Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 14
14 fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR „Þetta hefur verið bras í þessi fimmtán ár og starfsemin hefur gengið upp og niður. Það gekk mjög vel frá árinu 1999 til árs- ins 2008. Frá þeim tíma hefur reksturinn verið brösóttur. Staðan í dag er hins vegar þann- ig að allt er farið að ganga mikið betur og reksturinn hefur gengið ágætlega síðustu tvö árin,“ segir Kjartan Steinarsson eigandi K. Steinarssonar sem fagnaði fimm- tán ára afmæli um liðna helgi. K. Steinarsson var stofnað árið 1999 þegar Kjartan tók við um- boði fyrir Heklu hf. á Suðurnesjum og opnaði glæsilega bílasölu og þjónustuumboð í Hekluhúsinu við Njarðarbraut. Breytingar urðu árið 2011 þegar nýir eigendur komu að Heklu. Þá ákvað Kjartan að segja upp umboði sínu fyrir bíla frá Heklu og flutti sig um set og tók með sér umboð fyrir Öskju á nýjan stað við Holtsgötu í Njarð- vík. Kjartan var á þessum tíma með fjölda fólks í vinnu á bílasölu og þjónustuverkstæði. Hann útvegaði öllum starfsmönnum sínum vinnu á öðrum stöðum en Kjartan og eiginkona hans, Guðbjörg Theo- dórsdóttir, fluttu fyrirtækið á nýjan stað. Sigtryggur Steinarsson, bróðir Kjartans, fylgdi honum á nýjan stað. Þau starfa þrjú í dag hjá fyrir- tækinu. Hátt hlutfall Kia-bíla á Suðurnesjum K. Steinarsson leggur í dag megin- áherslu á sölu Kia-bíla á Suður- nesjum. Kia er frá Öskju eins og Benz, sem Kjartan selur einnig. Þá er K. Steinarsson einnig um- boðsaðili á Suðurnesjum fyrir Suzuki-bíla en fyrirtækið tók við því umboði á síðasta ári og hefur sala þeirra bíla einnig gengið vel á Suðurnesjum. Kjartan segir að sala Kia á Suður- nesjum sé í raun ævintýri líkust. Það sé grínast með það að annar hver bíll sé að verða Kia en það eru a.m.k. margir slíkir bílar í umferð á Suðurnesjum og hlutfallið á lands- vísu nokkuð hátt á Suðurnesjum. Frá því K. Steinarsson flutti á Holtsgötuna hefur fyrirtækið selt á fimmta hundrað Kia-bíla til Suður- nesjamanna. Kjartan segir að markaðurinn sé að taka við sér aftur eftir langt hlé sem hefur staðið upp undir sex ár. Á þessum tíma hefur verið lítið um að einstaklingar hafi verið að kaupa bíla. Bílaleigur hafa verið stærstu viðskiptavinir bílasölunnar síðustu ár en nú er markaðurinn að rétta úr kútnum. Kjartan segir þó að Suður- nes séu ennþá erfitt markaðssvæði. Hér hafi verið miklir erfiðleikar og enn séu erfiðleikar hjá fyrirtækjum á svæðinu þó svo það sé að birta til. „Við finnum það vel að ungt fólk er mikið að kaupa Kia í dag. Það er að leita að sparneytnum bíl og svo horfir það einnig til þess að bílarnir eru með sjö ára ábyrgð. Vinsælustu tegundirnar eru Ceed, Sportage og Rio“. Rafbílar framtíðin sem aukabíll á heimili Þið voruð að sýna rafmagnsbíl um helgina. Er það framtíðin? „Rafmagnsbílar eru næsta skref hjá Kia og það verður spennandi að fá að kynna hann á næstu vikum. Menn hafa lengi verið efins með rafgeymana í þessum rafmagns- bílum en Kia stígur skrefið til fulls og býður bílinn og geymana með sjö ára ábyrgð. Ég held að raf- magnsbílar verði framtíðin sem aukabílar á heimilinu og bílarnir sem verða notaðir í styttri ferðir, því eins og staðan er í dag er drægni þessara bíla ekki mikið meiri en 150 km. á einni hleðslu. Rafbíllinn frá Kia verður kynntur formlega strax á nýju ári og ég bíð spenntur eftir að bjóða Suðurnesjamönnum upp á þennan bíl“. Aðspurður um bílafjármögnun í dag þá segir Kjartan að með krepp- unni hafi komið fram nýir mögu- leikar í fjármögnun bíla með óverð- tryggðum lánum. Kjartan hvetur fólk þó til þess að leggja sjálft til a.m.k. 20% af andvirði bílsins. „Bílar eru ekki fjárfesting sem þú græðir á en með því að kaupa nýjan bíl í dag er fólk jafnvel að lækka mánaðarlegan rekstrakostnað. Fólk er þá á nýjum og öruggari bíl,“ segir Kjartan Steinarsson bílasali og eigandi K. Steinarssonar. Sala á Kia ævintýri líkust – K. Steinarsson fagnar fimmtán 15 ára afmæli. -viðskipti og atvinnulíf Nýmynd ehf - Iðavöllum 7 - 230 Reykjanesbæ sími 421 1016 - www.nymynd.is - mynd@nymynd.is 2 0 j ó l a k o r t Jólatilboð - Myndataka, 20 jólakort og þrjár myndir í stærðinni 13 x 18 cm. Fjölbreytt úrval af jólakortum, þú velur. Glæsilegar jólagjafir Verð: 22.900 kr Jólamyndatökur - Okkar vinsælu barnamyndatökur. - Verð við allra hæfi. Tímapantanir í síma 421 1016 Tilboðin gilda frá 11. til 21. nóvember Afmælistilboð 11.11.2014 - 20% afsláttur af öllum stækkunum þ r j á r m y n d i r 1 3 x 1 8 c m pósturX hilmar@vf.is Starfsmenn K. Steinarssonar. Guðbjörg Theodórsdóttir, Kjartan Steinarsson og Sigtryggur Steinarsson. Börnin fengu fígúrur úr blöðrum. Trúðar og fjöllistamenn skemmtu gestum. Börnin fengu fígúrur úr blöðrum. Sýningarsalur bílasölu K.Steinarssonar við Holtsgötu í Njarðvík. Flugvirkjanámið sem Keilir býður í samstarfi við AST nýtur mikilla vinsælda. Fyrst var boðið upp á flugvirkj- anámið haustið 2013 og bárust vel yfir hundrað umsóknir um þau 28 pláss sem voru í boði. Það er því ljóst að mikill áhugi er meðal Íslendinga að sækja flugvirkjanám, enda er mikill skortur á flugvirkjum í heim- inum. Keilir og AST benda á í tilkynningu að nám og starf í flugvirkjun hentar jafnt konum sem körlum og því hvetjum við konur sérstaklega til að skoða þennan möguleika í framtíð- inni. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í flugvirkjanám AST hjá Keili sem hefst næst í janúar 2015 en nánari upplýsingar um námið eru á vef Keilis. Air Service Training ltd. (AST) er í samstarfi við Keili og hefur sett upp útibú frá skóla sínum í Perth í Skotlandi hjá Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Í skólanum fer fram réttindanám flugvirkja og er um að ræða fimm anna samþykkt nám fyrir flugvirkja „Approved IR Part 66 Category B“ sem er bóklegt og verklegt iðnnám flug- virkja. Námið tekur mið af náms- skrá sem gefin er út af EASA sam- kvæmt samevrópski útgáfu skír- teina og sér AST um framkvæmd og ber faglega ábyrgð á gæðum námsins. Þeir sem ljúka flug- virkjanámi hjá AST öðlast öll þau réttindi sem EASA 145 viðhalds- fyrirtæki krefjast við ráðningu flugvirkja fyrir nútíma flugvélar. X■ Flugvirkjanám Keilis og AST: Yfir 100 vildu en 28 fengu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.