Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 8
8 fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturX vf@vf.is Mikil gleði ríkti á Vetrar-f a g n a ð i Bl á a L ón si n s sem haldinn var fimmtudaginn 23. október. Fagnaðurinn hófst í Lóninu sjálfu þar sem gestir slökuðu á og boðið var upp á fordrykk og kísil- og þörunga- maska. Dagskráin hélt áfram á Lava, veitingasal Bláa Lónsins, þar sem matreiðslumeistarar Bláa Lónsins töfruðu fram glæsilegar veitingar. Íslenska reggíhljóm- sveitin Amaba Dama kom fram og hélt uppi góðri stemningu fram eftir kvöldi. Mikil gleði á Vetrar- fagnaði Bláa Lónsins -mannlíf pósturX vf@vf.is Topplestur í Garðinum – Bróðir minn Ljónshjarta ennþá vinsælasta bókin XXAllir lesa – landsleikur í lestri hefur hlotið frábærar móttökur landsmanna á fyrstu dögunum. Nú þegar hafa þúsundir lesinna klukkustunda verið skráðar á vef- inn allirlesa.is. Við upphaf keppninnar komu Garð- menn sér á toppinn á lestrarlistanum. Þeir eru hins vegar í fjórða sæti sem stendur og eina sveitarfélagið af Suðurnesjum á topp 5. Þetta er þó auðvitað bara blábyrjunin á keppn- inni og allt getur gerst en bókaormar og lestrarhestar eru hvattir til að kíkja á allirlesa.is og þaka þátt í skemmti- legri keppni. Karlar þurfa að taka sig á í lestrinum því aðeins einn af hverjum fjórum lestrarhestum eru karlar. Sandgerði og Garði úthlutaður byggðakvóti Sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðherra, Sigurður Ingi Jó- hannsson, hefur úthlutað Sand- gerðisbæ 181 þorskígildistonna byggðakvóta og Sveitarfélaginu Garði 208 tonna kvóta. Frá þessu er sagt á vefsíðu atvinnu- og ný- sköpunarráðuneytisins. 6.141 þorskígildistonna byggðakvóta er úthlutað fyrir fiskveiðiárið 2014/2015, samkvæmt 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum og samkvæmt reglu- gerð ráðuneytisins nr. 651 frá 4. júlí 2014. Alls er byggðakvóta úthlutað til 31 sveitarfélags og í þeim fengu 48 byggðarlög út- hlutun. Úthlutun byggðakvótans byggir á upplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla, botn- fiskaflamarki og vinnslu botn- fisks annars vegar og samdrætti í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá fiskveiðiárinu 2004/2005 til fiskveiðiársins 2013/2014. Hámarksúthlutun til byggðar- lags er 300 þorskígildistonn og fá sex byggðarlög það hámark. Lág- marksúthlutun er 15 þorskígildis- tonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar, og fá átta byggðarlög þá úthlutun. Svona úthluta Garðmenn byggðakvóta XXSamkvæmt bréfi Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins er úthlutað 208 þorskígilda byggðakvóta til Sveitarfélagsins Garðs. Á fundi bæjarráðs í Garði í gær var lagt til að úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa verði með sama hætti og var á síðasta fiskveiðiári. Samkvæmt aðferð síðasta fiskveiðiárs þá var 50% úthlutaðs byggðakvóta skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðar nr. 652/2014 og lönduðu botnfiskafla á fiskveiðiárinu 2013/2014 og 50% verði skipt hlutfallslega, til sömu skipa, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014. Jafnframt er ítrekað að þar sem ekki er löndunarhöfn í Garði verði fullgilt að fiskiskip landi afla í öðru sveitarfélagi, en til vinnslu í Garði. HERRAKVÖLD Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00. Hægt er að panta miða í síma 846-0666 eða á gtj@gs.is. Hið árlega Herrakvöld Golfklúbbs Suðurnesja verður haldið föstudaginn 7. nóvember nk í golfskálanum í Leiru. Gunnar Páll Rúnarsson mun reiða fram hið marg rómaða sjávarréttarhlaðborð. Happdrætti með glæsilegum vinningum og uppboð verða á sínum stað.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.