Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 27.11.2014, Blaðsíða 20
20 fimmtudagurinn 27. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR X■ Eyjólfur Eysteinsson skrifar: Öldungaráð Suð- urnesja stofnað Sveitarfélögin og Félag eldri borgara á Suður- nesjum hafa tekið höndum saman og munu standa saman að stofnun Ö l d u n g a r á ð s Suðurnesja þann 29. nóvember á Nesvöllum. Miklar væntingar og vonir eru til þess að samvinna þeirra sem njóta þjónustunnar og þeirra sem veita hana verði til þess að bæta þjónustu við eldri borgara á Suðurnesjum. Sveitarfélögin á Suðurnesjum og Félag eldri borgara á Suðurnesjum hafa gert með sér samkomulag um stofnun öldungaráðs sem gæta eigi hagsmuna eldri borgara og vera bæjarstjórnum til ráðgjafar. Ráðið skal vera ráðgefandi um fram- tíðarskipulag öldrunarþjónustu, uppbyggingu hjúkrunarheimila, þjónustu- og öryggisíbúða á Suður- nesjum. Öldungaráðið skal einn- ig vinna að samþættingu þjónustu og vinna að því að efla andlega og líkamlega líðan eldri borgara m.a. með skilvirkri læknisþjónustu, heimahjúkrun, félagslegri heima- þjónustu, dagvistun, iðju og sjúkra- þjálfun sem hvetur til líkamsræktar og lífsleikni. Ráðið skal einng hafa sem víðtækast samráð við samtök aldraðra á Suðurnesjum og aðra þá sem láta málefni þeirra til sín taka. Í dag er staðan þannig að það bíða tuttugu og níu sjúkir aldraðir eftir hjúkrunarrýmum á Suður- nesjum og það stefnir í óefni ef ekkert verður aðgert nú þegar. Efla þarf enn heimahjúkrun og heim- ilishjálp en meira þarf til þess að mæta þörfinni þar sem ljóst er að eldri borgurum mun fjölga mjög á næstu árum. Bráðnauðsynlegt er að sveitar- félögin í Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja marki saman stefnu sem first um framtíðarskipan þjónustu við eldri borgara um fjölgun hjúkrunarrýma og víðtæka þjónustu við þá, öllum til góða í framtíðinni. Stofnun Öldungaráðs Suðurnesja er mikilvægur áfangi í þeirri vinnu. Eyjólfur Eysteinsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum -aðsent pósturX vf@vf.is Þa ð e r a u ð -velt að vera vitur eftir á. Sam- fylkingarmenn í Reykjanesbæ voru fyrstir að átta sig og hafa fyrir margt l ö n g u þ v e g i ð hendur sínar af því að hafa verið þátttakendur í gjörningi sem í dag mætti flokka undir eitt heljarinnar flopp. Með 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var samþykkt að selja fasteignir Reykjanesbæjar inn í Eignarhaldsfélagið Fasteign (EFF) árið 2003. Í Fréttablaðinu fyrir réttum 11 árum mátti lesa fyrirsögnina: „Bæjarsamstæðan snýr tapi í hagnað“. Í frétt- inni kemur fram tilkynning frá Reykjanesbæ: „Þessi staða skýrist nær einvörðungu af söluhagnaði af flutningi eigna yfir til Eignar- haldsfélagsins Fasteignar hf. sem Reykjanesbær er aðili að.“ Líkast til hefði verið hreinlegast að kalla þetta bókhaldsbrellur. EFF byggði í framhaldinu nýjar og glæsilegar byggingar fyrir Reykja- nesbæ sem sómi er að. Akurskólq, innisundlaug, íþróttaakademíu og svo mætti lengi telja. Allt með til- heyrandi kostnaði góðærisáranna, tekið á leigu inn í framtíðina. Á þessum tíma var í tísku að nota fasteignafélög sem voru „sérfræð- ingar“ í uppbyggingu og viðhaldi fasteigna. Í Hruninu svonefnda fóru öll þau helstu í þrot og ný urðu til. Það sem áður voru Stoðir, Landsafl og Eik eru nú Reitir og Reginn. EFF fór í gegnum sína endurskipu- lagningu um áramótin 2012-13. Íslandsbanki, Háskólinn í Reykja- vík, Garðabær og hið gjaldþrota Álftanes drógu sig út úr félaginu. Við endurskipulagninguna varð Reykjanesbær stærsti eigandinn með ríflega 55% eigna og tapaði öllu hlutafé sínu. Á móti lækkuðu leiguskuldbindingar og endur- kaupaverð fasteigna bæjarins var lækkað verulega í samningunum. Leigutími allra samninga var sam- ræmdur í 27 ár. Reykjanesbær tók á sig viðhald utanhúss. Leigu- greiðslur lækkuðu í 600 milljónir í 2 ár (2013 og 2014), en verða svo að jafnaði um milljarður á ári næstu 5 árin þar á eftir (2015 -2019). Í skýrslu Haraldar Líndal „Úttekt á rekstri Reykjanesbæjar og til- lögur“ kemur fram að leiguskuld- bindingar Reykjanesbæjar séu 13.660.000.000 (hraðlesist þrettán og hálfur milljarður). Samanlagðar skuldbindingar vegna Reykja- neshafna og EFF eru því tuttugu milljarðar eða helmingur af öllum skuldum bæjarfélagsins. Sá sem heldur því fram að leysa megi þann vanda með launalækkun nokkurra bæjarstarfsmanna undir dulnefn- inu „Blönduð leið“ er ekki með öllum mjalla. Að bæta svo í það 5% launalækkun á bæjarfulltrúa er sorglegt yfirklór. Bæjarbúar vita að á árinu 2013 kostuðu veikindi starfsmanna Reykjanesbæjar jafn mikið og laun bæjarstjóra, bæjar- stjórnar og bæjarráðs samanlagt eða 50 milljónir. Mætti ég þá frekar mæla með góðu heilsuátaki. Milljarðurinn sem greiða á til Fast- eignar á árinu 2015 er ekki til. Það er alltaf miður þegar skuldunautar geta ekki staðir við skuldbindingar sínar. Sú staðreynd að Reykjanes- bær, stærsti einstaki hluthafinn innan EFF, geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á næstu árum mun að öllum líkindum ganga að félaginu dauðu. Ekki hafa þau sveitarfélög sem eru meðeigendur Reykjanesbæjar í EFF heimild til að hlaupa undir bagga inni í félaginu. EFF er sértakt fasteignafélag að því leyti að það var stofnað utan um mjög sérhæfðar fasteignir líkt og leikskóla, skóla, íþróttamann- virki, banka eða jafnvel samgöngu- mannvirki. Markaður með svo sérhæfðar fasteignir er ekki stór. Ætli það sé mikil eftirspurn á markaði eftir skóla- eða íþróttahús- næði í Reykjanesbæ? Hvers virði eru Myllubakka- eða Holtaskóli ef Reykjanesbær vill ekki kaupa skólana eða greiða fyrir þá leigu? En Vatnaveröld? Staðreyndin er sú að allar þessar eignir eru verðlausar sé Reykjanesbær ekki tilbúinn að borga. Það er áhættan sem EFF tók með því að kaupa allar fasteignir af Reykjanesbæ á sínum tíma. Nú þarf að semja að nýju því milljarðurinn er ekki til. Nýrrar sýnar meirihluti Reykja- nesbæjar virðist vera staurblindur. Hann er í dauðafæri að fella helstu grýlu Samfylkingarinnar í Reykja- nesbæ undanfarin 12 ár; Eignar- haldsfélagið Fasteign. Hver sagði: Kjósum ábyrgð, kjósum festu, kjósum kjark? Það þarf ekki sér- fræðing í endurskipulagningu skulda. Það er nóg að hætta að borga. En hvað er gert? Bakari er hengdur fyrir smið. Áfram Keflavík, Margeir Vilhjálmsson X■ Margeir Vilhjálmsson skrifar: Milljarðurinn sem er ekki til Aðventa í Keflavíkurkirkju Sunnudaginn 30. nóvember. kl. 11:00 Guðsþjónusta og barnastarf kl. 13:00 Kveikt á ljósum í Hólmsbergskirkjugarði kl. 13:30 Kveikt á ljósum í Gamla kirkjugarði við Aðalgötu. kl. 20:00 Aðventukvöld Eldeyjarkórsins. Sunnudaginn 7. desember. kl. 11:00 Guðsþjónusta og barnastarf kl. 20:00 Jólatónleikar ungmennakórsins Vox Felix. Sunnudaginn 14. desember kl. 11:00 Jólaball Keflavíkurkirkju kl. 20:00 Jólatónleikar Kórs Keflavíkurkirkju, Valdimar er jólagesturinn Sveinbjörn S. Jónsson, Sigrún Ragnarsdóttir, og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, Björg K. Sigurðardóttir, fyrrum kennari í Keflavik,      lést þann 28. nóvember s.l. á Vífilsstaðadeild Landspítalans. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að beiðni hinnar látnu.       Erla Ásgrímsdóttir, Óskar Ingi Gíslason, Svanfríður Þóra Gísladóttir, Þórhalla Gísladóttir, Karl Hólm Gíslason, Helgi Már Gíslason, Ingibjörg Erla Þórsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Hildigunnur Gísladóttir, Páll Sólberg Eggertsson, og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,   Gísli Már Marinósson, Sólvallagötu 12, Keflavík, lést sunnudaginn 16. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 28. nóvember kl. 13:00. Starfsmenn í heimaþjónustu og liðveislu Starfsmenn með reynslu af umönnun óskast í tímabundin verkefni í Reykjanesbæ. Við leitum að jákvæðum einstaklingum sem eru góðir í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af því að sinna fólki. Viðkomendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað inn á heimasíðu Sinnum www.sinnum.is ATVINNA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.