Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 20.11.2014, Blaðsíða 6
6 fimmtudagurinn 20. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Grindavík hefur nokkra sérstöðu í samfélaginu hér á Suðurnesjum. Grindvíkingar hafa alltaf viljað vera út af fyrir sig og halda utan um sín mál. Þeir vilja ekki heyra minnst á sameiningu sveitarfélaga. Grindavíkurbær fagnaði 40 ára kaupstaðarafmæli fyrr á árinu og í tilefni af því fórum við hjá Víkurfréttum í samstarf við bæjaryfirvöld um útgáfu á myndarlegu afmælisriti sem var dreift um öll Suðurnes og víðar. Í aðdraganda þeirrar útgáfu kynntumst við hjá Víkurfréttum samfélaginu mun dýpra en áður. Við sáum að Grindavík er í blóma og þar er samfélag sem er til fyrirmyndar á mörgum sviðum. Öflugt atvinnulíf er í Grindavík þar sem útgerð og fiskvinnsla eru ein helsta stoðin. Þá stendur ferðaþjónustan sterkum fótum í Grindavík með Bláa lónið, sem helsta flaggskip ferðamála á Íslandi, í fararbroddi. Mannlífið í Grindavík er einnig í miklum blóma. Við hjá Víkurf- réttum erum að efla vinnslu sjónvarpsefnis í framboði Víkurfrétta á efni frá Suðurnesjum. Þar hefur Grindavík einmitt verið áberandi síðustu vikur. Einlægt viðtal sem Sólný Pálsdóttir veitti Sjónvarpi Víkurfrétta um það hvernig er að eignast barn með Downs-heilkenni hefur vakið mikla athygli. Í síðustu viku heimsóttum við svo Dísu í Akri sem hefur komið upp vísi að safni á heimili sínu í Grindavík. Í þætti Sjónvarps Víkurfrétta í kvöld kemur Grindavík einnig sterkt við sögu. Við heimsækjum fiskvinnslufyrirtækið Vísi sem nýlega hefur fjölgað bæjarbúum í Grindavík um 100 manns. Við greinum frá því að allir þessir nýbúar hafa nú fengið varanlegt húsnæði í Grindavík. Þá kíkjum við á kóræfingu hjá Vísiskórnum, sem er blandaður kór skipaður íslensku og pólsku söngfólki og ræðum við Margréti Páls- dóttur kórstjóra. Já, það er svo sannarlega líf í Grindavík og við höfum ekki sagt skilið við sjávarplássið handan við Þorbjörninn, því í þættinum okkar í næstu viku verður m.a. viðtal við ungan Grind- víking sem bræðir hjörtu og er að gera áhugaverða hluti í mannlífinu í Grindavík. Og til að slá botninn í þennan pistil um Grindavík þá er ástæða til að minnast á ráðstefnu sem verður haldin á fimmtudag í næstu viku um nýsköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkumálum í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar. Ráðstefnan verður haldin í Bláa lóninu og verður án efa uppspretta enn frekari áhugaverðra frétta frá Grindavík. Við hjá Víkurfréttum hvetjum Grindvíkinga og aðra til að standa með okkur vaktina og benda á áhugavert efni í blað, á vef eða í Sjónvarp Víkurfrétta. Grindavík í blóma -ritstjórnarbréf Hilmar Bragi Bárðarson skrifar Dalrós Jóhannsdóttir, annar eigenda Skóbúðarinnar í Reykjanesbæ, hefur trú á því að íbúar á svæðinu geti í sameiningu skapað stemninguna á Hafnar- götusvæðinu eins og hún var í gamla daga. Allt sem þurfi sé að skoða betur vöruúrvalið og þjón- ustuna sem séu vel samkeppnis- hæf. „Auðvitað vonumst við til þess að fólk hugsi aðeins til okkar hér á Hafnargötunni og ákveði að versla heima það sem er hægt. Við skiljum alveg að það er ekki allt í boði hérna. Eftir því sem fólk kaupir meira heima þá verður eykst vöruúrvalið. Þetta helst allt í hendur. Fólk þarf eflaust að sækja eitthvað til höfuðborgarsvæðisins en ég hvet það til að byrja hér og skoða hvað er til,“ segir Dalrós Jóhannsdóttir, annar eigandi Skó- búðarinnar í Reykjanesbæ. Dalrósu finnst margar verslanir í Reykja- nesbæ vera með rjómann af því besta. „Ég man eftir því þegar ég var að kaupa fermingarföt fyrir dóttur mína og við vorum búnar að fara á milli verslana í Smáralind. Svo enduðum við með því að fá dressið á hana hér í heimabænum. Byrjuðum í raun í vitlausum enda. Vöruúrvalið sem við skoðuðum í verslununum í Smáralind var bara komið saman í einni búð hér. Ég fór eitt sinn á vefsíðu ELKO til að athuga verðsamanburð á örbylgju- ofnum og sá nákvæmlega eins ofn í Ormsson hér á sama verði.“ Flestir enda á að velja svörtu skóna Dalrós segir að mikið til komi sama fólkið til hennar og kaupi. Margir sem komi og vilji bara fá eitthvað visst vörumerki. „Þeir þekkja vöruna og finnst hún góð; vörur sem hafa reynst vel. Núna höfum líka verið að taka inn nýtt fyrir herrana, líka þessa yngri, með breiðari línu. Erum komin með gæjalegri skó sem höfða til annarra en þessir hefbundnu. Erum líka með mjög flotta og litríka herra- sokka á góðu verði og mikið úrval af skóm sem passa fyrir allar árs- tíðir.“ Svo sé skemmtilegt að skór í skærum og áberandi litum veki athygli í hillunum og séu mikið skoðaðir. „En svo enda kúnnarnir með því að kaupa alveg eins skó, bara svarta,“ segir Dalrós og hlær. Eðlilega leggi flestir áherslu á hag- kvæmni og nýtingu og svart sé sí- gildur litur. „Lakkskórnir eru svo aðeins að koma inn aftur. Kósís- okka/skór eru einnig vinsælir frá stærðum 30 og upp í 41.“ Verslanir vel samkeppnishæfar Skóbúðin hefur ekki mikla sam- keppni þótt einhverjar tískuvöru- verslanir á svæðinu selji skó. „Við erum með fjölbreytt úrval á alla fjölskylduna og þessar grunnvörur, þ.e. kuldaskó, stígvél og inniskó. En samkeppni er þó af hinu góða og getur hjálpað til. Það skiptir miklu máli að veita persónulega þjónustu og geta pantað inn í ef að vantar og slíkt og jafnvel hringja í fólk þegar beðið er eftir vissum vörum,“ segir Dalrós og bætir við að stundum gleymist hvað sé í boði hér. „Verslanirnar eru alveg sam- keppnishæfar og bæjarfélagið er stórt. Þetta er bara spurning um að við íhugum öll hvaða þjónustu við viljum hafa í bænum okkar. Við verðum öll að leggjast á eitt og þannig getur skapast skemmtilega stemningin á Hafnargötusvæðinu eins og í gamla daga.“ ■■ Annar eigenda Skóbúðarinnar hvetur fólk til að skoða það sem er í boði í verslunum: Persónulegri þjónusta í heimabænum -viðtal pósturX olgabjort@vf.is Slippurinn Akureyri ehf. óskar eftir að ráða vélstjóra/vél- virkja, stálsmiði og rennismið til framtíðarstarfa. Upplýsingar í síma 460 2900. Umsóknir sendist á slipp@slipp.is MÁLMIÐNAÐARMENN Slippurinn Akureyri ehf. // DNG // Naustatanga 2 600 Akureyri // Sími: 460 2900 // Fax: 460 2901 www.slipp.is // www.dng.is Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Dalrós Jóhannsdóttir annar eigandi Skóbúðarinnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.