Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 8
8 fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Hollari sörur Ég er alin upp við að fá sörur á jólunum og eins og sumir vita þá tilheyri ég stórri bakarísætt þar sem kökur og sætabrauð eru í hávegum höfð þegar fjölskyldan kemur saman. Undanfarin ár höfum við mamma gert sörur saman og við höfum prófað að gera aðeins hollari útgáfu af sörum því okkur þykir þær svo góðar og svo eru þær auðvitað ómissandi hluti af jólunum að mínu mati. Fyrsti í aðventu framundan og því tilvalin að byrja jólabaksturinn og fá kökuilminn í eldhúsið. Ég fann mjög góða uppskrift af sörum sem mig langar að deila með ykkur en uppskriftin er fengin frá www.disukokur.is. Njótið... Botn: 3 eggjahvítur (við stofuhita) 1 dl Sukrin melis (sætuefni) 70 g möndlumjöl 10 dr stevía dropar • Eggjahvíta, sukrin og stevia þeytt saman þar til stíft. Svo er möndlumjöli bætt varlega saman við og blandað með sleif. Sett á bökunarpappír með skeið, eða setja í sprautupoka og sprauta. Uppskriftin en ca 20 stk. Sett í ofn sem er 130 °C (ekki með blæstri) og bakað í 40 mín. Krem: 1 dl Sukrin melis 2 eggjarauður 8 dr stevía dropar 100 g mjúkt smjör 2 tsk instant kaffi 2 tsk kakó • Öllu blandað vel saman. Kremið er sett á kök- unar þegar orðnar kaldar. Gott að nota skeið og gera ‘fjall’ úr kreminu. Kökurnar settar í frysti og svo þegar krem orðið kalt þá bara dýfa kök- unum ofan í brætt súkkulaði en gott er að nota lífrænt 70% súkkulaði (t.d. Rapunzel, Balance eða Viviani). Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.facebook.com/grasalaeknir, www.instagram.com/asdisgrasa HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Matseðill Kalkúnn í smjöri Hunangsgljáð skinka Savory stuffing Alvöru gravy Fullt af flottu meðlæti fimmtudaginn 27. nóvember 11:00 - 14:00 17:00 - 21:00 2790kr Börn 7-12 ára - 995kr Ásbrú Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 -mannlíf pósturX vf@vf.is Jóhann Reynisson var á dög-unum sæmdur nafnbótinni sendiherra franskrar matar- gerðar í Skandinavíu, af klúbbi matreiðslumeistara Frakklands, eða Academie Nationale De Cuis- ine eins og klúbburinn heitir á frönsku. Í heimi matreiðslunnar verða viðurkenningarnar varla stærri, enda eru allir frægustu kokkar Frakklands í þessum sama klúbbi. Frönsk matargerð er mikils metin á heimsvísu eins og kunnugt er. Keflvíkingurinn Jóhann hlaut viðurkenninguna óvænt en hann hafði þá dvalið í Frakklandi í nokkra daga, þar sem hann vann að verkefni með skóla í París og brá sér á matvælasýningu með hópi franskra matreiðslumeistarar. „Á síðasta deginum með hópnum var ég tekinn inn í klúbbinn með skjali og medalíu og gerður að sendiherra þeirra í Skandinavíu,“ en viðurkenningin kom Jóhanni algjörlega í opna skjöldu enda vissi hann ekkert af athöfninni. Jóhann hefur átt í nánu samstarfi við ýmsa aðila í matreiðslu í Frakklandi undanfarin ár en sjálfur er hann búsettur í Molde í Noregi þar sem hann starfar sem yfirmatreiðslu- maður á Rica Seilet hótelinu. „Ég var svo látinn lesa upp testa- mentið þeirra í klúbbnum og endaði með medalíu um hálsin. Þeir voru yfir sig hrifnir af því að við skulum læra franska matagerð heima á Íslandi og að við notum frönsk fagorð í eldhúsinu,“ segir Jó- hann. Áhugi er fyrir því að franski veitingaskólinn stofni til sambands við veitingaskóla á Íslandi. Keflvíkingur sendi- herra franskrar matar- gerðar í Skandinavíu Rokksafnið fær umfjöllun í tímaritinu Rolling Stone XXDavid Fricke ,blaðamaður hins virta tónlistartíma- rits Rolling Stone, fjallaði um Rokksafnið í Hljómahöll í grein þar sem hann gerir upp tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Þar segir hann frá því að safnið sé aðeins stein- snar frá sögufrægum tónlist- arstað þar sem hinir íslensku Bítlar hafi fyrst stigið á stokk, en þar á hann við hljómsveit- ina Hljóma og Stapa. Hann segir að finna megi ýmsa glæsi- lega muni og merkilega sögu á safninu sem sé aðeins í fimm mínútna fjarlægð frá Flugstöð- inni. Þessi glæsilega umfjöllun er sannarlega skrautfjöður í hatt Rokksafnsins Góð málefni hafa verið í fyrir-rúmi í starfi Lionsklúbbs Njarðvíkur frá stofnun hans árið 1958. Jólahappdrætti klúbbsins hefur verið árviss viðburður og verið vin- sælt, ekki síst fyrir glæsilega vinn- inga. Á dögunum var tilkynnt um vinn- inga ársins og er metsölubíllinn Chevrolet Spark frá Bílabúð Benna þar efstur á blaði. Jólahappdrættis Spark verður til sýnis í verslunar- miðstöðinni Krossmóum fram að helgi. Gott málefni og góður Spark! Árni B Hjaltason frá Lionsklúbbi Njarðvíkur og Svavar Grétarsson hjá Bílabúð Benna í Reykjanesbæ, handsala samning um aðal happ- drættisvinning ársins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.