Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 2
2 fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Í dag, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 18:00, verða menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, afhent í Bíósal Duushúsa. Við sama tækifæri verður styrktar- og stuðnings- aðilum Ljósanætur færðar þakkir. Fulltrúar þeirra, ásamt stjórnum menningarhópa og aðrir velunnarar menningarlífs bæjarins eru hvattir til að mæta. Stutt og skemmtilegt námskeið í andlitsmálun, fyrir foreldra og börn, á vegum Listaskóla barna í Fjölskyldu- setri Reykjanesbæjar, Skólavegi 1. • Laugardaginn 22. nóvember frá kl. 10-12. • Skráning á fjolskyldusetur@ reykjanesbaer.is eða í s. 421-2250. • Verð kr. 1.500 á fjölskyldu. Greitt á staðnum með peningum. • Efni og áhöld á staðnum en þeir sem eiga hvattir til að taka það með. • Skráningarfrestur er til 20. nóvember. • Leiðbeinandi Sara Dögg Gylfadóttir. Auglýsing einnig á facebook Fjölskylduseturs Reykjanesbæjar og upplýsingar veittar í s. 421-2250. Skólaþing verður haldið í Heiðarskóla, laugardaginn 15. nóvember kl. 10:30 – 13:30. Á þinginu gefst skólasamfélaginu tækifæri til þess að hafa áhrif á skólastarfið og hvert skólinn stefnir í menntun nemenda. Dagskrá : 10:30 - Setning og söngur nemenda skólans 10:40 - Nýir tímar 10:50 - Nýir kennsluhættir 11:00 - Hvernig manneskja vil ég vera 11:10 - Nýtt námsmat 11:20 - Læsi í víðum skilningi 11:30 - 12:00 - Matarhlé - Íslensk kjötsúpa í boði Skólamatar 12:00 - Sýn nemenda á skólastarf - Fulltrúar nemenda 12:10 - 13:30 - Málstofur Á þinginu verður formlega opnuð vefsíða með speglaðri kennslu í stærðfræði á unglingastigi. Ráðstefnustjóri : Helgi Grímsson formaður Samtaka áhugafólks um skólaþróun. Foreldrar, forráðamenn, nemendur og allir aðrir sem áhuga hafa á skólamálum eru hvattir til þess að mæta og hafa áhrif á þróun skólastarfs í Heiðarskóla. Rafræn skráning er á www.heidarskoli.is MENNINGAR- VERÐLAUN REYKJANESBÆJAR MÁ ÉG FÁ ANDLITSMÁLUN? SKÓLAÞING HEIÐARSKÓLA MEÐ NESTI OG NÝJA SKÓ -HORFT TIL FRAMTÍÐAR- Í síðustu viku bárust fréttir af því að 64 vændismál hefðu verið unnin af lögreglunni á Suðurnesjum og afhent embætti Ríkissaksóknara. Þar af hafi 40 manns verið ákærðir fyrir kaup á vændi. Einhverjir gætu hugsan- lega haldið að öll vændismálin ættu uppruna sinn að rekja til Suðurnesja, en svo er alls ekki. „Lögreglan á Suðurnesjum hafði með rannsókn allra þessara mála að gera. Hins vegar að brotavett- vangurinn hafi verið á Suður- nesjum er alls ekki rétt. Í þessu tilviki áttu brotin sér stað á höfuð- borgarsvæðinu. Upphaflega bárust lögreglunni á Suðurnesjum vís- bendingar um brotastarfsemina og síðan leiddi eitt af öðru og rann- sókn varð sífellt yfirgripsmeiri. Á endanum urðu þetta ein 65 mál er vörðuðu kaup á vændi. Þessi mál eru meira og minna tengd,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að sögn Gunnars komu kaupendur í málunum víða að af landinu. Af hverju er þá lögreglan á Suðurnesjum að rannsaka mál sem ekki koma hér upp? „Þegar okkur berast upplýsingar um ákveðið mál líkt og þessi og þræðirnir liggja svo eitthvað annað, þá höldum við samt oft á tíðum áfram með málin, en þá í góðri samvinnu við lögreglulið í því umdæmi sem um er að ræða. Það að færa svona umsvifamikla rannsókn geti valdið töfum og mis- skilningi og það skilar sér e.t.v. í ekki nógu vel unnum málum. Við einfaldlega klárum það sem við tökum að okkur,“ segir Gunnar. „Þetta getur þó valdið misskilningi, að setja hlutina fram með þeim hætti hefur verið gert í stuttum fréttagreinum undanfarið, það er alveg rétt,“ bætir hann við. Upplýsingar um vændismál geta verið að koma upp í tengslum við farþega sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sögn Gunnars. Hann segir mikla vinnu liggja að baki rannsókn á þessum vændis- málum, enda sé þetta mikill fjöldi mála. „Flugstöðin er auðvitað í okkar umdæmi og ýmis mál sem koma þar upp hafa teygja anga sína inn á höfuðborgarsvæðið og einnig út á land. Sem dæmi má líka nefna að þau fíkniefnamál sem koma þar upp tengjast alls ekki öll Suður- nesjum beint.“ Gunnar rifjar einnig upp man- salsmál sem kom upp árið 2009, en lögreglan á Suðurnesjum hafði rannsókn á því máli að gera. „Þegar við tökum að okkur rannsóknina þá höldum við henni til streitu. Í því máli var brotavettvangurinn ekki á Suðurnesjum. -fréttir pósturX vf@vf.is Ekki um 40 vændiskaupendur af Suðurnesjum að ræða Tónlistarnemendur eru farnir að finna verulega fyrir því að kennarar í Félagi tónlistarskóla- kennara, FT, hafa verið í verkfalli síðan 22. október. Hjá Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar eru 28 tón- listarkennarar í verkfalli en 16 eru við störf en þeir kennarar eru í öðru stéttarfélagi. Verkfall tónlistarskólakennara snertir við mörgum í Reykja- nesbæ, enda fjölmargir sem leggja stund á tónlistarnám. Samningar milli viðsemjenda ganga illa og þegar tíðindamaður Víkurfrétta tók hús á tónlistarskólakennurum á þriðjudagsmorgun var þungt hljóð í þeim, enda stál í stál hjá samninganefndum. Á meðan ekki semst verða áhrif verkfallsins alvar- legri með hverjum deginum. Nú þegar jólin nálgast þá getum við horft upp á það að jólatónlistin í Reykjanesbæ sé í hættu. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sé óstarfhæf vegna verkfalls kennara. Því geti blásarar sveitarinnar ekki mætt á hina ýmsu viðburði nú í aðdraganda jóla á meðan verk- fallið varir. Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur þó fengið undanþágu til að fara í sjónvarps- upptöku og einnig til að taka þátt í tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Óskað hefur verið eftir bjöllukórnum með sveitinni í ár og einnig hefur hann verið bókaður fyrir næsta ár. Tónlistarskólakennarar sem Víkur- fréttir hittu að máli á þriðjudags- morgun segja það alls ekki auðvelt að standa í verkfalli þessa dagana og finnst lítið miða í samkomu- lagsátt hjá viðsemjendum. Þeim finnist mikið bera í milli enda vilja tónlistarskólakennarar njóta sömu kjara og grunnskólakennarar og segja muninn á milli þessara kenn- arastétta vera of mikinn í dag. Tónlistarskólakennurum í Reykja- nesbæ hefur frá því verkfallið hófst borist fjöldinn allur af stuðnings- yfirlýsingum og baráttukveðjum frá einstaklingum, starfsmanna- hópum og félagasamtökum. Slíkur stuðningur eflir baráttuanda innan hópsins, segja þau sem standa í verkfallinu. Síðan verkfall hófst hafa kennarar í FT við Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar haldið hópinn og fundað reglulega. Á fundi sínum á dög- unum fengu þeir óvænta heim- sókn, þegar fulltrúar framhalds- skólakennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja bönkuðu upp á og færðu kennurum TR táknræna gjöf og fluttu þeim stuðnings- og baráttukveðjur félaga sinna í FS. Slíkt vinarþel er ómetanlegt og vilja kennarar í FT við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar koma á framfæri innilegu þakklæti til kennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir stuðninginn. Jólatónlistin í hættu vegna verkfalls – Tónlistarskólakennarar hittast reglulega og stappa í sig stálinu Tónlistar- skólakennarar í verkfalli komu saman á heimili í Njarð- vík í vikunni til skrafs og ráðagerða.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.