Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2014, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 20.11.2014, Blaðsíða 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA FIMMTUDAGURINN 20. NÓVEMBER 2014 • 45. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 25% AFLSÁTTUR á Nutrilenk 180 stk. GLÆSILEGUR MATSEÐILL FYRIR ALLA ALLIR VELKOMNIR Á NÝJAN STAÐ HAFNARGÖTU 62 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4457 Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ www.lyfja.is Lyfja Reykjanesbæ, Krossmóa 4, sími 421 6565 Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19, laugard. 10–16, sunnud. 12–16 Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ. af lyfjum utan greiðsluþátttöku af lausasölulyfjum og öðrum vörum 16% afsláttur 12% afsláttur Við stefnum að vellíðan. Mjög góður árangur grunnskólanema úr Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði á samræmdu prófunum: Erum að mennta okkur út úr kreppunni Að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar fræðslustjóra Reykjanesbæjar benda fyrstu tölur til að afar góður árangur hafi náðst á samræmdum prófum í Reykja- nesbæ, Garði og Sandgerði, sérstaklega í fjórða og sjöunda bekk. Samanlagður árangur þessara sveitarfélaga er nú í fyrsta skipti kominn yfir landsmeðal- tal í fjórða bekk í íslensku, langþráðar fram- farir í íslensku í sjöunda bekk eru nú að koma fram og meðalárangur í stærðfræði er vel yfir landsmeðaltali, bæði í fjórða og sjöunda bekk. Enn vantar samt herslumun- inn á unglingastigi í stærðfræði og ensku og niðurstöður í íslensku í sjöunda og tíunda bekk eru enn ekki ásættanlegar þótt fram- farir hafi vissulega orðið á miðstigi. Gylfi Jón þakkar árangurinn þátttöku allra aðila skólasamfélagsins. „Leikskólarnir eru að skila nemendum sínum betur undir- búnum, við erum í góðu sambandi við foreldra, sérfræðiþjónustan styður vel við innra starf skólanna, gæði kennslu hefur aukist og þekking á því sem virkar vel flæðir nú óhindrað milli skóla og skóla- stiga. Kennaranir okkar eru fagmenn fram í fingurgóma og eru einfaldlega að nota að- ferðir sem virka. Verkefnið núna er að við- halda þeim árangri sem hefur náðst í fjórða og sjöunda bekk þannig að hann komi einnig fram í tíunda bekk í öllum skólunum.“ „Við lögðum upp með að við ætluðum okkur að mennta okkur út úr kreppunni með því að styrkja grunnnámið, minnka þannig brottfallið og fjölga með því þeim sem ljúka námi við hæfi eftir grunnskóla- göngu. Það er okkur að takast og það mun í framtíðinni skila sér í auknum tekjum fyrir íbúana með betur launuðum störfum og auknum lífsgæðum.“ „Maður verður dálítið sár og svekktur að fráfarandi forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar skuli gagnrýna hagræðing- araðgerðir og segja að við séum að gera þetta í fljótheitum. Að núverandi meirihluti sé vondi gæinn þegar verið er að taka ákvörðun um nýjar skattlagn- ingar og niðurskurð. Ef ein- hver hér inni heldur að þetta sé auðvelt þá er það ekki svo,“ sagði Friðjón Einarsson, for- maður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar, á bæjar- stjórnarfundi í Reykjanesbæ sl. þriðjudag. Harkalegar umræður urðu milli minnihluta og meiri- hluta vegna aðgerða til að laga fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Böðvar Jónsson flutti tillögu frá Sjálfstæðismönnum þar sem sagt er að þeir leggist gegn ákvörðun bæjarráðs um kjara- skerðingu starfsmanna sem feli í sér umtalsverðar launa- lækkanir. „Ákvörðunin hafi verið tekin með fljótfærnis- legum hætti og án nákvæmrar greiningarvinnu,“ en sjá má bókunina í heild á Víkurfrétt- avefnum, vf.is. Það var eins og Böðvar hefði hent inn sprengju á fundinn því í framhaldi komu bæjarfulltrúar nýja meirihlutans upp og fóru mikinn í máli sínu. Sögðu að það væri hart að sjálfstæðismenn sem hefðu komið bæjarfélaginu í þessa slæmu stöðu kæmu nú upp og gagnrýndu þær ákvarð- anir sem nauðsynlegt væri að taka. Þeir væru nú að hreinsa upp skítinn eftir þá. Friðjón Einarsson greindi frá samningi sem gera þurfti við eftirlitsnefnd sveitarfélaga að kröfu hennar vegna slæmrar stöðu í fjár- málum; samningi sem Reykja- nesbæ var skylt að ganga að, fyrst allra sveitarfélaga á landinu. Guðbrandur Einarsson frá Beinni leið sagði stöðuna skelfi- lega. Fjárþörf næstu þriggja ára umfram tekjur væri 2,5 millj- arður króna. „Þetta er hinn kaldi veruleiki og við getum ekki tekið lán. Við höfum ekki lánstraust lengur. Ég er í þeirri stöðu að hreinsa upp skítinn en ég ætla samt að taka það að mér,“ sagði Guðbrandur. Bæjarful ltrúar sjálfstæðis- manna voru hissa á hörðum við- brögðum nýja meirihlutans við bókuninni og sögðust vilja gott samstarf um þetta stóra verkefni, að vinna á fjárhagsvanda sveitar- félagsins. Þeir lögðu áherslu á að um leið og staðan myndi lagast yrðu ákvarðanir um launaskerð- ingar og skattahækkanir teknar til baka. Undir það tóku fulltrúar meirihlutans. Sjá meira á bls. 2. ■■ Brestir í „samstarfi“ meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar : Erum að hreinsa upp skítinn -Sjálfstæðismenn leggjast gegn launalækkun starfsmanna. Fjöldi starfsmanna Reykjanesbæjar fjölmennti á bæjarstjórarfund en margir þeirra lækka í launum vegna hagræðingaraðgerða. Tónlistarkennar mættu líka og mótmæltu stöðunni í þeirra málum. VF-myndir/pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.