Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 18
18 fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Út er komin diskurinn Barna-jól sem inniheldur 16 íslensk jólalög sem sungin hafa verið af börnum og fullorðnum í áratugi. Lögin eru flutt og útsett sérstak- lega þannig að þau haldi uppruna sínum og falli vel að jólahaldi og jólaskemmtunum - að ganga í kringum jólatré. Á disknum eru lögin; Nú er Gunna á nýju skónum, Þyrnirós var besta barn, Bráðum koma blessuð jólin, Í skóginum stóð kofi einn, Pabbi segir, Jóla- sveinar ganga um gólf, Það búa litlir dvergar, Gekk ég yfir sjó og land, Göngum við í kringum, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Adam átti syni sjö, Nú skal segja, Jólasveinar einn og átta, Klukkurnar dinga- linga ling, Snæfinnur snjókarl, Það á að gefa börnum brauð. Flytjendur eru Guðmundur Rúnar ásamt börnum. Diskur þessi er annar í röðinni „Gömlu góðu“, en í fyrra kom út diskurinn „Gömlu góðu barnalögin“. -mannlíf pósturX vf@vf.is Út er komin diskurinn Barnajól sem inniheldur 16 íslensk jólalög. Guðmundur Rúnar með Barnajól Sæll herra nóvember! Talsverð slysahætta skapað-ist á F lug val lar veg i í Reykjanesbæ í liðinni viku þegar slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja hóf að afklæða sig við brunahana sem stendur við götuna. Vatnið gusaðist úr brunahananum og samstarfsmaður slökkviliðs- mannsins kraup á hné skammt frá. Grunar okkur á VF að þarna væri á ferðinni herra nóvember á dagatali slökkviliðsins fyrir næsta ár. Það mun koma í ljós fljótlega. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Átta hundruð höfuðföt í Reykjanesbæ - til að stuðla að auknu öryggi. XX„Reyknesingar tóku vel við sér og hafa nælt sér í um þúsund stykki hér og í Grindavík á undanförnum vikum,“ segir Magnús Geir Jónsson, þjón- ustustjóri VÍS í Reykjanesbæ, um húfur og eyrnabönd sem viðskiptavinum hefur staðið til boða undanfarnar vikur. „Þetta er liður í að stuðla að auknu öryggi í umferðinni og kjörið að beina kröftunum að yngstu vegfarend- unum, nú fjórða árið í röð. Við viljum vitaskuld að allir séu sýnilegir enda veitir ekki af eftir því sem myrkrið vex. Þótt húfurnar séu á þrotum má fá endurskinsmerki hjá okkur sem henta öllum aldri.“ Ungar Njarðvíkurmeyjar með húfurnar. Jólablöðin eru framundan.Verið tímanlega með auglýsingar Penninn Eymundsson er í húsnæði gömlu Bókabúðar Keflavíkur og Ástu Ben Sigurðar- dóttur verslunarstjóra þykir vænt um að hún sé af mörgum enn kölluð einfaldlega Bókabúðin. Mikið vöruúrval, sérþekking og góð þjónusta séu það sem skiptir máli. „Já, er þetta í Bókabúðinni?“ segja margir af eldri kynslóðum sem hringja í Pennann Eymundsson í Reykjanesbæ. Ásta Ben Sigurðar- dóttir verslunarstjóri segir það mjög vinalegt og að henni þyki vænt um það. „Þrátt fyrir sam- keppnina við verslanir í Reykjavík er sem betur fer alltaf fólk sem vill bara kaupa í Bókabúðinni og notar það nafnið. Svo er einnig fólk sem vill hafa slíka verslun á svæðinu og kýs þess vegna að versla hér. Hugurinn hjá þessu fólki skiptir miklu máli.“ Miklu meira en bókabúð Ásta telur að fólki myndi bregða við ef bókabúðin færi. „Við erum ekki bara bókabúð. Við þjónustum fyrirtæki líka, erum svo mikil pennabúð. Eymundsson hlutinn er bækur, blöð, diskar og slíkt. Penn- inn er svo með rekstrarvörur eins og pappír, blekhylki og það sem þarf í rekstur fyrirtækja. Svo erum við með alla skólana; fjölbrauta- skólann, Keili, Miðstöð símennt- unar og alla grunnskólana. Það er bara frábært og sýnir fjölbreyti- leikann sem við fáumst við hér og erum að þjónusta stórt svæði. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því.“ Allr bækurnar í bókatíðindum Aðventan og tíminn þegar skólar hefjast eru stórar vertíðir hjá bóka- búðum og ritfangaverslunum. Ásta segir að mikill jólahugur sé í henni og að hún hugsi jákvætt. „Ég held að bókin komi alltaf sterk inn sem jólagjöf. Við erum með allar nýj- ustu bækurnar og allar bækurnar í bókatíðindum en stórmarkaðarnir eru bara með rjómann af þeim, þær allra vinsælustu. Einnig seljum við geisladiskar, DVD myndir og höfum mikið úrval af gjafavöru. Við útvegum allt, pökkum inn, bjóðum upp á skiptimiða og erum með fólk á gólfinu með sérþekk- ingu og veitir góða þjónustu. Þetta skiptir allt máli. Svo er fimm pró- senta afsláttur fyrir þá sem eru í vildarklúbbnum okkar og það munar um minna. Við erum oft með tilboð líka í tengslum við vildarklúbbinn og þá oft meiri af- slátt,“ segir Ásta að lokum. -viðtal pósturX olgabjort@vf.is X■ Verslunarstjóri Pennans Eymundsson hefur ávallt trú á bókinni sem góðri jólagjöf: Margir tala enn um Bókabúðina Við erum með allar nýj- ustu bækurnar og allar bæk- urnar í bóka- tíðindum en stórmarkaðarnir eru bara með rjómann af þeim, þær allra vin- sælustu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.