Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 6
6 fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Hobbitarnir eru ekki bara litlir skr ýtnir gaurar í Hringadróttins sögu heldur eru líka til söngelskir Hobbitar hérna á Suðurnesjum sem sjást ótt og títt á öldurhúsum svæðisins. Þeir Hlynur Þór Valsson og Ólafur Þór Ólafsson stigu fyrst saman á svið fyrir tíu árum sem trúbado- radúettinn Hobbitarnir á Paddy’s í Keflavík og síðan hafa þeir þeir skemmt Suðurnesjamönnum við ótal tilefni. Til að fagna þessum stóráfanga ætla Hobbitarnir og Föruneytið að slá upp sveitaballi af flottari gerðinni í Samkomu- húsinu í Garði laugardaginn 15. nóvember. Þeir munu fá ýmsa gesti á sviðið með sér til að að- stoða með söng og hljóðfæraleik. Að þessu tilefni hitti blaðamaður Víkurfrétta Hobbitana Hlyn og Óla og tók þá tali. Hvernig kom það til að sveitin var stofnuð? „Ég hafði verið að spila með hljóm- sveitum í Sandgerði og var búinn að safna í góða söngmöppu sem var hægt að grípa til þegar fólk kom saman að skemmta sér. Síðan kom tímapunktur þar sem engin af þessum hljómsveitum var í gangi og þá sá ég Hlyn spila á tónleikum með dúettinum 10, ásamt Sigga Guðmunds, sem síðar varð Siggi Hjálmur. Mér datt í hug að við tveir myndum geta myndað ágætis sviðspar og náði að plata Hlyn á æfingu og hér erum við enn 10 árum síðar,“ segir Óli. „Skemmti- legt að það hafi verið dúettinn 10 og við erum hér 10 árum seinna. Þið megið svo giska hvort ég hafi verið 1 eða 0 í þeim dúett,“ segir Hlynur og brosir út í annað. „Við Óli vorum búnir að vera Hobbit- arnir í fimm ár þegar okkur datt í hug að halda afmælistónleika og hóuðum í félaga okkar til að spila með okkur þar. Þannig varð Föru- neytið til og Óli Ingólfs trommari og Pálmar bassaleikari bættust í hópinn,“ rifjar Hlynur upp. Eins hefur Kristinn Hallur spilað tals- vert með bandinu. Hver var pælingin á bakvið hljómsveitina, átti að herja á ballmarkað? „Við höfum nú aldrei verið með stóra drauma um meikið heldur höfum við bara gaman af því að spila saman og fólk virðist hafa gaman af því að hlusta á okkur. Það er samt ekkert verra að vinna sér stundum inn eina og eina auka- krónu,“ segir Hlynur. Óli rifjar svo upp fyrsta giggið hjá félögunum en það var haldið í rauðvínsklúbbi hjá vinkonu þeirra í Sandgerði síðla árs 2004. „Síðan þá höfum við spilað fyrir allt frá fjórum til fjögur þús- und en okkar heimavöllur hefur nú lengstum verið sviðið á Paddy's. Vertarnir þar, fyrst Jói og Karen og síðar Ambi, hafa verið okkur hlið- hollir.“ Hlynur bætir við að þeir hafi verið heppnir að því leyti að hafa alltaf haft nóg að gera á Suður- nesjum. Hvenær kemur svo platan? „Það er nú til eitthvað efni sem við höfum tekið upp bæði bara tveir og svo líka Föruneytið saman. En ekk- ert að því er samt beint aðgengi- legt. Klassart tók lag eftir okkur fjóra upp á sína arma og gaf út á einni plötunni sinni. Útgáfuferill- inn mun hefjast á 15 ára afmælinu og við byrjum á „best of “ plötu,“ segir Hlynur en þeir hafa báðir fiktað við lagasmíðar í sínu hvoru lagi enda verið viðloðandi ýmsar hljómsveitir í gegnum tíðina. Það var vitað að ekki yrðu allir sáttir við fyrstu sóknina hjá nýjum meirihluta Reykjanesbæjar. Þar var ákveðið að hækka fasteignaskatta og lækka kaup nærri 170 starfsmanna bæjar- ins, en það tvennt skilar 455 milljónum árlega í tóman bæjarkassa. Það er nokkuð ljóst að starfsmenn bæjarins, eða réttara sagt hluti þeirra, þurfa fyrstir að opna veskið. Þeir sem voru með í launum sín- um samning um fasta yfirvinnu sem þeir hafa ekki unnið, og kannski líka fengið bílastyrk, fá mestu skerðinguna. Þessi fasta yfirvinna er nokkuð þekkt fyrirbæri í atvinnulífinu en þó aðallega hjá hinu opin- bera, þ.e. sveitarfélögum og ríki, sem neyðast til að fara nákvæmlega eftir kjarasamningum. Til að ná til sín hæfu starfsfólki hefur þurft að bæta ofan á grunnlaunin á meðan fyrirtæki á almennum markaði eru ekki eins bundin við það. Nú er ekki vitað hver viðbrögð starfsmanna verða en heyrst hefur að einhverjir ætli að leita á önnur mið. Séu ósáttir við þessa aðgerð. Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis í Reykjanesbæ, gagnrýnir í grein í þessu blaði þá aðferð sem farin er í hagræðingu í rekstri bæjarfélagsins að 170 af 962 starfsmönnum muni taka stærsta skellinn með launalækkun. Hann bendir líka á að með mikilli fjölgun bæjarbúa á síðustu 8 árum hafi útsvarstekjur bæjarfélagsins lækkað hlutfallslega, þ.e. nýju íbúarnir skila miklu minna til sveitarfélagsins. Fólki með lágar tekjur hafi fjölgað meira. Það hefur neikvæð áhrif á rekstur bæjarsjóðs. Hann nefnir töluna einn milljarð króna sem upp á vanti árlega og tekur dæmi um árið 2006 og 2013. Meðaltekjur íbúa RNB eru miklu lægri 2013 voru árið 2006. Munurinn er rúmur milljarður. Því má ekki gleyma að þetta var síðasta ár hundruð starfsmanna á launum hjá Varnarliðinu því var þetta ár sterkt í útsvarstekjum en það er líka augljóst að það vantar fleiri hærra launuð störf á svæðinu. Þetta er vissulega það sem fyrrverandi meirihluti bæjarstjórnar og bæjarstjóri bentu á að t.d. með álveri myndi kaup hjá mjög mörgum hækka. En það má líka í þessu sambandi velta því fyrir sér hvers vegna mikið af hátekjufólki búi ekki í Reykjanesbæ. Til dæmis stjórar hjá mörgum stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu. Það er svo sem ekki ný bóla og var algengt hjá Varnarliðinu en skiptir engu að síður máli til að hífa upp meðaltals- launin og tekjur til bæjarins. Almennt séð virðist þó sem fyrsta sóknin í aðgerðum bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafi fengið góð viðbrögð. Flestir vita að nauðsynlegt var að gera eitthvað. Flestir eru ánægðir með margt sem gert hefur verið í Reykjanesbæ, í umhverfinu, skólamálum og samgöngum. Með auknum fasteignasköttum og hærra útsvari nást um 455 millj. kr. árlega. Þeir tekjuhærri og eignameiri greiða meira. Hjón með 1 millj. kr. samanlagt á mánuði í tekjur og eiga húsnæði að fateignamati um 20 millj. kr. greiða um 100 þús. kr. meira á ári eftir þessar breytingar, rúmlega 8 þús. kr. á mánuði. Fólk með lægri tekjur og eiga ekki hús- næði greiða miklu lægri upphæð. Það má því kannski segja að með þessum aðgerðum sé kannski verið að rukka fyrir ýmislegt sem hefur verið ókeypis, hvort sem það er strætó eða sund. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert ókeypis. Það sem bæjarbúar vona er þó að hægt verði að lækka skuldir með öðrum hætti og að tekjuaukning eigi eftir að skila sér í bæjarsjóð þannig að hægt verði að draga til baka nýjar skattheimtur. Fyrsta sóknin! -ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 -viðtal pósturX eythor@vf.is Byrja á „best of“ plötu Hobbitarnir eru tíu ára Þeir Hlynur og Ólafur hafa glatt margan Suðurnesja- manninn síðustu tíu árin. Nú síðast mættu þeir á Ástvaldar- ballið í Sandgerði og spiluðu. RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:15 Föstudagar frá kl. 13:00 – 17:15 Fatnaður, skór og gjafavara. Rauði krossinn á Suðurnesjum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.