Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 18
18 fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -mannlíf pósturu vf@vf.is „Það gengur bara ágætlega hjá okkur en auðvitað hafa verið sviptingar eins og gengur. Við erum ánægð með að vera komin á þennan stað, aðstaða starfsfólks er miklu betri og þá eru helmingi fleiri sæti en á gamla staðnum,“ sagði Gunnar Friðriksson sem á og rekur veitingastaðinn Olsen Olsen með Bergljótu Gríms- dóttur, konu sinni. Gunnar er ekki ókunnur á þessum gamla verslunarstað við Hafnar- götu 62 en þar hefur verið starf- rækt verslun eða þjónusta óslitið í tæpa sjö áratugi. Ekkert annað hús á lengri sögu í verslun og þjónustu í Reykjanesbæ. Eftir áratuga rekstur Kaupfélags Suðurnesja í plássinu opnaði Axel Jónsson veitingastað- inn Langbest árið 1986. Ári síðar keyptu Gunnar og Bergljót veit- ingastaðinn og ráku hann í áratug. Ingólfur Karlsson og Helena Guð- jónsdóttir tóku við keflinu á Lang- best árið 1987 þar til þau lokuðu fyrir stuttu og fluttu alla starfsemi Langbest á Ásbrú. Gunnar starf- aði á Langbest og þar á undan á veitingastaðnum Glóðinni í sama húsi. Síðustu árin hafa þau hjónin rekið Olsen Olsen við Hafnargötu 17. Gunnar segir að þegar honum hafi staðið til boða að færa staðinn hafi hann strax fundist það spenn- andi hugmynd og svo ákveðið að láta verða af því. Hann var sáttur við gang mála þegar VF leit við hjá honum í opnunarteiti á nýja staðnum. Gunnar er sáttur með gang mála í rekstrinum og segir að sumrin séu sífellt að verða stærri með fleiri ferðamönnum. Hann nefnir líka athyglisverða breytingu sem varð þegar Varnarliðið fór með manni og mús frá Keflavíkurflugvelli en Kanarnir voru góðir viðskiptavinir hjá honum. Það hlýtur að hafa verið áfall fyrir veitingastaðinn? „Ótrúlegt en satt þá varð breytingin þannig að Íslendingar fylltu í skarð Varnarliðsmanna. Það má ekki gleyma því að fjöldi heimamanna stundaði veitingastaði á Vellinum. Þeir fluttu sig bara hingað niður eftir,“ segir Gunnar þegar hann rifjar þetta upp. Olsen Olsen hefur stundum verið líkt við ameríska staðinn Route 66 sem margir þekkja. Gunnar og hans starfsfólk matreiðir vinsæla báta en auk þess hamborgara, sam- lokur og fleira með öllu tilheyr- andi. Hann lofar áfram ljúffengum skyndibita á nýjum stað. Íslendingar komu í stað Varn- arliðsmanna á Olsen Olsen Fluttur á nýjan stað. Rekstur samfleytt í sama húsnæði við Hafnargötu 62 í sjö áratugi Ingólfur Karlsson og kona hans Helena Guðjónsdóttir komu færandi hendi og fóru reyndar út frá Gunnari Bergljótu með pakka. VF-myndir/pket. Hvað er barnið að segja? er meðal umfjöllunarefni á námskeiði fyrir verðandi foreldra hjá 9mánuðum. Mosfellsbær niðurgreiðir 50% af þátttöku- gjaldinu. Margir þekkja þjáning- una sem fylgir því að skilja ekki ungabarnið sitt, vita ekki hvað það er að segja með merkjum sínum. Þetta námskeið er frá- bært hjálpartæki fyrir verðandi og nýorðna foreldra sem hjálpar þeim að skilja ungabörnin sín og svara þörfum þeirra. Rannsóknir sýna að það að foreldrar geti lesið í þarfir barna sinna styrkir tengsl þeirra á milli og eykur á vellíðan fjölskyldunnar. „Fyrir nýja foreldra getur heimur ungabarna stundum virst mjög ruglingslegur, jafnvel bara það að leika við ungabarnið þitt og skilja merkin sem ungabarnið gefur frá sér, getur verið mjög erfitt. Rann- sóknirnar sem ég hef gert á rann- sóknarstofu minni með Alyson Shapiro og rannsóknir Ed Tronick og T. Berry Brazelton hafa sýnt að eitt af því mikilvægasta sem við getum gert sem foreldrar er að læra er að lesa merkin og vísbending- arnar sem ungabarnið ykkar gefur frá sér. Þannig getir orðið þú orðið næmari fyrir barninu þínu þegar þú leikur við það. Börn eru fædd tilbúin til að hafa samskipti við ykkur. Það er ekki til neitt vísinda- lega hannað leikfang, sem unga- barnið þitt hefur meiri áhuga á en andlitið á þér. Og það er ekki hægt að semja neina tónlist sem barnið þitt hefur meiri áhuga á en rödd- inni þinni.“ Dr. John Gottman er höfundur námskeiðsins Ertu að verða for- eldri? Það er nýtt námskeið hjá 9mánuðum heilsumiðstöð. Nám- skeiðið Ertu að verða foreldri? miðar einnig að því að kynna helstu breytingar sem verða þegar par verða foreldrar, og leggja til gagnleg verkfæri í það efni. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Ástþóra Krist- insdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og Ólafur Grétar Gunn- arsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi hjá 9mánuðum. Námskeiðið verður haldið að Hlíð- arsmára 2 í Kópavogi miðvikudag- inn 12. nóvember kl. 18:00 – 20:30. Skráning og nánari upplýsingar á 9manudir.is Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi ■■ Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi hjá 9mánuðum skrifar: Hvað er barnið að segja? -aðsent pósturu vf@vf.is Vinir og ættingjar samfögnuðu með Gunnari og Bergljótu á nýja staðnum. augaRevía GETUM BÆTT VIÐ OKKUR VERKEFNUM KRISTJÁN VALTÝSSON rafverktaki, sími 862 2662 EINAR SVEINSSON trésmíðameistari, sími 897 6422 • Öll almenn raflagnavinna • nýlagnir • breytingar • viðgerðir • nýsmíði • nýbyggingar o.fl. minny@internet.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.