnuuppbyggingar. Við þurfum að endursemja um tímasetningar og ná hraðari uppgreiðslu lána. Við þurfum að leita leiða til að draga úr gríðarlegum kostnaði af fjár- hagsaðstoð sem best er gert með atvinnu fyrir þann hóp. Við erum bjartsýn á að þetta takist. En vegna þessara tafa á fjárhags- legum árangri færumst við nær tímamörkum sem okkur eru sett um skuldahlutfall sveitarfélaga árið 2022. Um lánin þarf strax að endursemja. Biðin eftir atvinnu- tækifærum má ekki taka mörg ár í viðbót,“ segir Árni m.a. í greininni. „Okkar áherslur næstu mánuði munu fyrst og fremst snúast um framtíðina og „Sóknina“, frekar en fortíðina. Það er nefnilega þannig að þegar kviknar í skiptir mestu máli að slökkva eldinn og bjarga því sem bjargað verður. Að finna út hver kveikti í eða hvers vegna, bíður betri tíma,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. X■ Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar: 900 milljóna kr. árlegur sparnaður næstu árin -endurskoðun á skipulagi og skipuriti Reykjanesbæjar. Auka skilvirkni og hagræða í rekstri, m.a. með auknum álögum á bæjarbúa. Dregið verði úr bílastyrkjum starfsmanna, sett á yfirvinnubann og ráðningarbann. Hér eru nokkrir punktar úr skýrslu Haraldar, tölur úr rekstri og ábendingar til úrbóta: ■ Skuldir Reykjanesbæjar, A-hluta, hafa aukist úr 5.618 millj. kr. árið 2002 í 24.674 millj. kr. árið 2013, eða um 19 milljarða kr. á verðlagi hvors árs, sem er hækkun um 339%, eða rúmlega fjórföldun skulda á tímabilinu. ■ Á sama tíma jukust tekjur A-hlut- ans úr 3.026 millj. kr. í 9.376 millj. kr., eða um 6.350 millj. kr., sem er aukning um 210%, eða þreföldun tekna á tímabilinu. ■ Samtals hafa skuldir sveitarfélags- ins á þessum tímabili, 2002 til 2013, aukist úr 8.370 millj. kr. árið 2002 í 40.422 millj. kr. árið 2013, sem er aukning um 383%, eða tæplega fimmfaldast. Á þessum tíma hækk- aði meðaltalsvísitala neysluverðs um 85% og tekjur sveitarfélagsins, A- og B-hluta, um 332%. Skulda- hlutfall Reykjanesbæjar var 250% árið 2002 en 271% árið 2013. ■ Veltufé frá rekstri, A-hluta, var neikvætt í sjö af 12 árum á tíma- bilinu 2002 og 2013. Samtals vantaði Reykjanesbæ þessi ár 3.023 millj. kr. á verðlagi hvers árs til að geta staðið undir daglegum útgjöldum sveitar- félagsins að fullu, hvað þá að eiga fyrir afborgunum lána og nýfram- kvæmdum úr rekstri. ■ Leggja ber áherslu á að um er að ræða hallalausan rekstur af reglu- legri starfsemi. ■ Af framanrituðu má ljóst vera að nokkur peningaleg hagræðing myndi nást hjá sveitarfélaginu með því að láta einstaka útgjaldaliði standast áætlun. ■ Reykjanesbær var með halla af reglulegri starfsemi öll árin 2003 til 2013. Nema eitt ár, þ.e árið 2010. ■ Miðað við 1. apríl 2013 voru sam- tals 670,5 stöðugildi hjá Reykja- nesbæ. ■ Launagjöld hækkuðu um 9% milli áranna 2012 og 2013 hjá A-hluta Reykjanesbæjar. Meðaltals-vísi- tala launa hjá opinberum starfs- mönnum sveitarfélaga árin 2012 og 2013 hækkaði um 4,7% milli áranna. ■ Hár bifreiðastyrkur vekur athygli. Var samtals 115,4 millj. kr. árið 2013 og 108,2 millj. kr. árið 2012, eða hækkun samtals um 6,7% á milli áranna. ■ Lagt er til að sett verði á yfirvinnu- bann. Yfirvinna verði eingöngu heimiluð í algjörum undantekn- ingartilfellum. Sé yfirvinna nauð- synleg þurfi samþykki annað hvort bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs í hvert skipti. Jafnframt verði samið þannig um fasta yfirtíð að hún nái yfir alla yfirvinnu og óþægindi utan vinnu- tíma. Mesta fjölgunin íbúa í Reykjanesbæ 2005-2013 -fjölbreyttar tillögur að breytingum á rekstri Reykjanesbæjar frá Haraldi Haraldssyni hagfræðingi XX Í grein fráfarandi bæjarstjóra kemur fram að mikill íbúafjöldi hefur verið í Reykjanesbæ og sú aukning hefur í för með sér kostnað í grunn- þjónustu. Í samantekt Haraldar Haraldssonar hagfræðings en hann var beðinn að koma með tillögur að hagræðingu í rekstri Reykjanesbæjar, kemur fram að hvergi hafi verið meiri fjölgun íbúa í stærstu sveitar- félögum landsins en í Reykjanesbæ. Fjölgun íbúa á árunum 2005-2014 er 32,6%.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.