Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 30.10.2014, Blaðsíða 18
18 fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR -íþróttir pósturX eythor@vf.is Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur komið sér nokkuð vel fyrir í Brooklyn hverfi New York borgar í Bandaríkjunum. Þar mun hann stunda nám og leika körfubolta næstu fjögur árin við LIU Brooklyn háskólann. „Það er mikil breyting að koma úr svona rólegu umhverfi í brjálaða umferð. Það að búa í miðju Brooklyn hverfi með lestarkerfið fyrir neðan húsið svo það er ekki beint rólegt. En það er mjög gaman að koma í annað umhverfi og fá að upplifa aðra menn- ingu,“ segir bakvörðurinn hæfileikaríki. Óvinir á vellinum en perluvinur utan vallar Nú stendur yfir undirbúningstímabil og Elvar æfir af kappi ásamt liðsfélögum sínum. Meðal þeirra er Martin Her- mannsson sem lék áður með KR. Þeir voru án efa tveir af bestu íslensku leikmönnum Domino’s deildarinnar í fyrra. Þeir hafa oft leikið gegn hvor öðrum í gegnum tíðina og háð margar rimmur. „Við vorum alltaf mestu óvinir inni á vellinum og það var alltaf hörð barátta á milli okkar svo það er gaman að fá að spila með honum núna,“ segir Elvar en þeim hefur alltaf verið vel til vina og hafa þekkst frá því að þeir voru kornabörn. Feður þeirra, Friðrik Ragnarsson og Hermann Hauksson, spiluðu saman bæði hjá bæði KR og Njarðvík og eru góðir vinir. „Við erum búnir að vera á löngum varnaræfingum án bolta sem gátu verið mjög lengi að líða, það var mikið um spretti á þeim æfingum. En fyrir skömmu byrjuðu allar æfingar með bolta. Þar höfum við verið að fara í gegnum allt kerfið sem við ætlum að spila í vetur.“ Elvar segir undirbúningstímabilið nokkuð langt en fyrsti leikur er þann 19. nóvember. Þá leikur liðið gegn hinum sterka St. John’s háskóla. „Undirbúningstímabilið er búið að vera miklu lengra en maður er vanur. Fyrsta mánuðinn vorum við bara að lyfta og hlaupa hjá styrktarþjálfara og fórum á nokkrar einstaklingsæfingar með þjálfurum. Við máttum ekkert æfa saman sem lið samkvæmt NCAA reglum svo liðsæfingarnar byrjuðu fyrir skömmu og nú er allur undir- búningur kominn á fullt fyrir fyrsta leik.“ Elvar segir að boltinn í Brooklyn sé afar hraður og mikið um hlaup. Það hentar Elvari einkar vel að hans sögn. Hann segir mikla áherslu vera lagða á varnarleik. Elvar segir að skólinn byrji rólega en hann sinni náminu samviskusam- lega. Þeir Elvar og Martin leigja íbúð ásamt þremur öðrum strákum í fimm mínútna fjarlægð frá skólanum, þar eru þeir að koma sér hægt og rólega fyrir. FRÁ NJARÐLEM TIL BROOKLYN Njarðvíkingnum Elvari Má líkar lífið í Stóra eplinu. Hóf nám í LIU Brooklyn háskólanum í haust. Aldís og Sylvía íþróttamenn Brimfaxa XX Íþróttamaður Brimfaxa var valinn í fyrsta sinn í ár og voru verðlaunin afhent á aðalfundi félagsins þann 22. október. Í þetta sinn voru tvær stúlkur úr unglingaflokki valdar, þær Al- dís Gestsdóttir og Sylvía Sól Magnúsdóttir. Þær hafa keppt á allnokkrum opnum mótum fyrir Brimfaxa á árinu í fjórgangi og tölti. Suðurnesjafólk sigursælt XXTaekwondosamband Íslands hélt barnamót í taekwondo um liðna helgi. Keflavíkurdeildin vann til flestra verðlauna á mót- inu, 13 gull, 13 silfur og 7 brons, féllu Keflvíkingum í skaut. Grindvíkingar náðu einnig mjög góðum árangri, unnu 3 gull, 2 silfur og 6 brons. Reynismenn innsigluðu sigurinn á vítalínunni XXReynismenn unnu 75-70 sigur á KV í 2. deild karla í körfubolta. Leikurinn var í járnum allan tím- ann og var munurinn aldrei mik- ill. Reynismenn höfðu forskot í hálfleik, 39-34, en Sandgerðingar náðu mest 12 stiga forystu um miðjan þriðja leikhluta. Gest- irnir náðu hins vegar að vinna það forskot niður og var staðan 67-66, Reyni í vil, þegar rúm- lega tvær mínútur voru eftir. Það voru svo þeir Rúnar Ágúst Páls- son og Elvar Sigurjónsson sem innsigluðu sigurinn á vítalínuni undir lokin. Rúnar skoraði 20 stig í leiknum og Alfreð Elíasson skoraði 12 fyrir Sandgerðinga. Máni líklega á leið til Keflavíkur XXKnattspyrnuþjálfarinn, Máni Pétursson, mun að öllum lík- indum bætast í þjálfarateymi Keflavíkur á næstu dögum. Þorsteinn Magnússon, fram- kvæmdarstjóri knattspyrnu- deildar Keflavíkur, sagði í sam- tali við Víkurfréttir að Máni myndi þá verða annar aðstoðar- þjálfari liðsins, en fyrir er Gunn- ar Magnús Jónsson. Hjörtur og Hafsteinn taka við Reyni XXKnattspyrnudeild Reynis Sandgerði samdi við þá Hjört Fjeldsted og Hafstein Rúnar Helgason, um að þjálfa meistara- flokk karla hjá Reyni næstu þrjú árin. Hjörtur er 34 ára keflvík- ingur sem verið hefur viðloðandi knattspyrnuna í Sandgerði frá árinu 2004, ýmist sem leikmaður eða þjálfari. Hann á að baki 144 leiki með Reynir. Hafsteinn er 29 ára Sandgerðingur sem lék síðast með Reyni árið 2007. Hafsteinn á að baki 101 leik með Reyni. Haf- steinn mun ennfremur leika með liðinu. Hólmar í heimahagana Grindvíkingurinn skotvissi, Páll Axel Vilbergsson, skor- aði í vikunni sína þúsundustu þriggja stiga körfu í efstu deild í körfubolta karla, fyrstur allra. „Ég get ekki sagt að ein karfa sé eftirminnilegri en önnur. Ég man þó eftir leik þar sem ég var ungur maður og skoraði úr 12 af 15 þriggja stiga skotum mínum,“ rifjar Paxel upp. Umræddur leikur átti sér stað í janúar árið 1999 gegn Vals- mönnum. Þessi frammistaða upp á 80% nýtingu dugði til þess að slá met yfir flestar þriggja stiga körfur Íslendings í leik. Þess má geta að Keflvíkingurinn Damon Johnson skoraði úr 14 af 17 þriggja stiga skotum sínum daginn eftir í leik gegn KFÍ. Fyrstu þriggja stiga körfu sína í efstu deild skoraði Páll Axel með Grindvíkingum árið 1995, eða fyrir tæpum 19 árum. Páll hefur skorað 1002 þriggja stiga körfur í 476 leikjum, sem gerir rúmlega tvo þrista í leik. ÞÚSUND ÞRISTAR Á FÆRIBANDINU -frammistaða vikunnar Miðjumaðurinn Hólmar Örn Rúnarsson hefur gengið frá samningum við Keflavík og mun leika með liðinu næstu tvö árin í Pepsi-deildinni. Hólmar er al- inn upp hjá Keflavík og á að baki rúmlega 180 leiki með félaginu í meistaraflokki. Hann hefur hins vegar undanfarin fjögur tíma- bil leikið með FH. „Ég er mjög ánægður með það að vera kom- inn aftur til Keflavíkur. Það er vonandi að maður geti aðstoðað við að fara ofan og berjast um Evrópusæti,“ sagði Hólmar. Þegar hann yfirgaf æskufélagið á sínum tíma var hann orðinn leiður og óttaðist að smita út frá sér nei- kvæðum straumum. „Við vorum sífellt í því að byggja upp nýtt lið, en ég hafði eytt nokkrum árum í það. Ég var bara á þeim aldri að ég þurfti að komast í lið sem gæti unnið titill, sem svo gerðist. Ég var jafnvel orðinn dragbítur og nei- kvæður leiðtogi hjá Keflavík. Ég hefði frekar gefið frá mér neikvæða orku eftir því sem ég var að fjar- lægjast mín markmið. Ef við tölum bara hreint út þá var kominn leiði í mig hjá Keflavík áður en ég fór til FH og nauðsynlegt fyrir mig að komst í nýtt umhverfi, en það var eitthvað sem ég hélt að myndi aldr- ei gerast.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.