Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 8
8 fimmtudagurinn 4. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR „Þetta var bara fullkomin al- sæla,“ segir Sigríður Eydís Gísla- dóttir, eða Sigga Ey eins og hún kallar sig, nýkrýndur sigurvegari Rímnaflæðis. Hún segist ekki hafa búist við sigri en þó hafði hún trú á góðu gengi. „Um leið og nafnið mitt var kallað þá hrein- lega sprakk ég.“ Sigga sigraði í keppninni sem hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum fé- lagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Hún er aðeins önnur stelpan sem sigrar í keppninni frá upphafi, en Rímnaflæði var haldið í 15. sinn nú í ár. Sigga sem er 15 ára hefur rappað síðastliðin þrjú ár en hún stefnir á að leggja listina fyrir sig. „Stebbi félagi minn kynnti mig fyrir old school rappi eins og Wu Tang Clan og ég varð bara ástfangin,“ segir Sigga en hún byrjaði að semja fljót- lega eftir að áhuginn kviknaði. Hún hafði aldrei komið opinber- lega fram fyrir Rímnaflæði síðustu helgi. Hún ætlaði sér upphaflega að leggja söng fyrir sig en rappið átti betur við hana. „Þar þarf ekkert að fegra hlutina, þetta er bara bein- harður sannleikur.“ Hún reyndar syngur nokkuð vel og flytur m.a. sjálf viðlögin í sínum lögum. Hún segir kunna vel við það að geta gert alla þessa hluti bara sjálf. Hún er ekki að semja sína eigin tónlist en hún er með örlítinn tónlistargrunn. „Ég lærði á fiðlu í eitt og hálft ár. Ég kann samt nánast ekkert nema gulur, rauður, grænn og blár,“ segir hún létt í bragði. Sigga er fædd í Keflavík en hefur búið víða. Um þessar mundir býr hún í Garðinum en gengur í Myllubakkaskóla. Blótar talsvert mikið „Ég er bara að rappa um það sem ég er að gera í lífinu, hvernig mér gengur í skólanum og um það sem ég hef upplifað í fortíðinni.“ Sigga segist blóta talsvert í textum sínum en það fylgir rappinu tals- vert að hennar sögn. Hún reyndar blótar frekar mikið svona almennt og þykir það í fínu lagi. „Ég blóta frekar mikið, svona miðað við aðra. Ég er bara eins og ég er og er ekkert að breyta því, sama í hvaða um- hverfi ég er. Ég nota blótsyrði mikið í textunum mínum, en þannig legg ég áherslu á það hversu sjúkt sam- félagið er orðið í raun og veru,“ segir hún. Hún á sér ýmsa áhrifavalda í rapp- inu en þar á meðal er hin fornfræga Wu Tang Clan sem var á hátindi ferils síns á tíunda áratug síðustu aldar. Hún hlustar einnig á Scho- olboy Q, Flatbush zombies. A$AP Rocky og A$AP Ferg. Sigga hlustar einnig mikið á íslenskt efni. „Mér finnst Móri æðislegur. Svo er það Erpur, en þá sérstaklega gömlu lögin hans. Ég er ekki alveg að fíla hann lengur. Dabbi T er líka kúl.“ Honey Cocain er svo eini kven- kynsrapparinn sem Sigga fílar. „Mér finnst Reykjavíkurdætur bara vera brandari. Það nennir enginn að hlusta á þetta feministakjaf- tæði,“ segir hún. Sigga segir fáar aðrar stelpur rappa hérlendis en nú ætlar hún að reyna að koma sér á framfæri. Sigga segist fá ákveðna útrás á sviði en hún var þó gríðarlega stressuð fyrir Rímnaflæði. „Án gríns þá hélt ég að ég myndi fá hjartaáfall. Dag- inn eftir Rímnaflæði þá rappaði í Hörpunni fyrir framan 800 manns, þá hélt ég að ég myndi deyja hrein- lega. Það gekk síðan bara ágæt- lega.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Fyrst langar mig að byrja að raða inn giggum og spila tónlistina mína. Ég held að tónlistin verði alltaf stór hluti af lífi mínu,“ segir Sigga sem hefur mikinn áhuga á húðflúrum og ætlar að verða flúrari í framtíðinni. Hún er þegar búin að fá sér eitt húðflúr sjálf. „HÉLT ÉG MYNDI FÁ HJARTAÁFALL“ segir rapparinn Sigga Ey, nýkrýndur sigurvegari Rímnaflæðis Mér finnst Reykja- víkurdætur bara vera brandari. Það nennir enginn að hlusta á þetta femin- ista kjaftæði. -viðtal pósturu eythor@vf.is vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 Það var áhrifaríkt að heyra í sjónvarpsþætti Stöðvar 2, Um land allt, að tilkoma álvers á Reyðarfirði hafi haft miklu meiri áhrif en aðilar í þéttbýlinu suðvestan lands, geri sér grein fyrir. Þetta eru ekki nýjar fréttir fyrir okkur Suðurnesjamenn og hér í forystugreinum hefur margsinnis verið sagt frá víðtækum áhrifum sem álver og önnur stærri starfsemi í Helguvík myndi hafa á atvinnulífið á svæðinu. Svo virðist sem starfsemi í Helguvík sé smám saman að fara í gang en í vikunni var undirritaður samningur um gerð jarðstrengs frá Fitjum til Helguvíkur. Landsnet hefur gert samning við United Sili- con um flutning raforku til kísilvers fyrirtækisins sem áformað er að reisa í Helguvík og er stefnt að því að tengingin verði komin í gagnið fyrir 1. febrúar 2016. Aðstoðarforstjóri Landsnets segir að hin mikla uppbygging sem nú eigi sér stað á Reykjanesi, s.s. með uppbyggingu kísilvera, netþjónabúa og í líftækniiðnaði, kalli enn frekar á að fyrir- huguðum framkvæmdum við Suðurnesjalínu 2 verði hraðað. Í þessu tölublaði Víkurfrétta og einnig í síðustu viku fengum við við- brögð þingmanna Suðurnesja við þingsályktunartillögu Oddnýjar Harðardóttur um eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum en hún leggur til stofnun starfshóps er takið málið fyrir. Meirihlutaþingmenn sögðu ekki þörf á enn einni nefndinni, betri árangri væri hægt að ná t.d. í gegnum ráðherrana. Oddný, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að staðan í álversmálinu hafi ekkert með ríkisstjórnir, núverandi eða fyrrverandi að gera. Hún er t.d. hissa á því að núverandi ríkisstjórn sé ekki búinn að leggja til ríkisstyrk til Helguvíkur, eins og gert var við Bakka á Húsavík því búið væri að eyða fyrirvörum sem komu í veg fyrir að hægt var að klára málið í fyrri ríkisstjórn, að hennar sögn. Þá gagnrýnir hún þá hugmynd sjálfstæðismanna að „ýta á Lands- virkjun“ og að orka til ávers sé hér niðurgreidd af almenningi. Það má staldra við þá gagnrýni fyrrverandi fjármálaráðherra úr Garðinum. Eru svona ívilnanir eða styrkir réttlætanlegir? Í vikunni var gengið frá um 770 millj. kr. styrk til kísilmálmverksmiðjunnar Thorsils í Helguvík og sambærilegur samningur er einnig við United Silicon, hitt kísilfyrirtækið. Þar gaf ríkið eftir um 360 millj. og Reykjanesbær um 400 millj.kr. Þá geti Thorsil átt rétt á þjálfunaraðstoð frá ríkinu árið 2016 að upphæð 360 millj. kr. Þetta eru afslættir sem reiknast til þrettán ára rekstrartíma verksmiðjunnar. Þetta er vissulega góð hjálparhönd en eigum við ekki að gefa okkur það að sérfræðingar ríkis og Reykjanesbæjar hafi reiknað það út að svona aðstoð skili sér margfalt til baka til sveitarfélagins og svæðisins í heild á marg- víslegan máta? Með fleiri störfum, beinum og afleiddum og miklum tekjum inn í samfélagið. Nú þegar Helguvíkin er að „hitna“ og fleiri aðilar í startholunum að hefja þar starfsemi er ljóst að hagur Reykjaneshafnar, sem svo skuld- sett er, fer að vænkast. Má þá ekki líka áætla að það borgi sig fyrir aðila sem eru í eigu ríkisins eins og Landsvirkun, að þeir hjálpi til við að ýta álveri í gang. Þó það sé á „kostnað“ almennings með „niður- greiðslu“ rafmagns. Er það ekki nokkuð ljóst að slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka þegar sú staðreynd blasir við að svona fyrirtæki skaffar mörg hundruð störf beint og óbeint í gegnum viðskipti við mjög mörg fyrirtæki sem það kaupir þjónustu af? Álverið á Grundar- tanga kaupir þjónustu á hverju ári af hundruðum fyrirtækja fyrir 10 milljarða á ári. Í álverinu starfa um 600 manns og um eitt þúsund manns til viðbótar hafa atvinnu af þjónustu sem tengist starfsemi þess. Fyrirtækið hefur verið lang stærsti vinnuveitandi á Vesturlandi í 17 ár. Svo getur maður verið eins og Ragnar nokkur Reykás sem margir þekkja úr hinum fræga sjónvarpsþætti Spaugstofunni og farið í annan gír þegar hugað er að mengunarþættinum á Helguvíkursvæðinu. Er hætta á því að mengun með svo margar verksmiðjur eins og álver og tvö kísilver á sama svæði, verði of mikil. Eða þurfum við kannski ekki að hafa áhyggjur af því hér á vindasama Reykjanesi? Hitnar í kolunum í Helguvík -ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.