Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 19
19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 Landhelgisgæslan og Norðurskautsmál til Suðurnesja Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, telur stofnun starfshóps ekki vera bestu leiðina til þess að efla Suður- nesin. „Það er mín skoðun að það skili meiri árangri að beita sér beint gagnvart framkvæmdavaldinu og ýmsum stofn- unum.“ Silja segist að sjálfsögðu vera að vinna að því að efla atvinnulíf og samfélagið á Suðurnejum. Það geri hún í samstafi við aðra þingmenn kjördæmisins, ráðherra og full- trúa í nefndum þingsins. „Ég þekki samfélagið á Suðurnesjum mjög vel enda fædd hér og uppalin. Ég á í góðu samstarfi við fjölmarga hér á svæðinu og geri það sem ég get til að greiða götu fólks með það að mark- miði að efla atvinnulíf og samfélagið hér.“ Silja telur að með því að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja myndu skapast mörg góð störf á svæðinu. „Ég hef einn- ig mikinn áhuga á Norðurskauts- málum og tel að Suðurnesin eigi góða möguleika á því sviði, þ.e. að miðstöð leitar og björgunar yrði staðsett á Ásbrú þegar til kemur.“ Tillaga um flutning Land- helgisgæslunnar kæfð með ónothæfri skýrslu sérfræðingahóps Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson tekur í sama streng og Silja „Ég veit ekki hvort enn einn verkefnahópurinn sé það sem Suðurnes þurfa á að halda. Á síðasta kjörtímabili kom ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur til Reykja- nesbæjar og hélt fund í Víkingaheimum. Þar var samþykkt að stofna verkefna- hóp sem skyldi skila niðurstöðu eftir ein- hverja mánuði og sérfræðingur úr for- sætisráðuneytinu stjórnaði hópnum. Margir fundir, margar hugmyndir en stóra niðurstaða og útkoman var að ákveðið var að opna herminja- safn á Ásbrú og í það var ráðinn at- vinnulaus maður úr Reykjavík eins og frægt varð. Tillaga um flutning Landhelgisgæslunnar var kæfð með ónothæfri skýrslu sérfræðingahóps. Öll loforð um að Helguvík fengi framlög frá ríkisstjórninni fóru í röðina á eftir Bakka og við munum hvernig það endaði með einu stóru núlli. Að fá einhverja sérfræðinga að segja okkur það sem við nú þegar vitum og kemur engum á óvart er bara tímaeyðsla og kostar fullt af peningum og ergir fólk. Ég veit ekki hvort það breytir einhverju að fá fjóra sérfræðinga til að segja okkur í langri kostnaðarsamri skýrslu að við eigum bara að standa við það sem við segjum þá væri staðan á Suður- nesjum betri en hún er og trúlega færri atvinnulausir og meðallaun hærri en þau eru í dag.“ Ásmundur segist hafa lagt sig fram sem nefndarmaður í atvinnuvega- nefnd, þar sem hann tekur þátt í að skapa almenna og betri umgjörð fyrir atvinnulífið sem vonandi eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á Suður- nesjum og um allt land. „Ég hef beitt mér sjálfur að fá HS Orku og Norðurál til að ná saman um orku- verð fyrir álverið. Ég hef á vettvangi þingflokksins margrætt þessi mál og lagt fram hugmyndir um að Landsvirkjun verði gert að koma að verkefninu enda næst það aldrei í höfn án frekari og sterkari aðkomu Landsvirkjunar en ráð var fyrir gert í upphafi. Þá hef ég sem þingmaður stutt mörg fyrirtæki með ýmislegt sem þarfnast aðstoðar við í kerfinu og stutt iðnaðarráðherra Ragnheiði Elínu Árnadóttur í mörgum góðum málum sem hún hefur komið á á Suðurnesjum og víðar á kjörtíma- bilinu.“ Hann segir að ekki það megi gleym- ast sem vel hefur verið gert. „Gagna- ver, þörungavinnsla, fiskeldi og ákvörðun um lagningu nýrra raflína um Suðurnes sem er á lokastigi svo nokkuð sé talið. Ég mun halda áfram að puða í rafmagnsmálum fyrir ál- verið, uppbyggingunni í Helguvík og á Reykjanesi. Gleymum ekki að Bláa lónið er að fara í 4 milljarða kr. uppbyggingu á hóteli og heilsu- lindum sem er og verður einstakt í sinni röð. Nýtt hótel við Flug- stöðina, Festi í Grindavík breytt í hótel og væntanlega er að fara af stað hótelbygging i Garðinum. Upp- byggingin á Keflavíkurflugvelli fyrir tugmilljarða er ævintýri og á næstu árum munum við sjá frekari upp- byggingu á Suðurnesjum. Gleymum því ekki að það eru frábær tækifæri á Suðurnesjum sem við verðum að grípa. Þar býr dugmikið og gott fólk sem vill sjá svæðið byggjast upp og snúa vörn í sókn. Tölum Suður- nesin upp, tölum upp hugmyndir um eflingu Norðurslóðaverkefna sem Guðmundur Pétursson slæst fyrir með dugnaði. Við þurfum slíka bjartsýni þar sem hlutirnir eru tal- aðir upp og að lokum verða þeir að veruleika. Við viljum efla Keili, Fisk- tækniskólann og ferðaþjónustuna á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og löggæslu. Í enda dagsins getum við verið sammála um að við getum öll gert betur og ætla ég mér að gera það.“ Tveir fyrrum fjármálaráð- herrar brugðust ekki við vandanum Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir nokkrar ástæður liggja að baki því að hann var ekki stuðningsmaður að til- lögunni. „Í fyrsta lagi tel ég að það leysi ekki vandamálin hér á Suður- nesjum að skipa eina nefndina enn. Margar skýrslur eru til um at- vinnumál á Suður- nesjum sem unnar hafa verið af ýmsum hópum, má þar nefna atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Í öðru lagi velti ég fyrir mér að tveir af flutningsmönnum þessarar ágætu þingsályktunartil- lögu voru fjármálaráðherrar í síð- ustu ríkisstjórn án þess að bregðast við þessum mikla vanda á Suður- nesjum sem er ekki að myndast í dag. Við nokkrir framsóknarmenn höfum flutt þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin kanni grund- völl fyrir byggingu áburðarverk- smiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn en áhugahópur um það mál kynnti það fyrri ríkisstjórn án þess að hljóta áheyrn. Þar er gert ráð fyrir að fjár- festar komi að þeirri verksmiðju ef hagkvæmniathugun verður jákvæð. Um er að ræða 150-200 framtíðar- störf þar sem krafist er 40% háskóla- menntunar, 30% iðnmenntunar; 30% vel launuð verkamannastörf og 600 störf á byggingartíma. Í þriðja lagi ráðlagði reynsluboltinn Steingrímur J. okkur nýjum þing- mönnum stjórnarflokkanna úr ræðustól á alþingi að í stað þess að flytja þingsályktunartillögur væri hægt að vinna málin í gegnum okkar ráðherra og fór ég að ráðum hans.“ „Eins og fram hefur komið þá hef ég valið þá leið að notfæra mér það að vera í stjórnarliðinu og hvatt ráðherra til að styðja við erlenda fjárfesta sem vilja fjárfesta á Suður- nesjum og bent ráðherrum á þau mál sem ég tel vera samfélaginu á Suðurnesjum til góða. Þar hef ég helst lagt áherslu á hærri framlög til stofnana hér á suðurnesjum svo sem Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Keili og svo að koma Fisktækniskóla Íslands á þjónustusamning eins og aðra skóla. Ég ætla ekki að hreykja mér af árangrinum og hver veit nema ég eigi eftir að reyna aðrar leiðir ef framlög til þessara mála- flokka hækka ekki til samræmis við aðra landshluta.“ Páll segir jafnframt að það sé ekki til þess að minnka vandann á Suðurnesjum þegar stærsta sveitar- félagið er jafn illa statt og raunin er. „Hættan er að fyrirtæki veigri sér við að koma ef skattar og þjón- ustugjöld verða hærri hér en annars staðar. Mikilvægt er að áframhald verði á uppbyggingu á Helguvíkur- svæðinu og tel ég að skoða þurfi af alvöru sameiningu við Faxaflóa- hafnir, það mótel virðist virka vel. Svo má benda á að ágætir hlutir eru í gangi hér á svæðinu, mikil upp- bygging verður áfram í Leifsstöð og í Eldey er eitt stærsta og glæsileg- asta frumkvöðlasetur landsins sem þjónar frumkvöðlum og sprotafyrir- tækjum auk starfandi fyrirtækja sem vilja efla sig með nýsköpun og vöru- þróun. Ég vek athygli á því að ein- mitt núna eru þrír sjóðir að auglýsa styrki til umsóknar en það eru A.V.S. rannsóknarsjóður, Vaxtasamningur Suðurnesja og Nýsköpunarsjóður Landsbankans. Eflum atvinnustarfsemi sem fyrir er Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðis- maður telur að íbúar Suðurnesja eigi meira skilið en að stofn- aður sé enn einn starfshópurinn um atvinnumál á Suðurnesjum. „Ég er þeirrar skoðunar að heimamenn séu best til þess fallnir að afla tækifæra og nýta þau. Það er svo hlutverk okkar sem erum kjörin á Alþingi að skapa betri aðstæður til að at- vinnulíf geti vaxið og dafnað. Út úr síðustu vinnu stjórnvalda um efl- ingu atvinnulífs á Suðurnesjum sem kynnt var með miklum látum kom loforð um eitt stöðugildi við safn- arekstur. Það eru miklu fleiri tæki- færi á Suðurnesjum og mörg öflug fyrirtæki, stór og smá, í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Við skulum frekar setja fókusinn á þá starfsemi en þannig tel ég að megi nýta tímann best, þ.e. að hlúa að og efla þá at- vinnustarfsemi sem nú fyrir er, þannig geta fyrirtækin ráðið til sín fleira fólk og látið svæðisbundin hjól atvinnulífsins fara að snúast. Þá er hellingur að tækifærum að skapast t.d. í ferðþjónustu á Suðurnesjum en með henni gætu skapast gríðarlega mörg stöðugildi fyrir íbúa svæðisins. Enn fremur má nefna tækifærin sem eru að skapast í sjávarútvegi.“ Vilhjámur hefur að eigin sögn fengið að koma að og vinna í mörgum málum sem tengjast Suðurnesjum. „Fyrst skal nefna það mikilvæga verkefni að efla menntastofnanir svæðisins sem eru uppspretta öflugs atvinnulífs, nýsköpunar og verð- mætari starfa. Þar höfum við sér- staklega verið að vinna með Keili og Fisktækniskólanum. Þá eru málefni Helguvíkur alltaf til skoðunar enda á mörgu að taka þar. Við þingmenn- irnir höfum haft samráð við stjórn ISAVIA sem er meðal stærsta at- vinnurekanda svæðisins og stefnum á að auka það samstarf enn frekar. Þar eru jákvæðustu fréttirnar að stjórnin leggur mesta áherslu á að ljúka skipulagsvinnu á flugvallar- svæðinu. Þar eru mörg tækifæri sem skiptir miklu máli að nýta eins og frekari starfsemi Landhelgisgæsl- unnar og Lögregluskóla ríkisins að ógleymdri alþjóðlegri björgunar- miðstöð. Ég hef lagt mikla áherslu á að viðhalda fæðingarþjónustu á Suðurnesjum og að sjúkrahúsin í kringum höfuðborgarsvæðið fái aukið hlutverk og aðstaða þeirra þannig nýtt betur. Hér hef ég nefnt nokkur verkefni sem eru í gangi af þeim fjölmörgu bæði stórum og smáum sem er mikilvægt að vinna að og þarf ekki starfshóp til.“ Varðandi hvað megi gera til þess að efla atvinnumál á Suðurnesjum þá segir Vilhjálmur að samvinna og samtakamáttur Suðurnesjamanna skili bestum árangri. „Ég tel að mikil neikvæð umræða skili okkur ekki öflugra atvinnulífi. Heldur ættum við að draga fram jákvæða umræðu um allt það sem vel gengur og þá möguleika sem það býður upp á. Þar má nefna öll þau tækifæri sem við höfum í ferðaþjónustunni, skapa afþreyingu fyrir ferðamenn, en ekkert svæði á landinu hefur jafn marga ferðamenn á svæðinu eins og Suðurnes. Við höfum mestu teng- ingar við aðra markaði í gegnum flug og sjóflutninga. Það er mikil gróska í menntamálum á svæðinu og nýsköpun í kringum sjávarútveg er mikil bæði í fullvinnslu og fisk- eldi. Þeir fjölmörgu aðilar sem eru að vinna að þessum málum hér á Suðurnesjum í dag búa yfir mikilli þekkingu, jákvæðni og vilja. Við eigum að sameinast um að bjóða öðrum frumkvöðlum að koma inn í þetta góða umhverfi til að byggja upp nýja starfsemi.“ Matseðill Kalkúnn í smjöri Hunangsgljáð skinka Savory stuffing Alvöru gravy Fullt af flottu meðlæti fimmtudaginn 27. nóvember 11:00 - 14:00 17:00 - 21:00 2790kr Börn 7-12 ára - 995kr Ásbrú -þingmenn pósturX eythor@vf.is Enn ein nefndin leysir ekki vanda Suðurnesja Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingar, lagði fram á Alþingi á dögunum þingsályktunartillögu um eflingu atvinnulífs og samfélag á Suðurnesjum. Við lögðu spurningar fyrir þing- menn Suðurnesja um hvers vegna þeir hafi ekki verið meðflutningsmenn tillögunnar, en einungis Oddný og Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, koma að tillögunni af þeim sjö þingmönnum sem Suðurnesjamenn eiga þetta kjörtímabilið. Hvernig finnst þeim að efla megi samfélagið á Suðurnesjum og hvernig hyggjast þau beita sér í þeim málum?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.