Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 04.12.2014, Blaðsíða 16
16 fimmtudagurinn 4. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR Pá l l Va l u r B j ö r n s - son þingmaður Bjartrar fram- t í ð a r s e g i r þingsályktunar- t i l l ö g u n a v e l til þess fallna að þoka málum á Suðurnesjum áfram. „Það er al- veg rétt sem sagt hefur verið og komið hefur fram að undanförnu að margar skýrslur hafa verið skrifaðar og mörg loforð verið gefin en ekkert gerist. Atvinnulíf á Suðurnesjum er að taka vel við sér og margt er í pípunum sem skapa mun mikla atvinnu á næstu misserum. Ég tel að með því að skipa þennan starfshóp fimm sérfræðinga úr ráðuneytunum ásamt sveitarstjórnamönnum á svæðinu komi eingöngu til með að hjálpa til við að koma mál- unum á enn betri rekspöl. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ástandið á Suðurnesjum á undanförnum árum hefur verið alvarlegt og enn er langt í land með að það verði viðunandi og ekki síst í stærsta bæjarfélaginu. Leita verður allra leiða til þess að koma því til hjálpar og ekki síst að gefa íbúum þess von um að betri tímar séu í vændum. Við sem að þessari tillögu stöndum trúum því að þessi samstarfshópur geti verið einn liður í því að að tekið sé á málefnum Suðurnesjabúa með skipulögðum hætti og það verði til þess að snúa þeirri slæmu þróun sem átt hefur sér stað á svæðinu hraðar við. Hvað finnst þér um að ekki fleiri þingmenn af Suðurnesjum hafi verið meðflutningsmenn? Og um þær skýringar sem þeir gáfu í Víkurfréttum? Ég er að sjálfsögðu verulega ósáttur við það, það hefði gefið þessari til- lögu miklu meira vægi ef stjórnar- þingmennirnir á svæðinu hefðu verið meðflutningsmenn. Það segir sjálft. Ég gef svo sem ekki mikið fyrir þessar skýringar sem þeir gefa á þessari afstöðu en virði þær samt. Þeir telja sig geta komið málunum betur áfram með því að þrýsta á framkvæmdavaldið og er það gott og vel. Ég er bara ekki að sjá það gerast, því miður. Eitt af mark- miðum ríkistjórnarinnar var að auka opinber störf út á landsbyggð- inni og flytja stofnanir út á land. Þann fjórða október í fyrra flutti Silja Dögg Gunnarsdóttir þings- ályktunartillögu um fela innanrík- isráðherra að hefja undirbúning að flutningi Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar. Á þessari tillögu voru allir þingmenn Suðurnesja fyrir utan Vilhjám Árnason og Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Þessi tillaga er gott dæmi um flutning stofnunar sem um ríkir víðtæk sátt, starfsmenn almennt mjög hlynntir henni. Landhelgisgæslan rekur nú þegar hluta starfsemi sinnar á svæðinu og flutningur hennar myndi eingöngu efla og styrkja starfsemi hennar. Hver urðu örlög þessarar tillögu? Hún fékkst ekki einu sinni rædd í nefnd og dagaði uppi. Hún hefur reyndar verið endurflutt á þessu þingi. Í stað þess að samþykkja þessa góðu tillögu þá ákváðu tveir ráðherrar Fram- sóknarflokksins að flytja Fiskistofu út á land án nokkurar umræðu og í algerri andstöðu við alla starfs- menn stofnunarinnar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit mennta- málaráðherra og mikinn þrýsting frá þingmönnum svæðisins þá hefur Fisktækniskólinn ekki fengið þjónustusamning sem hann hefur barist fyrir í nokkur ár. Keilir var gert að taka á sig lækkun vegna að- haldskröfu stjórnvalda einn skóla og fær ekki húsaleigusamning eins og sambærilegir skólar, þrátt fyrir þrýsting þingmanna. Þann- ig að það fæst ekki séð að þessir góðu stjórnarþingmenn sem ég veit að eru að leggja sig alla fram hafi mikið að segja þegar að kemur að ákvörðunum sem varða Suður- nes. Margir vildu meina að síðasta ríkistjórn hafi verið á móti atvinnu- uppbyggingu í Helguvík og um leið og ríkistjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna tæki við myndi allt fara á fulla ferð þar. Hefur það gerst? Nei. Tæpum tveimur árum eftir stjórnarskipti er allt við það sama í Helguvík. Hvað finnst þér að við getum gert til þess að efla samfélagið og atvinnulífið hér á Suður- nesjum? Á Suðurnesjum eru gríðarleg tæki- færi til staðar til þess að efla og styrkja samfélögin. Eins og fram hefur komið áður þá er margt í bígerð sem efla mun atvinnu á Suðurnesjunum. Nægir þar að nefna fyrirhugaða hótelbyggingu við Bláa lónið sem mun skapa fjöl- mörg störf í framtíðinni ekki bara við hótelið sjálft heldur mun þetta skapa mörg afleidd störf í ferða- þjónustunni. Stækkun flugstöðvar- innar er svo annað verkefni sem mun fara í gang á næstunni og mun einnig skapa fjölmörg störf. Þó gæti komið bakslag í þau áform þar sem að meirhluti fjárlaganefndar setur fram hugmyndir þess efnis að láta Isavia greiða ríkinu arð upp á 700 milljónir, peninga sem áttu að fara í frekari uppbyggingu á flugstöðinni og umhverfi hennar. Það hefur verið mikil gróska í ný- sköpun upp í Eldey og hana verður að styrkja ennfrekar og síðan verður að skjóta styrkari stoðum undir menntastofnanirnar á svæð- inu. Það er lykilatriði að þær fái að dafna og þroskast samfélaginu öllu til heilla. En fyrst og fremst þurfum við Suðurnesjamenn að standa saman í blíðu og stríðu og leita allra leiða til þess að gera þetta frábæra svæði enn betra til búsetu. Mögu- leikarnir liggja út um allt og það er ríkisvaldsins að skapa aðstæður fyrir frumkvöðla og fyrirtæki að hasla sér völl til þess að hefja hér starfsemi. Þessi þingsályktunartil- laga er einn liður í því. -þingmenn pósturu vf@vf.is Oddný Harðardóttir, þing-kona Samfylkingar, lagði fram á Alþingi á dögunum þingsályktunar- tillögu um efl- ingu atvinnulífs og samfélags á Suðurnesjum. Oddný og Páll Valur Björns- son, þingmaður Bjartrar framtíðar, voru einu þingmenn Suðurnesja sem komu að tillögunni. Í síðasta tölublaði Víkurfrétta svöruðu þingmenn svæðisins fyrir það að hafa ekki stutt tillöguna. Bæði Oddný og Páll eru ósátt við þá ákvörðun þingmannana og gefa lítið fyrir svör þeirra. Oddný segir að vissulega hafi verið hugað að atvinnulífinu með ýmsum hætti hér á Suðurnesjum en árangurinn hafi of oft látið á sér standa. „Við skulum þó ekki gera lítið úr þeim árangri sem hefur náðst. Atvinnuleysið hefur farið úr 15% þegar það var mest í um 5% sem það er þessa dagana. Engar töfralausnir liggja á lausu og verða ekki gripnar upp úr grjótinu. Hér hefur verið einblínt um of á stórar og dýrar hugmyndir eins og t.d. stóriðju eða álver sem hefur átt að leysa allan vanda og nánast fylla upp í það skarð sem brottför varnarliðsins skyldi eftir. Vandinn liggur mun dýpra. Hér var iðulega atvinnuleysi löngu áður en varnar- liðið fór og tengdist m.a. því að fisk- veiðikvóti var seldur frá svæðinu eins og kunnugt er. Sú áhersla sem ég hef lagt á að efla menntunar- stig og að efla nýsköpun og þróun sprotafyrirtækja er ekki út í bláinn. Það er enginn vafi á því að það er það sem mun skila okkur flestum atvinnutækifærum og bættum lífs- kjörum til lengri tíma. Finnst þér að þú hefðir getað gert meira fyrir svæðið þegar þú varst fjármálaráðherra? Ég hef aldrei kveinkað mér undan gagnrýni sem byggir á rökum en sú gagnrýni sem ég varð fyrir þann tíma sem ég var fjármálaráðherra frá þeim sem styðja þá flokka sem eru nú í ríkisstjórn fannst mér ósanngjörn. Þau sem hæst létu þá eru þau sömu og sitja aðgerðalaus við stjórnartaumana núna. Miðað við þær aðstæður sem þjóðarbúið var í þá var heilmargt gert í minni tíð sem ráðherra og sneri ekki að- eins að Suðurnesjum. En aðstæður ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur og þeirrar sem nú situr eru gjörólíkar, nánast eins og svart og hvítt. Vinstri stjórnin var að róa líf- róður á þjóðarskútunni til að forða þjóðargjaldþroti. Þá fer enginn í kaffi- eða kokteilboð. Og okkur tókst að rétta þjóðarbúið við þó að staðan væri nánast vonlaus. Þá voru einfaldlega ekki til fjármunir í ríkissjóði til að leggja í stór verk- efni, en við komum þó ýmsu til leiðar. Ég sé að Páll Jóhann nefnir það sérstaklega að „tveir fjármála- ráðherrar hafi ekkert gert.“ Það er nánast fyndin staðhæfing. Hann ætti e.t.v. að rifja upp árangur þeirra ríkisstjórna sem hér sátu í miðju svokölluðu „góðæri“. Hvaða verkefni skyldu þau hafa stutt hér á Suðurnesjum? Man það nokkur? Við, í miðri efnahagskreppu, gerðum fjóra fjárfestingarsamn- inga á Suðurnesjum, sem er meira heldur en var gert á sama tíma á öðrum stöðum samtals á land- inu öllu. Þeir sneru að álverinu í Helguvík, kísilverksmiðju í Helgu- vík og gagnaveri Verne Holding á Ásbrú ásamt fiskvinnslu í Sand- gerði. Ástæðan fyrir því að álverið fór ekki af stað hefur ekkert með ríkisstjórn að gera, hvorki þessa né þá fyrri. En ég sé að enn eru sjálf- stæðismenn að tala digurbarka- lega um að „ýta á Landsvirkjun.“ Hvað eru þeir að tala um? Að orka til álvers hér sé niðurgreidd af al- menningi? Eigum við að taka þá peninga frá heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu? Nær væri að tala fyrir því að við Íslendingar njótum arðs af auðlindum okkar. Ég vil líka nefna að við lögðum mikið á okkur til að efla tækifæri til menntunar á svæðinu í miðri efnahagskreppu og það skilaði sér til fjölmargra, í Fjölbraut, MSS, Keili, Fiskvinnsluskólanum og Þekkingarsetrinu í Sandgerði. Þá gerðum við uppbygginguna á Nesvöllum mögulega. Þetta var gert þrátt fyrir þrönga stöðu ríkis- sjóðs. Vegna sérstöðu svæðisins og mikils skulda- og greiðsluvanda heimila var sett á laggirnar sérstök velferðarvakt fyrir Suðurnesin og útibú Umboðsmanns skuldara var opnað í Reykjanesbæ. Nú er staða ríkissjóðs allt önnur en var á árunum 2009-2013 og kominn tími til að byggja á þeim mikla árangri sem við náðum í vinstri stjórninni. Og hvað er þá gert? Hækkaður matarskattur á al- menning og komugjöld og kostn- aður einstaklinga vegna þjónustu heilbrigðiskerfisins hækkaður um- talsvert en á sama tíma er gefinn stórafsláttur á veiðigjöldum til útgerðarinnar sem skiptir millj- örðum. Það væri nú hægt að gera ýmislegt fyrir þá peninga til dæmis í öldrunarmálum, heilbrigðiskerf- inu eða skólunum. Enginn tillaga er að hálfu ríkis- stjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknar um ríkisstuðning við nauðsynlegar framkvæmdir við Helguvíkurhöfn vegna Kísilversins. Það gerir hins vegar Samfylkingin ásamt öðrum flokkum í minnihlut- anum. Vinstristjórnin samþykkti að þegar fyrirvörum í samningum um atvinnuuppbyggingu yrði af- létt þá fengi Helguvíkurhöfn sömu fyrirgreiðslu og höfnin á Húsavík vegna iðnaðarsvæðisins á Bakka. Nú hefur fyrirvörum verið aflétt vegna kísilversins í Helguvík en engin ríkisstyrkur eins og þeir fá fyrir norðan. Það verður saga til næsta bæjar ef þingmenn stjórnar- meirihlutans í Suðurkjördæmi greiða atkvæði gegn þeirri tillögu okkar í minnihlutanum. En ríkis- stjórnin gerir hins vegar tillögum um að teknar verði 700 milljónir frá ISAVIA sem átti að nýta til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Ríkisstjórnin skerðir beinlínis at- vinnuuppbyggingu á Suðurnesjum með þessum hætti. Finnst Suður- nesjamönnum það ásættanlegt? Við í vinstristjórninni vorum með fyrirætlanir um flutning Land- helgisgæslunnar til Suðurnesja, sem mér finnst enn vera algerlega borðleggjandi. Sú hugmynd náði ekki fram að ganga þá en enn er komin tillaga þar um en meiri hlutinn virðist ekki tilbúinn til að styðja hana þrátt fyrir áform um að flytja aðrar ríkisstofnanir frá höfuðborgarsvæðinu. Síðan finnst mér tilvalið að innanlagsflugið verði fært hingað suðureftir, það væri góð nýting á fasteignum og fjármunum. Hvað finnst þér um að ekki fleiri þingmenn af Suðurnesjum hafi verið meðflutningsmenn? Og um þær skýringar sem þeir gáfu í Vík- urfréttum? Ég viðurkenni að ég var fyrir von- brigðum með það en ég gef svo sem lítið fyrir þessar skýringar þeirra. Við þingmenn Suðurkjördæmis höfum staðið saman um málefni kjördæmisins og erum t.d. öll flutningsmenn að þingsályktunar- tillögu um flutning Landhelgis- gæslunnar hingað. Þau fundu það ekki hjá sér að styðja það að gerð yrði tímasett aðgerðaráætlun fyrir okkur á Suðurnesjum um hvernig efla megi atvinnulíf hér og sam- félag en þau studdu þingsályktun um uppbyggingu í Húnavatnssýslu á vorþinginu! Það er bara ekki nóg að rífa kjaft á heimavelli en standa svo ekki í lappirnar þegar á hólm- inn er komið. Það þekkjum við í mannlífinu. Kannski hafa þau ekki fengið leyfi frá flokksforystunni til að taka undir tillögurnar, hvað veit ég. Hvað finnst þér að við getum gert til þess að efla samfélagið og at- vinnulífið hér á Suðurnesjum? Við verðum að horfast í augu við vandann og taka á honum þar sem hann er. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hér eru veikir innviðir. Þeir koma skýrast fram í of lágu menntunarstigi og afleið- ingum langvarandi atvinnuleysis. Það gerir vandann svo ennþá erfiðari viðureignar að nánast er búið að keyra Reykjanesbæ í þrot. Mikill og erfið vinna er framundan hjá nýjum meirihluta við að rétta af fjárhagsstöðu bæjarins. Nú er stærsta sveitarfélagið á Suður- nesjum nær eignalaust, í gjörgæslu eftirlitsnefndar sveitarfélaga og mun ekki geta beitt sér neitt sem heitir í fjárfestingum eða atvinnu- ppbyggingu. Við þessari stöðu verður að bregðast og í þeim til- gangi var tillaga mín samin. Vand- inn sem varð til við brottför hersins og efnahagshrunsins hefur magn- ast vegna þess að íbúum svæðis- ins fjölgaði mjög mikið á árunum fyrir efnahagshrun og fjárhags- erfiðleikar stærsta sveitarfélagsins verður til þess að svæðið stendur mun veikara en ella. Í þessari stöðu tel ég og aðrir meðflutningsmenn tillögunnar að nauðsynlegt sé að Alþingi feli ríkisstjórninni að láta vinna tímasetta aðgerðaáætlun í samráði við sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum sem miði að því að efla atvinnu og samfélag á svæðinu. „Það er bara ekki nóg að rífa kjaft á heimavelli en standa svo ekki í lappirnar þegar á hólminn er komið“ Segir Oddný Harðardóttir um fjarveru þingmanna af Suðurnesjum í tillögu um eflingu atvinnulífs og samfélags á Suðurnesjum. Á Suðurnesjum eru gríðarleg tækifæri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.