Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 14
14 fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR Vaxtarsamningur Suðurnesja Verkefnastyrkir Auglýst er eftir styrkumsóknum til Vaxtarsamnings Suðurnesja á grundvelli samnings um framlög til byggðaþróunar á Suður- nesjum árið 2014. Styrkhæf verkefni eru þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Skilyrði úthlutunar er að viðkomandi verk- efni feli í sér samstarf þriggja eða fleiri fyrirtækja og falli að mark- miðum samningsins sem og verklagsreglum um úthlutun. Styrkir geta verið allt að 50% af styrkhæfum kostnaði einstakra verkefna, gegn mótframlagi þátttakenda. Skilgreining á styrk- hæfum kostnaði, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðu vaxtarsamningsins: vaxtarsamningur.sss.is. Umsóknarfrestur Mánudaginn 1. desember 2014, kl. 16:00. Umsóknum skal skila á netfangið vaxtarsamningur@heklan.is. Nánari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri bjork@heklan.is, sími 420 3288. Viðtalstímar verkefnastjóra Verkefnastjóri Vaxtarsamnings Suðurnesja verður til viðtals fyrir umsækjendur á bæjarskrifstofum sveitarfélaganna sem hér segir: Garður: Mánudagur 10. nóvember kl. 10:00 – 11:00. Sandgerði: Mánudagur 10. nóvember kl. 13:00 – 14:00. Grindavík: Þriðjudagur 11. nóvember kl. 13:00 – 14:00. Vogar: Þriðjudagur 11. nóvember kl. 11:00 – 12:00. heklan.is Fjöldi fólks úr atvinnulífinu á Suðurnesjum mætti á morgunverðarfund Íslandsbanka. Ekki alveg á sama stað og höfuðborgarsvæðið -segir Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka Þegar við berum saman þjóðhagsspá bankans við stöð-una á Suðurnesjum þá er ljóst að við erum kannski ekki alveg komin á sama stað og t.d. höfuðborgarsvæðið. Við höfum hér á svæðinu t.d. verið að glíma við erfiðari stöðu í atvinnulífinu þó við sjáum jákvæð teikn á lofti. Kaupmáttur hefur því kannski almennt ekki vaxið jafn hratt hér og við hefðum viljað auk þess sem eignaverð hefur ekki hækkað hér að neinu ráði og þar af leiðandi höfum við ekki séð skuldahlutföll lækka jafn hratt og á höfuðborgarsvæðinu. Það eru þó almennt jákvæðar horfur í efnahagslífinu og það mun sannarlega skila sér inn á Suðurnesin,“ segir Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Ís- landsbanka. Hver er þín skoðun á framgangi fyrirtækja á Suðurnesjum á næstunni? „Ég er mjög bjartsýnn gagnvart viðskiptalífinu hér á Suður- nesjum og hægt að sjá tækifæri víða. Sjávarútvegurinn hefur verið að gera ágætis hluti og hefur eflst t.d. með breytingum hjá Vísi í Grindavík. Við sjáum einnig fyrirtæki vera að fjár- festa í þessum geira í Garði og Sandgerði. Það eru gríðarlegar fjárfestingar í tengslum við ferðamannageirann hér á svæðinu og er nóg að nefna framkvæmdir hjá Isavia á Keflavíkurflug- velli og fyrirhugaðar framkvæmdir hjá Bláa Lóninu. Einn- ig má nefna mikla uppbyggingu í fiskeldi með tilkomu Stolt Seafarm úti á Reykjanesi. Mikil fjárfesting liggur í Helguvík og ég er bjartsýnn á að atvinnusvæðið skili allavega að einhverju leiti þeirri uppbyggingu sem við höfum verið að vonast eftir á næstunni.Það væri hægt að telja upp mörg önnur dæmi um þá upp- byggingu sem nú er að eiga sér stað á Suðurnesjum. Ég tel því að það séu skilyrði framundan fyrir fyrirtæki á Suðurnesjum til þess að vaxa og gera góða hluti.“ Gestir í Bláa lóninu eyða meira Meðaltekjur gesta í Bláa Lón-inu hafa hækkað um 70% og fjöldi stöðugilda um 60% á sama tíma. Miðaverð í Lónið hækkaði um 52% á árunum 2010-2013 en það tekur mið af sambærilegri þjónustu erlendis. Framboð á stærri og dýrari „pökkum“ til út- lendinga hafa slegið í gegn. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri sagði á morgunverðarfundi Ís- landsbanka að sífellt væri verið að vinna að því að auka virði hverrar heimsóknar ferðamannsins og það hafi tekist mjög vel. „Framundan er risaverkefni upp á 6 milljarða króna með stækkun lóns og byggingar lúxushótels,“ sagði hún. Dagný nefndi að gullæði á mark- aðnum í ferðaþjónustunni væri visst áhyggjuefni en ytri aðstæður hafa verið Íslendingum afar hagstæðar. Enn væri mikill áhuga á Íslandi en það væri ekki hægt að gefa sér það að endalaust framhald yrði á því. Dagný Péturs- dóttir, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins Það eru ýmis merki um bata í efnahagslífi þjóðar-innar og hagvaxtahorfur eru góðar að okkar mati. Við væntum þess að atvinnulífið haldi áfram að styrkjast á næstu árum þó svo vissulega sé einhver óvissa í kringum afnám gjaldeyrishafta, sagði Ingólfur Bender, forstöðu- maður Greiningar Íslandsbanka á morgunverðarfundi bankans í Stapa í vikunni. Íslendingar hafa straujað kortin sín af nokkuð meiri krafti fyrstu átta mánuði þessa árs en þeir hafa gert undanfarin ár, sérstaklega erlendis en einnig hér heima. Innflutningur hefur aukist mikið á neysluvörum og fleiri nýir bílar hafa selst, allt merki um meiri hagvöxt hér á landi. Ingólfur kom víða við í erindi sínu um stöðuna í efnahagsmálunum í dag en hann var jákvæður í máli sínu, benti á minnkandi atvinnuleysi og betri stöðu á vinnumarkaði. Til að mynda væri farið að flytja inn vinnuafl á nýjan leik. Efnahagur fyrirtækja og heimila hafi batnað mikið með auknum kaupmætti. Fasteignaverð hafi hækkað, skuldahlutfall hafi lækkað, verðbólga minni og stöðug króna. „Þetta er hófleg uppsveifla miðað við fyrri upp- sveiflur hér á landi. Íslenska hagkerfið hefur haft tilhneigingu til að sveiflast meira en önnur í nágrannalöndunum okkar. Ingólfur sagði að skuldir heimilanna hafi lækkað mikið á undanförnum árum en ólíkt því sem algengt væri víða úti í heimi, þá ættu Íslendingar frekar sitt húsnæði en leiga væri mun algengari þar. Hluti af skuldsetningu heimila hér á landi liggi aðallega þar. Hann sagði einn mesta batann að undanförnu hafi birst í hækkun húsnæðisverðs og þá hafi laun hækkað um 4% sem væri langtum hærra en úti í heimi. Andlegt ástand almennings lyftist þó hægar og enn vantaði nokkuð upp á í væntingavísitölunni. Hann sagði einkaneyslu hafa aukist á ný með auknum kaupmætti og að hagvöxtur á næstunni myndi byggjast mikið á innlendri eftirspurn sem muni aukast áfram allhratt á næstu árum þó að nokkuð dragi úr vextinum. Í fyrra var hagvöxtur fyrst og fremst borinn uppi af utanríkisviðskiptum en þar hefur ferðaþjónustan komið gríðarlega sterk inn. Framundan væru þó innan um nokkur óvissa og Seðla- bankinn væri að bregðast við markaðnum með hóflegum vaxtahækkunum og þá væri kurr á vinnumarkaði varðandi kjarasamninga einnig hluti af óvissupakkanum. Afnám gjald- eyrishafta fylgdi líka óvissa með tilheyrandi áhrifum á krónu og verðbólgu. Gjaldeyrishöft væru ekki boðlegt umhverfi til lengri tíma. Þróttmikill hagvöxtur framundan með betri tíð -sagði Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka á morgunverðarfundi í Reykjanesbæ Ingólfur og Sighvatur á morgunverðarfundinum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.