Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 14
14 fimmtudagurinn 4. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR TJARNARGÖTU 2 • 230 REYKJANESBÆ • S: 421-3377 • WWW.BUSTOD.IS • BÚSTOÐ EHF FYLGSTU MEÐ Á FACEBOOK NÝ OG SPENNANDI TILBOÐ Á HVERJUM DEGI SEM GILDA AÐEINS Í EINN DAG JÓLADAGATAL MARGAR TÝPUR MEÐ OG ÁN LJÓSS HNETTIR BÚSTOÐAR FULL BÚÐ AF FALLEG RI GJAFAVÖRU Hönnunarverslunin Kommis-arý opnaði í Eldey frum- kvöðlasetri á opnu kvöldi í setr- inu sl. fimmtudagskvöld en þar verður hægt að nálgast áhuga- verða hönnun af Suðurnesjum m.a. verk hönnuða sem taka þátt í Maris – hönnunarklasa Suður- nesja og að sjálfsögðu hönnun sem framleidd er í Eldey en þar starfa nú sex hönnuðir. Nafnið er tilvísun í Kommisarý verslun hersins á Keflavíkurflug- velli og þar er m.a. notast við gömul húsgögn frá hernum. Það er gaman að sjá vöxtinn í hönnun í frum- kvöðlasetrinu en það hýsti áður Public Works eða verkfræðiskrif- stofur hersins. Þar sem áður voru pípulagningarverkstæði, máln- ingaverkstæði og blikksmiðjur eru nú saumavélar og skapandi fólk. Sara Dögg Gylfadóttir mun sjá um reksturinn og er gert ráð fyrir því að búðin verði opin þegar við- burðir eru í húsinu, fyrir hópa og á völdum dögum. Þess má geta að til jóla verður Kommisarý opin á fimmtudögum frá kl. 15-17. Hver er hugmyndin á bak við búðina? Hugmyndin er að hafa l it la hönnunarbúð þar sem hægt er að kaupa fallega hönnun, fatnað, skart og fylgihluti fyrir heimilið, sem hefur uppruna sinn til Suðurnesja. Allir hönnuðirnir í búðinni eiga rætur að rekja til Suðurnesja eða búa hér á svæðinu. Hverjir geta selt þar og hvernig er fyrirkomulagið? Allar vörur eru í umboðssölu og eru valdar inn í búðina með tilliti til fjölbreytni og gæða. Við viljum endilega auka úrvalið og hvetum hönnuði að hafa samband ef þeir eru með vöru sem gæti hentað Kommisarý. Hægt er að hafa sam- band á kommisary@gmail.com eða í síma 699 2604. Hvaða hönnuðir taka þátt núna? Við erum með vörur til sölu eftir Höllu Ben, Mýr design, Rúnar frá Keflavík, Kalla í Gull og Hönnun, Gunnhildi Þórðardóttur, Brynhildi í Luka, Steinunni í Leðurvörum, MeMe, Para Pögg, Arnbjörgu í Heklæði og Elísabetu Ásberg og það eru alltaf að bætast hönnuðir í hópinn. Hvaðan kemur þinn áhugi á hönnun? Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á hönnun og þá sérstaklega innan- húshönnun. Ég hef sjálf hannað fylgihluti fyrir heimilið, húsgögn sem og hannað og sett upp sýningar. Mér finnst þetta mjög áhugavert verkefni og skemmtilegt að vinna með hönnuðum. Það eru virkilega margir hæfileikaríkir hönnuðir af Suðurnesjum og Frumkvöðlasetrið Eldey hefur átt stóran þátt í að kynda undir hönnun og hönnuði á Suðurnesjum. Gott dæmi um það er Maris hönnunarklasinn en svo má líka nefna Heklugos og fleiri viðburði tengdum hönnun sem haldnir hafa verið í setrinu. Þess vegna á Kommisarý svo vel heima í Eldey. Hver er framtíðarpælingin? Vonandi á Kommisarý eftir að bæta við sig fleiri hönnuðum og auka úr- valið. Svo hafa einnig komið upp hugmyndir um vefverslun og þá að kynna hönnun af Suðurnesjum erlendis. Við erum á Facebook og ætlum að vera dugleg að setja inn myndir af úrvalinu og kynna hönn- uði. -viðtal pósturu hilmar@vf.is KOMMISARÝ OPNAR AFTUR Á VELLINUM - Suðurnesjahönnun blómstrar Sara Dögg Gylfadóttir verslunarkona í Kommisarý. Hönnun af Suðurnesjum er seld í Kommisarý. Kommisarý verður fyrst um sinn opin á fimmtudögum frá kl. 15-17. Grænásbraut 506, 235 Ásbrú, Reykjaensbæ. Fríhöfnin á Keflavíkurflug-velli hefur verið valin Besta fríhöfn í Evrópu í ár af tímarit- inu Business Destinations og er það annað árið í röð. Verðlaunin eru flokkuð niður eftir heims- álfum og er framúrskarandi fyrirtækjum á ýmsum sviðum í hverri heimsálfu veitt viður- kenning. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Fríhöfninni. Viðurkenningar meðal fríhafna árið 2014: Evrópa – Fríhöfnin á Keflavíkur- flugvelli Norður-Ameríka - Duty Free Los Angeles International Airport Suður-Ameríka - Rio de Janeiro Galeao Duty Free Mið-Austurlönd - Dubai Duty Free Afríka - Dufry Sharm el-Sheikh Airport Eyjaálfa - SYD Airport Tax & Duty Free The Business Destinations Tra- vel Awards, sem voru núna veitt í sjötta skipti, njóta virðingar í alþjóðlegri ferðaþjónustu. Sigur- vegarar eru valdir með kosningu fjölmenns hóps áhrifamanna á sviði viðskiptaferðalaga. Yfirlýst markmið með veitingu verðlaun- anna er að vekja athygli á þeim aðilum sem hafa náð athyglis- verðum árangri í rekstri og eða nýsköpun og snjöllum lausnum á hinum ólíku sviðum ferðaþjón- ustunnar. Sérstaða þessara verðlauna er fólgin í stærð dómnefndarinnar, sem er skipuð stórum og fjöl- breytilegum hópi sérfræðinga úr viðskiptalífinu, m.a. stjórnendum viðskiptaferðalaga hjá 500 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna (Fortune 500), félagsmönnum í Samtökum stjórnenda viðskipta- ferðalaga (ACTE) og fleiri lykil- mönnum á sviði viðskiptaferða- laga. Hópurinn leggur mat á þau fyrirtæki, sem hljóta tilnefningu, samkvæmt ákveðnum ströngum mælikvörðum. Þau fyrirtæki sem hljóta tilnefn- ingu Business Destinations eru valin afdómnefnd skipuð stjórn- endum frá tímaritinu og búa þeir að samtals níutíu ára fjöl- miðlareynslu af umfjöllun um viðskiptaferðalög og styðjast við mikið magn upplýsinga og gagna sem safnað hefur verið af starfs- mönnum dómnefndarinnar. Um Business Destinations Í lesendahópi Business Destina- tions eru tæplega 100 þúsund eigendur fyrirtækja, forstjórar, stjórnendur og lykilstarfsfólk á sviði viðskiptaferðalaga og við- burðastjórnunar. Business Dest- inations er gefið út ársfjórðungs- lega. Business Destinations er í eigu fjölmiðlafyrirtækisins World News Media (WNM) sem hefur höfuðstöðvar í London, sérhæfir sig í þjónustu við viðskiptalífið og gefur út tímaritin World Finance, European Ceo og The New Eco- nomy, auk Business Destinations. -fréttir pósturu vf@vf.is ■■ Náði athyglisverðum árangri í rekstri og eða nýsköpun: Fríhöfnin aftur sú besta í Evrópu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.