Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 06.11.2014, Blaðsíða 21
21VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 Á hvaða braut ertu? Félagsfræðibraut Hvaðan ertu og aldur? Ég er 19 ára frá Keflavík Helsti kostur FS? Fjölbreyttur og gott félagslíf. Hjúskaparstaða? Í sambandi. Hvað hræðistu mest? Að missa einhvern nákominn mér. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Þóra Lind mun ná langt á fyrir- sætuferlinum. Hver er fyndnastur í skólanum? Sigurður Smári klikkar ekki. Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd? Borgríki 2, hún var ekki alveg fyrir mig. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Mér finnst mötuneytið bara frekar fjölbreytt og gott, alveg nóg fyrir mig allavega. Hver er þinn helsti galli? Fljótfær og utan við mig. Hvað er heitasta parið í skólanum? Mér finnst Brynjar og Aníta Car- ter alltaf voða sæt. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Halda enn betur persónulega utan um nemendur, bæði hvað varðar nám og vellíðan nemenda í skól- anum, svo að minna verði um brottfall. Áttu þér viðurnefni? Nei, ekkert svoleiðis. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Snilld. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Ótrúlega fínt, mikið um að vera. Áhugamál? Tónlist og dans og svo er alltaf gaman að ferðast og njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum. Hvert er stefnan tekin í fram- tíðinni? Fara í áframhaldandi nám og stofna fjölskyldu, svo langar mig til þess að prófa að búa í út- löndum. Ertu að vinna með skóla? Já, ég er danskennari í Danskomp- aní. Hver er best klædd/ur í FS? Hanna Dís Hera Ketilsdóttir er 19 ára Keflavíkurmær. Hún hefur mikinn áhuga á dansi og tónlist en hún starfar sem danskennari samhliða námi. Hún heldur lúmskt upp á lagið Litir úr Ávaxtakörfunni. Sálfræði er eftirlætis fagið hennar í skólanum og Kristrún íslenskukennari er í uppáhaldi hjá Heru. Getur verið fljótfær og utan við sig -fs-ingur vikunnar Kennari: Kristrún Fag í skólanum: Sálfræði Sjón- varps- þættir: Friends Kvik- mynd: Bridget Jones’s Diary Hljómsveit/tónlistarmaður: Af íslenskum hljómsveitum f i n n s t m é r Hjálmar standa upp úr og svo eru Sia og Lykke Li í miklu uppá- haldi hjá mér. Leikari: Jennifer Lawrence Vefsíður: Mig langar ekki að segja það en ætli það sé ekki Facebook. Flíkin: Hvítur, síður, þæginlegur jakki sem passar við allt. Skyndibiti: Subway Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (gu- ilty pleasure)? Lagið Litir í Ávaxta- körfunni. Eftirlætis ORLOFSHÚS Á SPÁNI Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins á Spáni laust til umsóknar fyrir páska. Einnig auglýsir félagið Spánarhús laust til umsóknar fyrir sumar. Páskaúthlutun 2015 Orlofshús á La Marina á Spáni. 31. mars til 14. apríl. Umsóknarfrestur til 19. nóvember Sumarúthlutun 2015 Orlofshús á La Marina á Spáni. Sumarúthlutun er frá 26. maí 29. sept. (2 vikur hver úthlutun) Umsóknarfrestur til 19. nóvember Hægt er að sækja um á skrifstofu félagsins eða á vefnum www.stfs.is. Orlofsnefnd STFS -uppboð -mannlíf pósturu hilmar@vf.is Leikfélag Keflavíkur frumsýndi sl. föstudags-kvöld revíuna Með ryk í auga. Þetta er átt- unda revían sem leikfélagið setur upp en um þessar mundir eru liðin 25 ár frá því fyrsta revía Leikfélags Keflavíkur var sett upp. Hún hét „Við kynntumst fyrst í Keflavík“ eftir Ómar heitinn Jóhannsson. Með ryk í auga er í leikstjórn Hjálmars Hjálmars- sonar en handritshöfundar eru Arnar Ingi Tryggva- son, Jón Bjarni Ísaksson, Arnór Sölvason, Gustav Helgi Haraldsson, Ómar Ólafsson, Júlíus Freyr Guðmundsson og svo er stjórn Leikfélags Kefla- víkur einnig skrifuð fyrir handritinu. Revían er byggð upp á átján atriðum eða sketsum með gríni og tónlist þar sem þekkt lög eru flutt með nýjum og staðbundnum textum. Leikarahópurinn sem tekur þátt í uppfærslunni er samsettur af fólki með talsverða sviðsreynslu hjá leikfélaginu og nýjum andlitum. Ekki er hægt að setja út á frammistöðu leikaranna sem allir skila sínum hlutverkum vel. Nokkrir leikarar fara þó algjörlega á kostum í uppfærslunni og það er mikill fjársjóður fyrir Leikfélag Keflavíkur að eiga svoleiðis fólk. Fyrstan ber að nefna Arnar Inga Tryggvason í hlutverki Árna Sigfússonar. Daði Freyr Þorgeirsson á mjög góða spretti í sýningunni m.a. sem Óli Geir, Guðmundur Rúnar Lúðvíksson listamaður og Sigurjón Vikarsson. Halla Karen Guðjónsdóttir sem Anna Lóa Ólafs- dóttir og Berglind Bjarnadóttir sem Bryndís Guð- mundsdóttir eiginkona Árna Sigfússonar eiga báðar hrós skilið. Þá eru þeir Arnór Sindri Sölvason og Jón Bjarni Ísaksson mikill hvalreki fyrir leik- félagið. Arnór Sindri fer t.d. á kostum í hlutverki Konráðs Lúðvíkssonar læknis. Í revíunni Með ryk í auga er gert mikið grín af pólitíkinni í Reykjanesbæ og fá bæjarfulltrúar það óþvegið. Einnig fær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinn skammt af gríninu, auk þess sem stungið er á ýmsum málum í bæjarfélaginu. Lögreglan, Óli Geir og Keflavík Music Festival, Sparisjóðsmál og fjöl- margt fleira. Í kosningaslagnum í Reykjanesbæ í vor varð einn bæjarbúi nokkuð áberandi í umræðunni. Styrmir Barkarson blandaðist inn í umræðuna. Hann leikur sjálfan sig í revíunni og bregður sér einnig í hlutverk bæjarfulltrúans Böðvars Jónssonar í sýningunni. Það er full ástæða til að hvetja íbúa Reykjanesbæjar til að skella sér í Frumleikhúsið á revíu eina kvöld- stund. Uppfærsla Leikfélags Keflavíkur er alveg þess virði. Hilmar Bragi Bárðarson ■■ Leikfélag Keflavíkur sýnir Með ryk í auga: Bæjarstjórnin og Óli Geir fá það óþvegið TIL LEIGU TIL SÖLU ÞJÓNUSTA Pokoje do wynajecia w Sand- gerði. Bardzo dobre warunki. tel.6901460 po 17.00 Hef til leigu bílskúr 30fm.í Engja- dal í Innri Njarðvík. uppl. 772-4475 Til sölu rafmagnsrúm frá LÚR . 8 mán.120x190. Kostar nýtt kr.318.000 fer á kr.200.000. Uppl.í síma 691-4098 Kolbrún Lærður húsasmiður /smiður getur bætt við sig verkefnum,  utan sem innanhúss, góð þjónusta og gott verð. Áratuga reynsla. s.8636095. Ég þek að mér alþrif/jólaþrif. Er mjög vandvirk, rösk,og skipu- lögð.Endilega hafið samband í síma 777-4663. Annie Björt Rafvirki getur bætt við sig verkum! Get bætt við mig verkum, úti- lýsing,viðhald,nýbygging og margt fleira. Vönduð vinnubrögð,traust og örugg þjónusta 772-2482 Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar Eftirtaldir munir verða boðnir upp fimmtudaginn 13. nóvember 2014 kl. 13:00 að Selvík 1, Keflavík: Formaco sprautusöltunarvél, árg. 1998 og færibönd úr hraðfrysti með viftum og elementi. Greiðsla við hamarshögg.   Sýslumaðurinn í Keflavík, 4. nóvember 2014. Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.