Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 2
2 fimmtudagurinn 4. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is Helgina 6. og 7. desember verða 10 fallega skreytt hús í bænum valin af sérstakri ljósanefnd til að keppa um titilinn Ljósahús Reykjanesbæjar 2014. Myndir af þeim verða birtar í næsta blaði og á vef Víkurfrétta þar sem íbúar geta tekið þátt í valinu á Ljósahúsinu 2014. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Fylgist með á vf.is. Reykjanesbær greiðir árlega hverju barni, sem lögheimili á í bæjarfélaginu og er á aldrinum 6 -16 ára (grunnskólaaldri), kr. 10.000 til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta,- tómstunda- og listgreinastarfi. Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur fyrir hvata- greiðslur 2014 rennur út 10. desember nk. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar Léttur föstudagur 5. desember. kl. 14:00 Jólaspilabingó kl. 15:00 Kvennakór suðurnesja Allir hjartanlega velkomnir KK og Ellen - jólatónleikar 12. desember - Örfáir miðar lausir. Valdimar tónleikar - 30. desember - Örfáir miðar lausir. Miðasala á hljomaholl.is LJÓSAHÚSIÐ LÁTTU LJÓS ÞITT SKÍNA! HVATAGREIÐSLUR NESVELLIR HLJÓMAHÖLL VIÐBURÐIR FRAMUNDAN Verður desember síð- asti mánuður Paddy's? Allt útlit er fyrir að skemmti-staðnum Paddy's við Hafn- argötu 38 verði lokað til fram- búðar. Jafnvel fari svo að húsið verði fært eða jafnað við jörðu. Húsið er í eigu Reykjnesbæjar. Keflvíkingarnir Björgvin Ívar Baldursson og Ragnar Aron Ragnarsson hafa lýst yfir áhuga á því að koma með fjármagn inn í reksturinn og byggja staðinn frekar upp. Ragnar segir að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafi ekki gefið skýr svör hvað varðar framtíð húss- ins. „Sama hvort við tökum við rekstrinum eða einhver annar, þá væri mikil eftirsjá af staðnum að okkar mati og mikil blóðtaka fyrir samfélagið.“ Guðbrandur Einars- son oddviti Beinnar Leiðar segir að hugmyndir hafi verið á lofti um að loka staðnum en fyrrum rekstraraðilar hafi ekki verið að standa við sínar skuldbindingar og skuldi verulegar upphæðir í leigu. „Reksturinn eins og hann hefur verið í þessu húsi fram til þessa, er ekki að ganga. Þetta hefur verið verulegur fjárhagslegur skaði fyrir sveitarfélagið.“ Ljóst er að opið verður í desember- mánuði og eru fyrirhuguð böll bæði föstudag og laugardag núna um helgina. Reksturinn verður svo endurskoðaður um áramótin. Ný gjaldskrá Reykjanesbæjar var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Í gjaldskránni kemur m.a. fram að allt það sem heitir ókeypis eða frítt fellur úr gildi með þeirri undantekningu að áfram verður ókeypis í strætó innanbæjar. Ekki er um miklar hækkanir að ræða eða um 2% að meðaltali. Stóru liðirnir hækka lítið og sem dæmi má nefna að leikskólagjöld hækka ekki. Í leikskólum var áður veittur 50% afsláttur fyrir annað barnið og frítt fyrir það þriðja og fjórða í leikskóla. Það er ekki lengur í gildi. Forgangur og/eða niðurgreiðslur leikskólagjalda verður veittur til barna einstæðra foreldra og barna þar sem annað foreldri er í fullu dagnámi. Einnig verður forgangur veittur til barna sem búa við félagslega erfiðleika eða erfiðar heimilisaðstæður. Eins eiga foreldrar sem eiga barn undir leikskólaaldri og annað á leikskóla rétt á systkinaafslætti að loknu fæðingarorlofi. Matargjald leikskóla hækkar úr 7.880 kr. í 8.120 kr. Máltíðir í grunnskóla munu nú kosta 350 krónur í stað 298 áður. Ársgjald í tónlistarskóla Reykjanesbæjar hækkar svo úr 73.500 kr. í 80.000 kr. Börn á grunnskólaaldri eldri en tíu ára, ellilíferisþegar og öryrkjar munu ekki lengur fá frítt í sund. Báðir hópar munu framvegis þurfa að greiða 150 krónur í sund. Eins hækkar gjald fyrir fullorðna úr 400 í 550 krónur. ■■ Gjaldskrá Reykjanesbæjar hækkar. Ekkert lengur ókeypis nema strætó innanbæjar: Skólamáltíðir, tónlist- arskóli og sund hækka Landsnet hefur samið við þýska fyrirtækið Nexans um kaup á jarðstreng sem lagður verður milli Njarðvíkur og Helguvíkur sumarið 2015 og tengir kísilver United Silicon við raforku- flutningskerfið. Samkomulagið hljóðar upp á tæplega 1,3 millj- ónir evra. Strengurinn er 9 km langur og 132 kílóvolt (kV). Landsnet hefur gert samning við United Silicon um flutning raf- orku til kísilvers fyrirtækisins sem áformað er að reisa í Helguvík og er stefnt að því að tengingin verði komin í gagnið fyrir 1. febrúar 2016. „Þessi samningur við Nexans er mjög hagstæður fyrir okkur og allt kapp verður nú lagt á að hraða framkvæmdum. Undirbúningur að byggingu nýs tengivirkis sem rís við hlið kísilversins við Stakks- braut í Helguvík er þegar hafinn og nú hefst vinna við undirbúning strenglagningarinnar,“ segir Guð- mundur Ingi Ásmundsson, að- stoðarforstjóri Landsnets. Hann segir umræddar framkvæmdir mæta flutningsþörfum United Silicon á raforku en sú mikla uppbygging sem nú eigi sér stað á Reykjanesi, s.s. með uppbygg- ingu kísilvera, netþjónabúa og í líf- tækniiðnaði, kalli enn frekar á að fyrirhuguðum framkvæmdum við Suðurnesjalínu 2 verði hraðað. Jarðstrengurinn mun liggja um land Reykjanesbæjar, Garðs og Keflavíkurflugvallar og er hann á aðalskipulagi sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir f leiri jarð- strengjum þar í framtíðinni. Samið um jarðstreng frá Fitjum til Helguvíkur – verður lagður næsta sumar og tilbúin í febrúar 2016 Í vikunni opnaði útisundlaugin í Sundmiðstöð Keflavíkur eftir gagngerðar endurbætur. Sundgjaldið hækkar í nýrri gjaldskrá.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.